Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær er sól í hádegisstað í Hveragerði í þessum mánuði, þannig að skuggi af ljósastaur falli í hánorður?

Klukkan 13:22 er sól í hádegisstað í Hveragerði frá 24. til 31. maí.

Svona reiknuðum við það út:

Almanak Háskólans segir okkur að hádegi sé nú í Reykjavík kl. 13:25. En Hveragerði er austan við Reykjavík og þar eð sólin gengur frá austri til vesturs er hún fyrr í hádegisstað þar.

Sólin gengur 360° um jörðu (séð frá jörðu) á 24 tímum. Það þýðir 1° snúning á fjórum mínútum.

Ummál jarðar við miðbaug er um 40.000 km. En við erum 64° norðan við miðbaug. Til að finna ummál breiddarbaugsins sem liggur um Reykjavík finnum við kósínus af 64°, sem er um það bil 0,44. Þá er ummál breiddarbaugsins 0,44*40.000 km = 17.600 km. Ein gráða af þeim hring er tæpir 49 km (17.600 km / 360). Fjarlægðin frá Reykjavíkur austur til Hveragerðis er nálægt 3/4 af því og samsvarar því um það bil 3 mínútum.

Þannig komumst við að þeirri niðurstöðu að sól sé í hádegisstað um þremur mínútum fyrr í Hveragerði en Reykjavík, klukkan 13:22 um þessar mundir þegar hádegi er klukkan 13:25 í Reykjavík.

Útgáfudagur

29.5.2000

Spyrjandi

Diðrik Sæmundsson

Efnisorð

Höfundar

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Tilvísun

HMH og ÞV. „Hvenær er sól í hádegisstað í Hveragerði í þessum mánuði, þannig að skuggi af ljósastaur falli í hánorður?“ Vísindavefurinn, 29. maí 2000. Sótt 21. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=474.

HMH og ÞV. (2000, 29. maí). Hvenær er sól í hádegisstað í Hveragerði í þessum mánuði, þannig að skuggi af ljósastaur falli í hánorður? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=474

HMH og ÞV. „Hvenær er sól í hádegisstað í Hveragerði í þessum mánuði, þannig að skuggi af ljósastaur falli í hánorður?“ Vísindavefurinn. 29. maí. 2000. Vefsíða. 21. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=474>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Gísli Pálsson

1949

Gísli Pálsson er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa spannað breitt svið, allt frá íslenskum fornbókmenntum til nútíma erfðafræði. Gísli hefur í ritum sínum fjallað um mörg viðfangsefni, oft á mörkum ólíkra fræðigreina, svo sem kvótakerfið, nafnahefðir og líftækni.