Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Getið þið sagt mér frá termítum og lifnaðarháttum þeirra?

Jón Már Halldórsson

Termítar eru lítil eða meðalstór skordýr af ættbálki jafnvængja (Isoptera). Termítar hafa löngum verið kallaðir hvítmaurar en staðreyndin er sú að þó þeir lifi mjög þróuðu félagslífi og minni um margt á maura þá eru þeir ekkert sérlega skyldir þeim.

Líkami termíta er mjúkur og litlaus og þeir eru með áberandi bitkjálka. Kynþroska einstaklingar eru vængjaðir um mökunartímann en aðrir einstaklingar í búunum eru vænglausir. Vængir kynþroska termíta eru fjórir (tvö vængjapör) og eru þeir langir og mjóir með þykkar æðar fremst. Bæði vængjapörin eru eins og þaðan er nafn ættbálksins komið, iso=jafn og ptera=vængja.

Rúmlega 1900 tegundir termíta eru þekktar. Langflestar þeirra lifa í hitabeltinu en nokkrar finnast í Norður-Ameríku. Þá eru örfáar tegundir þekktar í Evrópu, meðal annars Reticulitermes lucifugus sem teygir útbreiðslu sína allt norður til Atlantshafsstrandar Frakklands. Önnur tegund, Reticulitermes flavipes, finnst í norðurhluta Þýskalands en sú tegund er innflutt. Flestir evrópskir termítar lifa þó syðst í Evrópu. Termítar finnast ekki í Skandínavíu eða á Bretlandseyjum.



Það sem þykir hvað merkilegast við termíta er háþróað og afar vel skipulagt félagskerfi þeirra. Félagsskipan termíta er oft fastbundin og hefur hver einstaklingur sitt hlutverk. Eitt kynþroska kvendýr og eitt kynþroska karldýr er í hverju búi og getur kvendýrið orðið gríðarlega stórt með allt að 10 cm langan búk. Önnur dýr í búinu eru ókynþroska vinnudýr sem sjá um að afla fæðu og hertermítar sem sjá um varnir búsins. Hertermítarnir eru oftast með svartan haus sem greinir þá frá vinnudýrunum og með afar öfluga bitkjálka. Helstu óvinir termíta eru maurar sem geta gert árásir á búin og því er nauðsynlegt að hafa öflugar varnir.

Í görnum margra termítategunda finnast sérstök frumdýr sem eru þeirri náttúru gædd að geta melt beðmi (sellulósa) þannig að termítarnir geti nýtt sér það til næringar. Sennilega eru termítar afkastamestu trjáætur í hitabeltinu.

Annað allsérstakt fyrirbæri meðal termíta er svokölluð svepparækt eða sveppagarðar. Þá eru sveppir inni í búunum sem vaxa á saur termítanna en hann er ríkur af flóknum kolhýdrötum, aðallega ligníni. Þeir termítar sem „rækta“ sveppi gera það í sama tilgangi og aðrar tegundir termíta nota frumdýrin, það er til þess að brjóta niður flókin kolhýdröt sem þeir geta svo nýtt sem næringu. Sveppir þessir nota hvata til að brjóta niður efnasamböndin. Hér er um einhvers konar sambýlisform að ræða þar sem sveppirnir fá skjól til vaxtar og termítarnir njóta góðs af ensímvirkni þeirra.

Margar termítategundir lifa í holum í trjám, aðrar byggja neðanjarðarbú í jarðveginn og enn aðrar tegundir búa sér til bú sem geta verið stór hreiður gerð úr trjáviði, saur og munnvatni þeirra. Termítar forðast að vera á ferðinni á daginn þegar bjart er þar sem skrokkur þeirra er mjúkur og þornar auðveldlega upp. Af sömu ástæðu eru bú þeirra dimm og rök en rakinn er yfirleitt á bilinu 90-99% og er sennilega viðhaldið með efnaskiptum termítanna sjálfra.

Annað merkilegt atriði varðandi hreiðrin er hversu hátt hlutfall koltvíoxíðs er í búinu, eða allt að 3%. Rannsóknir hafa sýnt að frumdýrin sem sjá um að brjóta niður sellulósann í þörmum termítanna þola ekki súrefni í sama magni og er utan búsins. Til þess að viðhalda þessum eiginleikum lofts í búinu þarf sérstakt loftræstikerfi.



Mörg termítabú eru afar flókin að gerð með mörgum inngöngum og flóknu kerfi gangna sem enda í herbergjum. Sumar tegundir termíta byggja upp mikla hrauka sem eru oftast gerðir úr fínum leir sem termítarnir bera í búið og líma gjarnan saman með munnvatni. Oft eru útveggir þessara búa úr stórkornóttari jarðvegsögnum en innveggirnir og veita búinu styrk. Slíkir hraukar geta verið afar tilkomumiklir. Sem dæmi má nefna bú áströlsku tegundarinnar Amitermes meridionalis en þau eru allt að 3-4 metrar á hæð og 1 metri í þvermál.

Tegundir sem byggja slíka hrauka eru tiltölulega algengar í hitabeltinu, sérstaklega í Ástralíu og Afríku, og geta þeir verið afar áberandi í landslaginu. Tilkomumestu búin gera termítar af flokki Macrotermes en eitt hæsta bú sem fundist hefur var byggt af einni tegund af þessum flokki í Afríku og reyndist það vera um 9 metrar á hæð með flóknu loftræstikerfi og strompi.

Fjölmargar dýrategundir nota termítahreiður sem skjól og byggja jafnvel tilveru sína á slíku sambandi við termítanna. Það mætti kalla slíkt samband gistilífi þar sem þessar tegundir eru háðar termítabústöðunum án þess að þeir verði fyrir miklu ónæði. Dýrafræðingar hafa fundið fjölmargar skordýrategundir svo sem vespur, margfætlur, bjöllur og fjölmargar skordýralirfur í slíkum búum. Margar hryggdýrategundir nota líka þessi bú sem skjól og til að auðvelda sér lífsbaráttuna og má þar nefna eðlur, snáka og jafnvel fugla.

Þekkt er að nokkrar flugna- og bjöllutegundir seyta frá sér vökva sem termítum þykir gómsætur. Mætti halda í þeim tilvikum að þessi dýr væru að borga leiguna með því að láta termítunum í té þennan vökva.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.2.2005

Spyrjandi

Þröstur Stefánsson, f. 1990 Stefán Steinarsson, f. 1989

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér frá termítum og lifnaðarháttum þeirra?“ Vísindavefurinn, 4. febrúar 2005. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4742.

Jón Már Halldórsson. (2005, 4. febrúar). Getið þið sagt mér frá termítum og lifnaðarháttum þeirra? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4742

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér frá termítum og lifnaðarháttum þeirra?“ Vísindavefurinn. 4. feb. 2005. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4742>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér frá termítum og lifnaðarháttum þeirra?
Termítar eru lítil eða meðalstór skordýr af ættbálki jafnvængja (Isoptera). Termítar hafa löngum verið kallaðir hvítmaurar en staðreyndin er sú að þó þeir lifi mjög þróuðu félagslífi og minni um margt á maura þá eru þeir ekkert sérlega skyldir þeim.

Líkami termíta er mjúkur og litlaus og þeir eru með áberandi bitkjálka. Kynþroska einstaklingar eru vængjaðir um mökunartímann en aðrir einstaklingar í búunum eru vænglausir. Vængir kynþroska termíta eru fjórir (tvö vængjapör) og eru þeir langir og mjóir með þykkar æðar fremst. Bæði vængjapörin eru eins og þaðan er nafn ættbálksins komið, iso=jafn og ptera=vængja.

Rúmlega 1900 tegundir termíta eru þekktar. Langflestar þeirra lifa í hitabeltinu en nokkrar finnast í Norður-Ameríku. Þá eru örfáar tegundir þekktar í Evrópu, meðal annars Reticulitermes lucifugus sem teygir útbreiðslu sína allt norður til Atlantshafsstrandar Frakklands. Önnur tegund, Reticulitermes flavipes, finnst í norðurhluta Þýskalands en sú tegund er innflutt. Flestir evrópskir termítar lifa þó syðst í Evrópu. Termítar finnast ekki í Skandínavíu eða á Bretlandseyjum.



Það sem þykir hvað merkilegast við termíta er háþróað og afar vel skipulagt félagskerfi þeirra. Félagsskipan termíta er oft fastbundin og hefur hver einstaklingur sitt hlutverk. Eitt kynþroska kvendýr og eitt kynþroska karldýr er í hverju búi og getur kvendýrið orðið gríðarlega stórt með allt að 10 cm langan búk. Önnur dýr í búinu eru ókynþroska vinnudýr sem sjá um að afla fæðu og hertermítar sem sjá um varnir búsins. Hertermítarnir eru oftast með svartan haus sem greinir þá frá vinnudýrunum og með afar öfluga bitkjálka. Helstu óvinir termíta eru maurar sem geta gert árásir á búin og því er nauðsynlegt að hafa öflugar varnir.

Í görnum margra termítategunda finnast sérstök frumdýr sem eru þeirri náttúru gædd að geta melt beðmi (sellulósa) þannig að termítarnir geti nýtt sér það til næringar. Sennilega eru termítar afkastamestu trjáætur í hitabeltinu.

Annað allsérstakt fyrirbæri meðal termíta er svokölluð svepparækt eða sveppagarðar. Þá eru sveppir inni í búunum sem vaxa á saur termítanna en hann er ríkur af flóknum kolhýdrötum, aðallega ligníni. Þeir termítar sem „rækta“ sveppi gera það í sama tilgangi og aðrar tegundir termíta nota frumdýrin, það er til þess að brjóta niður flókin kolhýdröt sem þeir geta svo nýtt sem næringu. Sveppir þessir nota hvata til að brjóta niður efnasamböndin. Hér er um einhvers konar sambýlisform að ræða þar sem sveppirnir fá skjól til vaxtar og termítarnir njóta góðs af ensímvirkni þeirra.

Margar termítategundir lifa í holum í trjám, aðrar byggja neðanjarðarbú í jarðveginn og enn aðrar tegundir búa sér til bú sem geta verið stór hreiður gerð úr trjáviði, saur og munnvatni þeirra. Termítar forðast að vera á ferðinni á daginn þegar bjart er þar sem skrokkur þeirra er mjúkur og þornar auðveldlega upp. Af sömu ástæðu eru bú þeirra dimm og rök en rakinn er yfirleitt á bilinu 90-99% og er sennilega viðhaldið með efnaskiptum termítanna sjálfra.

Annað merkilegt atriði varðandi hreiðrin er hversu hátt hlutfall koltvíoxíðs er í búinu, eða allt að 3%. Rannsóknir hafa sýnt að frumdýrin sem sjá um að brjóta niður sellulósann í þörmum termítanna þola ekki súrefni í sama magni og er utan búsins. Til þess að viðhalda þessum eiginleikum lofts í búinu þarf sérstakt loftræstikerfi.



Mörg termítabú eru afar flókin að gerð með mörgum inngöngum og flóknu kerfi gangna sem enda í herbergjum. Sumar tegundir termíta byggja upp mikla hrauka sem eru oftast gerðir úr fínum leir sem termítarnir bera í búið og líma gjarnan saman með munnvatni. Oft eru útveggir þessara búa úr stórkornóttari jarðvegsögnum en innveggirnir og veita búinu styrk. Slíkir hraukar geta verið afar tilkomumiklir. Sem dæmi má nefna bú áströlsku tegundarinnar Amitermes meridionalis en þau eru allt að 3-4 metrar á hæð og 1 metri í þvermál.

Tegundir sem byggja slíka hrauka eru tiltölulega algengar í hitabeltinu, sérstaklega í Ástralíu og Afríku, og geta þeir verið afar áberandi í landslaginu. Tilkomumestu búin gera termítar af flokki Macrotermes en eitt hæsta bú sem fundist hefur var byggt af einni tegund af þessum flokki í Afríku og reyndist það vera um 9 metrar á hæð með flóknu loftræstikerfi og strompi.

Fjölmargar dýrategundir nota termítahreiður sem skjól og byggja jafnvel tilveru sína á slíku sambandi við termítanna. Það mætti kalla slíkt samband gistilífi þar sem þessar tegundir eru háðar termítabústöðunum án þess að þeir verði fyrir miklu ónæði. Dýrafræðingar hafa fundið fjölmargar skordýrategundir svo sem vespur, margfætlur, bjöllur og fjölmargar skordýralirfur í slíkum búum. Margar hryggdýrategundir nota líka þessi bú sem skjól og til að auðvelda sér lífsbaráttuna og má þar nefna eðlur, snáka og jafnvel fugla.

Þekkt er að nokkrar flugna- og bjöllutegundir seyta frá sér vökva sem termítum þykir gómsætur. Mætti halda í þeim tilvikum að þessi dýr væru að borga leiguna með því að láta termítunum í té þennan vökva.

Myndir:...