Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er skógarfíllinn í Afríku sérstök tegund?

Jón Már Halldórsson

Lengi vel var talið að tvær fílategundir væru í heiminum í dag, afríkufíllinn eða afríski gresjufíllinn (Loxodonto africana) og Asíufíllinn (Elephas maximus). Nú álíta fræðimenn hins vegar að skógarfíllinn (Loxodonta cyclotis), sem lifir í Afríku og áður var talinn deilitegund gresjufílsins, sé sérstök tegund.

Þessi niðurstaða fékkst með samanburðarrannsóknum á erfðaefni og var greint frá henni í vísindatímaritinu Science árið 2001. Rannsóknirnar leiddu í ljós að munurinn á erfðaefni afrísku fílanna væri það mikill að óhætt væri að skilgreina gresjufílinn og skógarfílinn sem tvær mismunandi tegundir. Þar með eru núlifandi fílategundir þrjár. Tegundirnar eru þó ekki allar jafn skyldar þar sem skyldleiki afrísku fílategundanna tveggja er mun meiri en milli þeirra afrísku og asíska fílsins samkvæmt rannsóknum.

Þekking vísindamanna á skógarfílnum er ekki mikil miðað við þann þekkingarbanka sem fræðimenn hafa komið sér upp um stórvaxnari frænda hans, gresjufílinn. Ástæðan er meðal annars sú að mun auðveldara er að fylgjast með og rannsaka lífshætti gresjufíla þar sem þeir lifa á staktrjáasléttunum (savanna) í suður- og austurhluta Afríku og virðast ekki forðast menn neitt að ráði. Búsvæði skógarfíla hafa ekki verið eins aðgengileg. Þeir lifa í láglendisregnskógunum, oftast þar sem gott aðgengi er að votlendi. Skógarfílar finnast í Vestur- og Mið-Afríku, aðallega í Kongó (áður Zaire) en þar var háð grimmileg borgarastyrjöld í fjölda ára og því ekki auðvelt að stunda rannsóknir á lifnaðarháttum fílanna.

Nú er álitið að báðar tegundirnar telji samtals um hálfa milljón einstaklinga og að um 30% af þeim tilheyri skógarfílnum eða í kringum 160 þúsund dýr. Heildarfjöldinn er þó ekki þekktur þar sem búsvæði skógarfílsins hafa verið mjög óaðgengileg eins og áður var sagt. Sumir dýrafræðingar halda því fram að heildarfjöldinn nú sé mun meiri eða allt að 200 þúsund dýr. Ljóst er þó að skógarfílum hefur fækkað um allt að 80% á síðastliðnum 20 árum vegna eyðingar regnskógarins og veiðiþjófnaðar. Þess má geta að talið er að fyrir 70 árum hafi um 3-5 milljónir fílar af báðum tegundum verið í Afríku.

Skógarfíllinn er mun minni en hinn stórvaxni gresjufíll. Eins og hjá öðrum fílategundum er karldýrið stærra en kvendýrið, um 2,5 metrar á hæð við herðakamb en kýrin er um 2,1 metri á hæð. Þyngd fullorðinna dýra er á bilinu 2,7-6 tonn og eru kýrnar mun léttari en tarfarnir.

Skógarfíllinn er dekkri en gresjufíllinn. Skögultennurnar eru beinni og vaxa niður ólíkt skögultönnum gresjufíla sem eru mun framstæðari. Meðal kynþroska tarfa geta þær orðið svo langar að þær ná alveg niður á jörðu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.


Rani skógarfílsins er sterklegur og mun loðnari en hjá gresjufílnum og gegnir meðal annars því hlutverki að ryðja undirgróðri frá þegar fíllinn ferðast um skóginn. Eyru hans eru einnig hlutfallslega minni og kringlóttari en hjá gresjufílnum.

Annað merkilegt einkenni sem er ólíkt með skógarfílnum og gresjufílnum er að skógarfílinn er með 5 tær á hvorri framlöpp og fjórar á hvorri afturlöpp, alveg eins og asíufíllinn, en gresjufíllinn er með fjórar tær á hvorri framlöpp en aðeins þrjár á hvorri afturlöpp.

Margir félagslegir þættir eru einnig ólíkir meðal skógarfíla og gresjufíla. Til dæmis eru hjarðir gresjufíla stærri, oftast um 10 dýr. Algengt er að margar hjarðir eða fjölskyldur gresjufíla sameinist í skamman tíma og geta þá verið um 70 dýr í heildarhjörðinni. Skógarfílar halda til í mun smærri hjörðum sem oftast telja á bilinu 5-8 dýr. Stöku sinnum koma margar fjölskyldur saman á auðu svæði en slíkir hópar eru ekki sambærilegir að stærð og gerist meðal gresjufíla.


Fæða skógarfíla er breytileg eftir árstíðum. Á þurrkatímabilinu eru gras og laufblöð helsta fæðan en á regntímabilinu eru það aðallega ávextir. Fjölmargar skógarplöntur hafa aðlagast lífinu með skógarfílnum, meðal annars trjátegund sem á máli heimamanna kallast Makore. Fræ þessarar tegundar ná ekki að spíra nema að þau hafi borist í gegnum meltingarveg skógarfíls og þannig tekur fíllinn beinan þátt í viðhaldi og dreifingu tegundarinnar.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.2.2005

Spyrjandi

Birgir Eiríksson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er skógarfíllinn í Afríku sérstök tegund?“ Vísindavefurinn, 7. febrúar 2005, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4743.

Jón Már Halldórsson. (2005, 7. febrúar). Er skógarfíllinn í Afríku sérstök tegund? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4743

Jón Már Halldórsson. „Er skógarfíllinn í Afríku sérstök tegund?“ Vísindavefurinn. 7. feb. 2005. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4743>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er skógarfíllinn í Afríku sérstök tegund?
Lengi vel var talið að tvær fílategundir væru í heiminum í dag, afríkufíllinn eða afríski gresjufíllinn (Loxodonto africana) og Asíufíllinn (Elephas maximus). Nú álíta fræðimenn hins vegar að skógarfíllinn (Loxodonta cyclotis), sem lifir í Afríku og áður var talinn deilitegund gresjufílsins, sé sérstök tegund.

Þessi niðurstaða fékkst með samanburðarrannsóknum á erfðaefni og var greint frá henni í vísindatímaritinu Science árið 2001. Rannsóknirnar leiddu í ljós að munurinn á erfðaefni afrísku fílanna væri það mikill að óhætt væri að skilgreina gresjufílinn og skógarfílinn sem tvær mismunandi tegundir. Þar með eru núlifandi fílategundir þrjár. Tegundirnar eru þó ekki allar jafn skyldar þar sem skyldleiki afrísku fílategundanna tveggja er mun meiri en milli þeirra afrísku og asíska fílsins samkvæmt rannsóknum.

Þekking vísindamanna á skógarfílnum er ekki mikil miðað við þann þekkingarbanka sem fræðimenn hafa komið sér upp um stórvaxnari frænda hans, gresjufílinn. Ástæðan er meðal annars sú að mun auðveldara er að fylgjast með og rannsaka lífshætti gresjufíla þar sem þeir lifa á staktrjáasléttunum (savanna) í suður- og austurhluta Afríku og virðast ekki forðast menn neitt að ráði. Búsvæði skógarfíla hafa ekki verið eins aðgengileg. Þeir lifa í láglendisregnskógunum, oftast þar sem gott aðgengi er að votlendi. Skógarfílar finnast í Vestur- og Mið-Afríku, aðallega í Kongó (áður Zaire) en þar var háð grimmileg borgarastyrjöld í fjölda ára og því ekki auðvelt að stunda rannsóknir á lifnaðarháttum fílanna.

Nú er álitið að báðar tegundirnar telji samtals um hálfa milljón einstaklinga og að um 30% af þeim tilheyri skógarfílnum eða í kringum 160 þúsund dýr. Heildarfjöldinn er þó ekki þekktur þar sem búsvæði skógarfílsins hafa verið mjög óaðgengileg eins og áður var sagt. Sumir dýrafræðingar halda því fram að heildarfjöldinn nú sé mun meiri eða allt að 200 þúsund dýr. Ljóst er þó að skógarfílum hefur fækkað um allt að 80% á síðastliðnum 20 árum vegna eyðingar regnskógarins og veiðiþjófnaðar. Þess má geta að talið er að fyrir 70 árum hafi um 3-5 milljónir fílar af báðum tegundum verið í Afríku.

Skógarfíllinn er mun minni en hinn stórvaxni gresjufíll. Eins og hjá öðrum fílategundum er karldýrið stærra en kvendýrið, um 2,5 metrar á hæð við herðakamb en kýrin er um 2,1 metri á hæð. Þyngd fullorðinna dýra er á bilinu 2,7-6 tonn og eru kýrnar mun léttari en tarfarnir.

Skógarfíllinn er dekkri en gresjufíllinn. Skögultennurnar eru beinni og vaxa niður ólíkt skögultönnum gresjufíla sem eru mun framstæðari. Meðal kynþroska tarfa geta þær orðið svo langar að þær ná alveg niður á jörðu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.


Rani skógarfílsins er sterklegur og mun loðnari en hjá gresjufílnum og gegnir meðal annars því hlutverki að ryðja undirgróðri frá þegar fíllinn ferðast um skóginn. Eyru hans eru einnig hlutfallslega minni og kringlóttari en hjá gresjufílnum.

Annað merkilegt einkenni sem er ólíkt með skógarfílnum og gresjufílnum er að skógarfílinn er með 5 tær á hvorri framlöpp og fjórar á hvorri afturlöpp, alveg eins og asíufíllinn, en gresjufíllinn er með fjórar tær á hvorri framlöpp en aðeins þrjár á hvorri afturlöpp.

Margir félagslegir þættir eru einnig ólíkir meðal skógarfíla og gresjufíla. Til dæmis eru hjarðir gresjufíla stærri, oftast um 10 dýr. Algengt er að margar hjarðir eða fjölskyldur gresjufíla sameinist í skamman tíma og geta þá verið um 70 dýr í heildarhjörðinni. Skógarfílar halda til í mun smærri hjörðum sem oftast telja á bilinu 5-8 dýr. Stöku sinnum koma margar fjölskyldur saman á auðu svæði en slíkir hópar eru ekki sambærilegir að stærð og gerist meðal gresjufíla.


Fæða skógarfíla er breytileg eftir árstíðum. Á þurrkatímabilinu eru gras og laufblöð helsta fæðan en á regntímabilinu eru það aðallega ávextir. Fjölmargar skógarplöntur hafa aðlagast lífinu með skógarfílnum, meðal annars trjátegund sem á máli heimamanna kallast Makore. Fræ þessarar tegundar ná ekki að spíra nema að þau hafi borist í gegnum meltingarveg skógarfíls og þannig tekur fíllinn beinan þátt í viðhaldi og dreifingu tegundarinnar.

Heimildir og myndir:...