Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er talið að kötturinn sé búinn að vera margar aldir á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Með því að beita skyldleikagreiningu á erfðaefni hefur verið sýnt fram á að íslenskir kettir eru náskyldir köttum frá Skáni í Svíþjóð, Færeyjum og Hjaltlandseyjum en mun fjarskyldari köttum annars staðar á Bretlandseyjum. Rétt er að taka fram að kettir í íslenskum sveitum eru upprunalegri en kettir í þéttbýli sem hafa blandast við síðari tíma innflutta ketti

Þetta eru þau svæði sem norrænir víkingar fóru aðallega um á 9. og 10. öld. Á þessum tímum voru kattaskinn verðmæt eins og kemur fram í svari Gunnars Karlssonar við spurningunni Kattbelgir eru nefndir meðal íslenskra söluvara á miðöldum. Er vitað til að kettir hafi verið ræktaðir til þess arna?


Ennfremur má gera ráð fyrir að kettir hafi gegnt mikilvægu hlutverki við músaveiðar í híbýlum fólks og því hafi hinir norrænu landnámsmenn flutt ketti með sér til Íslands. Það má því segja með fullri vissu að kettir hafi deilt kjörum með íslensku þjóðinni allt frá landnámi eða í rúmlega 10. aldir.

Að lokum má geta þess að Dr. Stefán Aðalsteinsson og bandarískur samstarfsmaður hans Bennett Blumenberg að nafni, gerðu athyglisverða rannsókn á uppruna katta í norðausturhluta Bandaríkjanna og birtist niðurstaðan í þýska vísindatímaritinu Zeitschrift für Tierzüchtung und Züchtungsbiologie fyrir mörgum árum.

Þar var meðal annars sýnt fram á að sama kattarstofn er að finna í Boston í Bandaríkjunum og í sveitum á Íslandi. Svæðið þar sem Boston stendur nú kemur mjög vel heim við lýsingar í sögu Leifs heppna á Vínlandi og því er hugsanlegt að þessi „íslenski“ kattastofn í Ameríku séu leifar af landnámi Leifs heppna.

Mynd: Kattholt

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

9.2.2005

Spyrjandi

Sunna Rún Heiðarsdóttir, f. 1995

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er talið að kötturinn sé búinn að vera margar aldir á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 9. febrúar 2005, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4746.

Jón Már Halldórsson. (2005, 9. febrúar). Hvað er talið að kötturinn sé búinn að vera margar aldir á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4746

Jón Már Halldórsson. „Hvað er talið að kötturinn sé búinn að vera margar aldir á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 9. feb. 2005. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4746>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er talið að kötturinn sé búinn að vera margar aldir á Íslandi?
Með því að beita skyldleikagreiningu á erfðaefni hefur verið sýnt fram á að íslenskir kettir eru náskyldir köttum frá Skáni í Svíþjóð, Færeyjum og Hjaltlandseyjum en mun fjarskyldari köttum annars staðar á Bretlandseyjum. Rétt er að taka fram að kettir í íslenskum sveitum eru upprunalegri en kettir í þéttbýli sem hafa blandast við síðari tíma innflutta ketti

Þetta eru þau svæði sem norrænir víkingar fóru aðallega um á 9. og 10. öld. Á þessum tímum voru kattaskinn verðmæt eins og kemur fram í svari Gunnars Karlssonar við spurningunni Kattbelgir eru nefndir meðal íslenskra söluvara á miðöldum. Er vitað til að kettir hafi verið ræktaðir til þess arna?


Ennfremur má gera ráð fyrir að kettir hafi gegnt mikilvægu hlutverki við músaveiðar í híbýlum fólks og því hafi hinir norrænu landnámsmenn flutt ketti með sér til Íslands. Það má því segja með fullri vissu að kettir hafi deilt kjörum með íslensku þjóðinni allt frá landnámi eða í rúmlega 10. aldir.

Að lokum má geta þess að Dr. Stefán Aðalsteinsson og bandarískur samstarfsmaður hans Bennett Blumenberg að nafni, gerðu athyglisverða rannsókn á uppruna katta í norðausturhluta Bandaríkjanna og birtist niðurstaðan í þýska vísindatímaritinu Zeitschrift für Tierzüchtung und Züchtungsbiologie fyrir mörgum árum.

Þar var meðal annars sýnt fram á að sama kattarstofn er að finna í Boston í Bandaríkjunum og í sveitum á Íslandi. Svæðið þar sem Boston stendur nú kemur mjög vel heim við lýsingar í sögu Leifs heppna á Vínlandi og því er hugsanlegt að þessi „íslenski“ kattastofn í Ameríku séu leifar af landnámi Leifs heppna.

Mynd: Kattholt ...