Ennfremur má gera ráð fyrir að kettir hafi gegnt mikilvægu hlutverki við músaveiðar í híbýlum fólks og því hafi hinir norrænu landnámsmenn flutt ketti með sér til Íslands. Það má því segja með fullri vissu að kettir hafi deilt kjörum með íslensku þjóðinni allt frá landnámi eða í rúmlega 10. aldir. Að lokum má geta þess að Dr. Stefán Aðalsteinsson og bandarískur samstarfsmaður hans Bennett Blumenberg að nafni, gerðu athyglisverða rannsókn á uppruna katta í norðausturhluta Bandaríkjanna og birtist niðurstaðan í þýska vísindatímaritinu Zeitschrift für Tierzüchtung und Züchtungsbiologie fyrir mörgum árum. Þar var meðal annars sýnt fram á að sama kattarstofn er að finna í Boston í Bandaríkjunum og í sveitum á Íslandi. Svæðið þar sem Boston stendur nú kemur mjög vel heim við lýsingar í sögu Leifs heppna á Vínlandi og því er hugsanlegt að þessi „íslenski“ kattastofn í Ameríku séu leifar af landnámi Leifs heppna. Mynd: Kattholt
Hvað er talið að kötturinn sé búinn að vera margar aldir á Íslandi?
Ennfremur má gera ráð fyrir að kettir hafi gegnt mikilvægu hlutverki við músaveiðar í híbýlum fólks og því hafi hinir norrænu landnámsmenn flutt ketti með sér til Íslands. Það má því segja með fullri vissu að kettir hafi deilt kjörum með íslensku þjóðinni allt frá landnámi eða í rúmlega 10. aldir. Að lokum má geta þess að Dr. Stefán Aðalsteinsson og bandarískur samstarfsmaður hans Bennett Blumenberg að nafni, gerðu athyglisverða rannsókn á uppruna katta í norðausturhluta Bandaríkjanna og birtist niðurstaðan í þýska vísindatímaritinu Zeitschrift für Tierzüchtung und Züchtungsbiologie fyrir mörgum árum. Þar var meðal annars sýnt fram á að sama kattarstofn er að finna í Boston í Bandaríkjunum og í sveitum á Íslandi. Svæðið þar sem Boston stendur nú kemur mjög vel heim við lýsingar í sögu Leifs heppna á Vínlandi og því er hugsanlegt að þessi „íslenski“ kattastofn í Ameríku séu leifar af landnámi Leifs heppna. Mynd: Kattholt
Útgáfudagur
9.2.2005
Spyrjandi
Sunna Rún Heiðarsdóttir, f. 1995
Tilvísun
Jón Már Halldórsson. „Hvað er talið að kötturinn sé búinn að vera margar aldir á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 9. febrúar 2005, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4746.
Jón Már Halldórsson. (2005, 9. febrúar). Hvað er talið að kötturinn sé búinn að vera margar aldir á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4746
Jón Már Halldórsson. „Hvað er talið að kötturinn sé búinn að vera margar aldir á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 9. feb. 2005. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4746>.