Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaða spaða er verið að tala um þegar menn eiga að 'halda rétt á spöðunum'?

Guðrún Kvaran

Orðasambandið að halda á spöðunum er í nútímamáli aðallega notað í merkingunni ‘keppast við eitthvað, halda kappsamlega áfram við eitthvert verk’. Ef litið er í seðlasafn Orðabókar Háskólans má sjá að eldri mynd orðasambandsins er að hafa eitthvað á spöðunum og á Orðabókin elst dæmi um það frá síðari hluta 18. aldar. Merkingin í því dæmi er að ‘dreifa orðrómi, dreifa sögum’: „Nú tóku nágrannarnir að hafa þetta á spöðunum, og nokkrir gáfu enda Klemensi í skyn grun þeirra“ (stafsetningu breytt).

Í nútímamáli er orðasambandið hafa á spöðunum einkum notað í merkingunni ‘keppast við’ og eru elst dæmi Orðabókarinnar um hana frá miðri 19. öld. Orðasambandið halda á spöðunum er heldur yngra eða frá lokum 19. aldar. Fleiri afbrigði eru til eins og vera á spöðunum, til dæmis „var Humboldt alltaf á spöðunum að skoða ... það, sem fyrir augu bar“ og er merkingin hin sama.



Þegar menn grafa djúpa holu skiptir miklu að halda vel á spöðunum.

Orðið spaði hefur fleiri en eina merkingu. Í orðasamböndunum eru það merkingarnar ‘spjald notað við spjaldvefnað’ og ‘skófla með litlu jafnbreiðu eða tígullaga blaði’ sem liggja að baki. Sú fyrri er talin eldri og er spjaldvefnaður ákveðin tegund vefnaðar unninn með pappa- eða tréspjöldum. Síðari merkingin tengist hugsanlega þeim verknaði að moka kappsamlega með skóflu og er þá mikilvægt að halda vel á spöðunum.

Mynd: http://phys4.harvard.edu/

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

10.2.2005

Spyrjandi

Heimir Hjartarson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða spaða er verið að tala um þegar menn eiga að 'halda rétt á spöðunum'?“ Vísindavefurinn, 10. febrúar 2005. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4749.

Guðrún Kvaran. (2005, 10. febrúar). Hvaða spaða er verið að tala um þegar menn eiga að 'halda rétt á spöðunum'? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4749

Guðrún Kvaran. „Hvaða spaða er verið að tala um þegar menn eiga að 'halda rétt á spöðunum'?“ Vísindavefurinn. 10. feb. 2005. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4749>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða spaða er verið að tala um þegar menn eiga að 'halda rétt á spöðunum'?
Orðasambandið að halda á spöðunum er í nútímamáli aðallega notað í merkingunni ‘keppast við eitthvað, halda kappsamlega áfram við eitthvert verk’. Ef litið er í seðlasafn Orðabókar Háskólans má sjá að eldri mynd orðasambandsins er að hafa eitthvað á spöðunum og á Orðabókin elst dæmi um það frá síðari hluta 18. aldar. Merkingin í því dæmi er að ‘dreifa orðrómi, dreifa sögum’: „Nú tóku nágrannarnir að hafa þetta á spöðunum, og nokkrir gáfu enda Klemensi í skyn grun þeirra“ (stafsetningu breytt).

Í nútímamáli er orðasambandið hafa á spöðunum einkum notað í merkingunni ‘keppast við’ og eru elst dæmi Orðabókarinnar um hana frá miðri 19. öld. Orðasambandið halda á spöðunum er heldur yngra eða frá lokum 19. aldar. Fleiri afbrigði eru til eins og vera á spöðunum, til dæmis „var Humboldt alltaf á spöðunum að skoða ... það, sem fyrir augu bar“ og er merkingin hin sama.



Þegar menn grafa djúpa holu skiptir miklu að halda vel á spöðunum.

Orðið spaði hefur fleiri en eina merkingu. Í orðasamböndunum eru það merkingarnar ‘spjald notað við spjaldvefnað’ og ‘skófla með litlu jafnbreiðu eða tígullaga blaði’ sem liggja að baki. Sú fyrri er talin eldri og er spjaldvefnaður ákveðin tegund vefnaðar unninn með pappa- eða tréspjöldum. Síðari merkingin tengist hugsanlega þeim verknaði að moka kappsamlega með skóflu og er þá mikilvægt að halda vel á spöðunum.

Mynd: http://phys4.harvard.edu/...