Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er að hafa eitthvað á takteinum?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Takteinn var glóandi járnteinn sem borinn var við járnburð þegar menn þurftu að reyna að sanna sakleysi sitt. Ef maður bar slíkan glóandi tein án þess að brenna taldist hann saklaus. Um taktein í þessari merkingu eru til heimildir frá 17. öld í orðabók Guðmundar Andréssonar frá 1683, í orðabókarhandriti frá 18. öld (AM 738 4to) og í orðabók Björns Halldórssonar sem safnað var til á 18. öld þótt hún hefði fyrst verið gefin út 1814. Ekki eru dæmi um orðið í fornu máli.


Við járnburð þurftu menn að bera svonefndan taktein sem var glóandi járnteinn. Hér sést glóandi stál á færibandi.

Elstu heimildir Orðabókar Háskólans eru um orðasambandið notað í eintölu, það er að hafa eitthvað á takteini, og eru þær frá miðri 19. öld. Í ritverkinu Þúsund og ein nótt, sem Steingrímur Thorsteinsson þýddi um og upp úr miðri 19. öld, er til dæmis þetta dæmi: ,,Reyndi Aladdin á allar lundir að hlýðnast föður sínum og hafði allt á takteini við gesti sína.“ Eintalan virðist ríkjandi allt fram á 20. öld en síðan verður algengara að nota á takteinum í fleirtölu.

Frá 17. öld er einnig dæmi um afbrigðið að leika á takteinum í seðlasafni Orðabókarinnar í sömu merkingu, og frá 17. öld eru einnig elst dæmi um að vera á takteini og takteinum, til dæmis í tímaritinu Andvara (1906: 82): ,,Mótbárurnar eru auðvitað á takteinum hjá þeim, sem helzt vilja búa við gamla lagið.“

Merkingin í orðasamböndunum er að ‘hafa eitthvað við höndina, hafa eitthvað tilbúið’. Hún hefur því aðeins færst frá hinni upprunalegu um járnburðinn en þó ekki langt. Sá sem reiðubúinn var til að sanna sakleysi sitt var tilbúinn til að bera glóandi járnteininn. Sá sem nú hefur eitthvað á takteinum eða er með eitthvað á takteinum er einnig tilbúinn, hefur undirbúið sig.

Myndir:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

10.6.2008

Spyrjandi

Bára Birgisdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er að hafa eitthvað á takteinum?“ Vísindavefurinn, 10. júní 2008, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=47560.

Guðrún Kvaran. (2008, 10. júní). Hvað er að hafa eitthvað á takteinum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=47560

Guðrún Kvaran. „Hvað er að hafa eitthvað á takteinum?“ Vísindavefurinn. 10. jún. 2008. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=47560>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er að hafa eitthvað á takteinum?
Takteinn var glóandi járnteinn sem borinn var við járnburð þegar menn þurftu að reyna að sanna sakleysi sitt. Ef maður bar slíkan glóandi tein án þess að brenna taldist hann saklaus. Um taktein í þessari merkingu eru til heimildir frá 17. öld í orðabók Guðmundar Andréssonar frá 1683, í orðabókarhandriti frá 18. öld (AM 738 4to) og í orðabók Björns Halldórssonar sem safnað var til á 18. öld þótt hún hefði fyrst verið gefin út 1814. Ekki eru dæmi um orðið í fornu máli.


Við járnburð þurftu menn að bera svonefndan taktein sem var glóandi járnteinn. Hér sést glóandi stál á færibandi.

Elstu heimildir Orðabókar Háskólans eru um orðasambandið notað í eintölu, það er að hafa eitthvað á takteini, og eru þær frá miðri 19. öld. Í ritverkinu Þúsund og ein nótt, sem Steingrímur Thorsteinsson þýddi um og upp úr miðri 19. öld, er til dæmis þetta dæmi: ,,Reyndi Aladdin á allar lundir að hlýðnast föður sínum og hafði allt á takteini við gesti sína.“ Eintalan virðist ríkjandi allt fram á 20. öld en síðan verður algengara að nota á takteinum í fleirtölu.

Frá 17. öld er einnig dæmi um afbrigðið að leika á takteinum í seðlasafni Orðabókarinnar í sömu merkingu, og frá 17. öld eru einnig elst dæmi um að vera á takteini og takteinum, til dæmis í tímaritinu Andvara (1906: 82): ,,Mótbárurnar eru auðvitað á takteinum hjá þeim, sem helzt vilja búa við gamla lagið.“

Merkingin í orðasamböndunum er að ‘hafa eitthvað við höndina, hafa eitthvað tilbúið’. Hún hefur því aðeins færst frá hinni upprunalegu um járnburðinn en þó ekki langt. Sá sem reiðubúinn var til að sanna sakleysi sitt var tilbúinn til að bera glóandi járnteininn. Sá sem nú hefur eitthvað á takteinum eða er með eitthvað á takteinum er einnig tilbúinn, hefur undirbúið sig.

Myndir:...