Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er sagt að maður sé asni þegar maður gerir eitthvað heimskulegt?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Asninn hefur orð á sér að vera ekki mjög skynsamur og gamall er málshátturinn auðþekktur er asninn á eyrunum sem yfirleitt er notaður í niðrandi merkingu.

Það virðist einnig gamalt í málinu að líkja heimskum mönnum við asna. Í Bandamannasögu segir til dæmis „Þú ... hefir eigi vit til helldr en uxi eða asni.“ Í kvæði frá 17. öld stendur: „Oft hef eg vitað asnann lasta ágæt kvæði“ og er þarna án efa átt við heimskan mann.

Í riti eftir Pál Vídalín frá fyrri hluta 18. aldar er verið að skýra orðið snápur og er það gert á þennan hátt:

Eg efa ei, að orðið snápur sé með öllu sömu merkingar, sem gikkur, narri, þurs, dári, nautheimskur asni.

Öll merkja þessi orð ‘heimskingi, vitgrannur maður'.

Það er ekki aðeins í íslensku að heimskum manni er líkt við asna. Í ensku er orðið ass notað í sama skyni og í þýsku Esel. „You are an ass“ og „du bist ein Esel“ merkja „þú ert asni“ og „dit æsel“ merkir „asninn þinn“ á dönsku.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

18.2.2005

Spyrjandi

Tinna Ingólfsdóttir, 13 ára.

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju er sagt að maður sé asni þegar maður gerir eitthvað heimskulegt?“ Vísindavefurinn, 18. febrúar 2005, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4761.

Guðrún Kvaran. (2005, 18. febrúar). Af hverju er sagt að maður sé asni þegar maður gerir eitthvað heimskulegt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4761

Guðrún Kvaran. „Af hverju er sagt að maður sé asni þegar maður gerir eitthvað heimskulegt?“ Vísindavefurinn. 18. feb. 2005. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4761>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er sagt að maður sé asni þegar maður gerir eitthvað heimskulegt?
Asninn hefur orð á sér að vera ekki mjög skynsamur og gamall er málshátturinn auðþekktur er asninn á eyrunum sem yfirleitt er notaður í niðrandi merkingu.

Það virðist einnig gamalt í málinu að líkja heimskum mönnum við asna. Í Bandamannasögu segir til dæmis „Þú ... hefir eigi vit til helldr en uxi eða asni.“ Í kvæði frá 17. öld stendur: „Oft hef eg vitað asnann lasta ágæt kvæði“ og er þarna án efa átt við heimskan mann.

Í riti eftir Pál Vídalín frá fyrri hluta 18. aldar er verið að skýra orðið snápur og er það gert á þennan hátt:

Eg efa ei, að orðið snápur sé með öllu sömu merkingar, sem gikkur, narri, þurs, dári, nautheimskur asni.

Öll merkja þessi orð ‘heimskingi, vitgrannur maður'.

Það er ekki aðeins í íslensku að heimskum manni er líkt við asna. Í ensku er orðið ass notað í sama skyni og í þýsku Esel. „You are an ass“ og „du bist ein Esel“ merkja „þú ert asni“ og „dit æsel“ merkir „asninn þinn“ á dönsku. ...