Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Snýst sólin um sjálfa sig?

Sævar Helgi Bragason

Ljóst er að margir hafa velt þessu fyrir sér og hér er því einnig svarað eftirfarandi spurningum:

  • Snýst sólin um sjálfa sig eins og jörðin? Hvort snýst hún þá rangsælis eða réttsælis? (Þorgils)
  • Hvað tekur það sólin langan tíma að snúast einn hring í kringum sjálfa sig? (Guðni)
  • Snýst sólin kringum sjálfa sig, ef svo er hversu lengi er hún að því? (Ólafur)
  • Snýst sólin um möndul eins og jörðin? (Pétur)

Svarið er já, sólin snýst um sjálfa sig svipað og jörðin. Vísbendingar um að sólin snerist komu fyrst fram fyrir um 400 árum þegar ítalski vísindamaðurinn Galíleó Galílei fylgdist með sólblettum á sólinni. Hann áttaði sig á að hægt var að finna út snúningshraða sólarinnar með því að fylgjast með sólblettunum hreyfast þvert yfir skífu hennar. Galíleó fylgdist með sólinni í langan tíma og taldi hana snúast einu sinni á um fjórum vikum. Venjulegur sólblettahópur getur enst í tvo mánuði eða svo þannig að hægt er að fylgjast með einum sólblettahópi í tvo sólarsnúninga. Hér til hliðar sjást teikningar Galíleós af sólblettum í júní árið 1612, sýndar hver á eftir annarri.

Árið 1859 sýndi breski stjörnufræðingurinn Richard Carrington (1826-1875) fram á að sólin mismunandi hlutar sólaryfirborðsins snúast mishratt. Þar sem sólin er gashnöttur, snýst hún ekki með jöfnum hraða eins og hnettir með fast yfirborð, til dæmis jörðin eða tunglið. Þannig snúast miðbaugssvæðin hraðar en pólsvæðin og kallast þetta mismunasnúningur (e. differential rotation). Við miðbaug sólar er umferðartíminn 25 dagar en 30° norðan eða sunnan miðbaugs er hann 27½ dagur. Við 75° norður eða suður er umferðartíminn um 33 dagar en 35 dagar við pólana. Hér fyrir neðan sést þróun og hreyfing sólblettahópsins 720 sem olli miklum og glæsilegum norðurljósum í janúar.


Sólblettahópurinn 720 sem olli miklum segulstormi á jörðinni í janúar 2005.

Þegar betur er að gáð sést líka að sólin snýst rangsælis (eins og klukka sem gengur aftur á bak). Snúningsás sólar hallast um 7,25 gráður miðað við lóðlínu á braut jarðar sem þýðir að við sjáum meira af norðurpól sólar í september ár hvert og meira af suðurpólnum í mars.

Heimildir:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

22.2.2005

Spyrjandi

Ingi Snær Þórhallsson
Þorgils Árni Hjálmarsson
Guðni Friðrik Oddsson
Ólafur Már Lárusson
Pétur Egilsson

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Snýst sólin um sjálfa sig?“ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2005, sótt 4. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4766.

Sævar Helgi Bragason. (2005, 22. febrúar). Snýst sólin um sjálfa sig? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4766

Sævar Helgi Bragason. „Snýst sólin um sjálfa sig?“ Vísindavefurinn. 22. feb. 2005. Vefsíða. 4. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4766>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Snýst sólin um sjálfa sig?

Ljóst er að margir hafa velt þessu fyrir sér og hér er því einnig svarað eftirfarandi spurningum:

  • Snýst sólin um sjálfa sig eins og jörðin? Hvort snýst hún þá rangsælis eða réttsælis? (Þorgils)
  • Hvað tekur það sólin langan tíma að snúast einn hring í kringum sjálfa sig? (Guðni)
  • Snýst sólin kringum sjálfa sig, ef svo er hversu lengi er hún að því? (Ólafur)
  • Snýst sólin um möndul eins og jörðin? (Pétur)

Svarið er já, sólin snýst um sjálfa sig svipað og jörðin. Vísbendingar um að sólin snerist komu fyrst fram fyrir um 400 árum þegar ítalski vísindamaðurinn Galíleó Galílei fylgdist með sólblettum á sólinni. Hann áttaði sig á að hægt var að finna út snúningshraða sólarinnar með því að fylgjast með sólblettunum hreyfast þvert yfir skífu hennar. Galíleó fylgdist með sólinni í langan tíma og taldi hana snúast einu sinni á um fjórum vikum. Venjulegur sólblettahópur getur enst í tvo mánuði eða svo þannig að hægt er að fylgjast með einum sólblettahópi í tvo sólarsnúninga. Hér til hliðar sjást teikningar Galíleós af sólblettum í júní árið 1612, sýndar hver á eftir annarri.

Árið 1859 sýndi breski stjörnufræðingurinn Richard Carrington (1826-1875) fram á að sólin mismunandi hlutar sólaryfirborðsins snúast mishratt. Þar sem sólin er gashnöttur, snýst hún ekki með jöfnum hraða eins og hnettir með fast yfirborð, til dæmis jörðin eða tunglið. Þannig snúast miðbaugssvæðin hraðar en pólsvæðin og kallast þetta mismunasnúningur (e. differential rotation). Við miðbaug sólar er umferðartíminn 25 dagar en 30° norðan eða sunnan miðbaugs er hann 27½ dagur. Við 75° norður eða suður er umferðartíminn um 33 dagar en 35 dagar við pólana. Hér fyrir neðan sést þróun og hreyfing sólblettahópsins 720 sem olli miklum og glæsilegum norðurljósum í janúar.


Sólblettahópurinn 720 sem olli miklum segulstormi á jörðinni í janúar 2005.

Þegar betur er að gáð sést líka að sólin snýst rangsælis (eins og klukka sem gengur aftur á bak). Snúningsás sólar hallast um 7,25 gráður miðað við lóðlínu á braut jarðar sem þýðir að við sjáum meira af norðurpól sólar í september ár hvert og meira af suðurpólnum í mars.

Heimildir:...