Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna hrýtur fólk?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Aðrar spurningar um hrotur sem Vísindavefnum hafa borist eru:
  • Hvers vegna hrýtur maður og hvers vegna hrýtur maður ekki þegar maður er vakandi?
  • Hvernig getur maður hætt að hrjóta?
  • Er það algengara að karlmenn hrjóti?
  • Eru einhverjir líkamlegir kvillar sem valda hrotum?

Hrotur stafa af því að í svefni slaknar á vöðvum í munni og koki og þeir síga inn á við. Ef þessir vöðvar verða of slakir og hindra eðlilegt loftstreymi í gegnum kokið heyrast hrotur en hrotuhljóðin verða til við það að úfurinn og gómfillan titra þegar loftið þrengir sér niður öndunarveginn á leið sinni til lungna.


Gómfillan er efra yfirborð munnsins sem skilur að munnhol og nefhol. Hún er rétt aftan við góminn og í henni eru engin bein. Úfurinn er mjúki vefurinn sem lafir niður úr gómfillunni ofan í kokið.

Hrotuhljóðin geta verið með ýmsu móti og fara eftir því hversu mikið loftvegurinn þrengist. Ef hindrun er í nefgöngum andar viðkomandi í gegnum munninn og getur það leitt til hrota. Þegar munurinn er opinn leitar tungan aftur á bak sem veldur því að úfurinn þrýstist aftur í kok. Því meiri sem hindrunin er því meiri kraftur verður á loftinu, titringurinn eykst og hroturnar verða hærri.

Lofthindrun vegna of slakra kokvöðva eða þrota í þeim getur stafað af áfengisneyslu, reykingum, svefntöflum, stífluðu nefi, skútabólgu (e. sinusitis), stækkuðum hálseitlum, hóstasafti sem inniheldur dextrómeþorfan, ofþyngd og ofnæmi fyrir ryki, mold, hveiti eða eggjum. Aðrar orsakir geta verið stór úfur og aflöguð nefgöng.

Um 45% heilbrigðra fullorðinna einstaklinga hrjóta að minnsta kosti af og til og um 25% hrjóta því sem næst alltaf. Hrotuvandamál eru algengari meðal karla og þeirra sem eru of þungir og versna oftast með hækkandi aldri þegar slaknar á vöðvum.

Að lokum má benda á stutta umfjöllun Sólveigar Magnúsdóttur læknis um hrotur á doktor.is. Þar gefur hún meðal annars nokkur almenn ráð við hrotum og eru þau birt hér með góðfúslegu leyfi vefsetursins:
  • Ef þú er yfir kjörþyngd er mikilvægt að þú reynir að léttast.
  • Reyndu að sofa á hliðinni, þegar við liggjum á bakinu rennur tungan aftur í kokið og lokar öndunarveginum.
  • Hækkaðu undir höfðinu.
  • Ef þú ert stífluð í nefinu reyndu nefúða í nokkra daga, ef það hjálpar hafðu þá samband við heimilislækninn þinn og fáðu viðeigandi meðferð.
  • Forðastu róandi lyf, svefnlyf og áfengi, þau auka á slökun og auka á vandann.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

23.2.2005

Spyrjandi

Andrea Hauksdóttir
Íris Björk Ásgeirsdóttir
Kristjana Guðbrandsdóttir
Hólmfríður Hartmannsdóttir
Hafdís Ásgeirsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna hrýtur fólk?“ Vísindavefurinn, 23. febrúar 2005, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4769.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2005, 23. febrúar). Hvers vegna hrýtur fólk? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4769

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna hrýtur fólk?“ Vísindavefurinn. 23. feb. 2005. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4769>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna hrýtur fólk?
Aðrar spurningar um hrotur sem Vísindavefnum hafa borist eru:

  • Hvers vegna hrýtur maður og hvers vegna hrýtur maður ekki þegar maður er vakandi?
  • Hvernig getur maður hætt að hrjóta?
  • Er það algengara að karlmenn hrjóti?
  • Eru einhverjir líkamlegir kvillar sem valda hrotum?

Hrotur stafa af því að í svefni slaknar á vöðvum í munni og koki og þeir síga inn á við. Ef þessir vöðvar verða of slakir og hindra eðlilegt loftstreymi í gegnum kokið heyrast hrotur en hrotuhljóðin verða til við það að úfurinn og gómfillan titra þegar loftið þrengir sér niður öndunarveginn á leið sinni til lungna.


Gómfillan er efra yfirborð munnsins sem skilur að munnhol og nefhol. Hún er rétt aftan við góminn og í henni eru engin bein. Úfurinn er mjúki vefurinn sem lafir niður úr gómfillunni ofan í kokið.

Hrotuhljóðin geta verið með ýmsu móti og fara eftir því hversu mikið loftvegurinn þrengist. Ef hindrun er í nefgöngum andar viðkomandi í gegnum munninn og getur það leitt til hrota. Þegar munurinn er opinn leitar tungan aftur á bak sem veldur því að úfurinn þrýstist aftur í kok. Því meiri sem hindrunin er því meiri kraftur verður á loftinu, titringurinn eykst og hroturnar verða hærri.

Lofthindrun vegna of slakra kokvöðva eða þrota í þeim getur stafað af áfengisneyslu, reykingum, svefntöflum, stífluðu nefi, skútabólgu (e. sinusitis), stækkuðum hálseitlum, hóstasafti sem inniheldur dextrómeþorfan, ofþyngd og ofnæmi fyrir ryki, mold, hveiti eða eggjum. Aðrar orsakir geta verið stór úfur og aflöguð nefgöng.

Um 45% heilbrigðra fullorðinna einstaklinga hrjóta að minnsta kosti af og til og um 25% hrjóta því sem næst alltaf. Hrotuvandamál eru algengari meðal karla og þeirra sem eru of þungir og versna oftast með hækkandi aldri þegar slaknar á vöðvum.

Að lokum má benda á stutta umfjöllun Sólveigar Magnúsdóttur læknis um hrotur á doktor.is. Þar gefur hún meðal annars nokkur almenn ráð við hrotum og eru þau birt hér með góðfúslegu leyfi vefsetursins:
  • Ef þú er yfir kjörþyngd er mikilvægt að þú reynir að léttast.
  • Reyndu að sofa á hliðinni, þegar við liggjum á bakinu rennur tungan aftur í kokið og lokar öndunarveginum.
  • Hækkaðu undir höfðinu.
  • Ef þú ert stífluð í nefinu reyndu nefúða í nokkra daga, ef það hjálpar hafðu þá samband við heimilislækninn þinn og fáðu viðeigandi meðferð.
  • Forðastu róandi lyf, svefnlyf og áfengi, þau auka á slökun og auka á vandann.

Heimildir og mynd:...