Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru til margar tegundir af spendýrum?

Jón Már Halldórsson

Í dag eru þekktar rúmlega 4.600 tegundir spendýra sem skiptast í 125 ættir og 24 ættbálka. Af þessum ættbálkum tilheyra flestar tegundir nagdýrum en fæstar eru tegundirnar í ættbálkinum Tubulidentata, sem kallast píputannar á íslensku, eða aðeins ein, jarðsvín (Orycteropus afer, e. aardvark).

Þótt ótrúlegt megi virðast eru náttúrufræðingar enn að finna nýjar spendýrategundir. Á síðasta ári (2004) fannst áður óþekkt nagdýr í þéttu og torfæru skóglendi á einni af eyjum Filippseyja. Dýrið sem minnir mjög á mús vegur um 15 grömm og er búklengdin um 8 cm auk 10 cm skotts. Það er höfuðstórt með öfluga kjálkavöðva og lifir sennilega á hnetum.

Reglulega finnast smærri spendýr, aðallega í þéttu skóglendi hitabeltisins en mun sjaldgæfara er að stærri spendýr finnist. Til marks um það fundust aðeins tíu „ný“ spendýr í stærri kantinum á öldinni sem leið. Nokkur slík hafa fundist á afskekktum svæðum í Víetnam og þá sérstaklega í Quang Nam í miðhluta landsins. Árið 1997 fundu vísindamenn grasbít sem vegur um 15 kg og hefur verið kallaður Truong Son muntjac. Þremur árum fyrr fannst dýr sem hefur verið kallað á ensku giant muntjac og er helmingi stærra en Truong Son muntjac. Þykja þessar „uppgötvanir“ afar merkilegar sökum þess hversu stór dýrin eru.

Heimildir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

23.2.2005

Spyrjandi

Alexander Gabríel, f. 1994

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar tegundir af spendýrum?“ Vísindavefurinn, 23. febrúar 2005, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4770.

Jón Már Halldórsson. (2005, 23. febrúar). Hvað eru til margar tegundir af spendýrum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4770

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar tegundir af spendýrum?“ Vísindavefurinn. 23. feb. 2005. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4770>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margar tegundir af spendýrum?
Í dag eru þekktar rúmlega 4.600 tegundir spendýra sem skiptast í 125 ættir og 24 ættbálka. Af þessum ættbálkum tilheyra flestar tegundir nagdýrum en fæstar eru tegundirnar í ættbálkinum Tubulidentata, sem kallast píputannar á íslensku, eða aðeins ein, jarðsvín (Orycteropus afer, e. aardvark).

Þótt ótrúlegt megi virðast eru náttúrufræðingar enn að finna nýjar spendýrategundir. Á síðasta ári (2004) fannst áður óþekkt nagdýr í þéttu og torfæru skóglendi á einni af eyjum Filippseyja. Dýrið sem minnir mjög á mús vegur um 15 grömm og er búklengdin um 8 cm auk 10 cm skotts. Það er höfuðstórt með öfluga kjálkavöðva og lifir sennilega á hnetum.

Reglulega finnast smærri spendýr, aðallega í þéttu skóglendi hitabeltisins en mun sjaldgæfara er að stærri spendýr finnist. Til marks um það fundust aðeins tíu „ný“ spendýr í stærri kantinum á öldinni sem leið. Nokkur slík hafa fundist á afskekktum svæðum í Víetnam og þá sérstaklega í Quang Nam í miðhluta landsins. Árið 1997 fundu vísindamenn grasbít sem vegur um 15 kg og hefur verið kallaður Truong Son muntjac. Þremur árum fyrr fannst dýr sem hefur verið kallað á ensku giant muntjac og er helmingi stærra en Truong Son muntjac. Þykja þessar „uppgötvanir“ afar merkilegar sökum þess hversu stór dýrin eru.

Heimildir:...