Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er vitlausa beinið?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvað gerist þegar maður rekur sig í „vitlausa beinið“? Af hverju er það svona vont?

„Vitlausa beinið“ er í rauninni ekki bein heldur afar viðkvæmt svæði aftan í olnboganum þar sem upphandleggsbeinið (e. humerus ---> humor ---> nafnið funny bone á ensku) mætir öln (e. ulna) sem er stærra bein framhandleggs. Bæði þessi bein enda í nokkuð áberandi kúlum (leggjarhöfðum) í dæld í olnboganum.

„Vitlausa beinið“ er afar viðkvæmt svæði aftan í olnboganum þar sem upphandleggsbeinið (það lóðrétta á þessari mynd) mætir öln (því lárétta).

Ölnartaugin, en það er taug sem liggur niður hálsinn, í gegnum holhöndina, niður handlegginn og út í höndina, liggur mjög nálægt yfirborði húðarinnar á þessu svæði. Hún flytur hreyfiboð til lítilla vöðva í hendinni og skynboð frá framhandlegg, litla fingri og helmingi af baugfingri. Þegar maður rekur sig í eða fær högg á þetta viðkvæma svæði lendir taugin á beini og veldur það hinum þekktu óþægindum í framhandleggnum, litla fingri og baugfingri.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

1.3.2005

Síðast uppfært

8.6.2018

Spyrjandi

Auður Zoëga

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er vitlausa beinið?“ Vísindavefurinn, 1. mars 2005, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4778.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2005, 1. mars). Hvað er vitlausa beinið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4778

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er vitlausa beinið?“ Vísindavefurinn. 1. mar. 2005. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4778>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er vitlausa beinið?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvað gerist þegar maður rekur sig í „vitlausa beinið“? Af hverju er það svona vont?

„Vitlausa beinið“ er í rauninni ekki bein heldur afar viðkvæmt svæði aftan í olnboganum þar sem upphandleggsbeinið (e. humerus ---> humor ---> nafnið funny bone á ensku) mætir öln (e. ulna) sem er stærra bein framhandleggs. Bæði þessi bein enda í nokkuð áberandi kúlum (leggjarhöfðum) í dæld í olnboganum.

„Vitlausa beinið“ er afar viðkvæmt svæði aftan í olnboganum þar sem upphandleggsbeinið (það lóðrétta á þessari mynd) mætir öln (því lárétta).

Ölnartaugin, en það er taug sem liggur niður hálsinn, í gegnum holhöndina, niður handlegginn og út í höndina, liggur mjög nálægt yfirborði húðarinnar á þessu svæði. Hún flytur hreyfiboð til lítilla vöðva í hendinni og skynboð frá framhandlegg, litla fingri og helmingi af baugfingri. Þegar maður rekur sig í eða fær högg á þetta viðkvæma svæði lendir taugin á beini og veldur það hinum þekktu óþægindum í framhandleggnum, litla fingri og baugfingri.

Heimildir:

Mynd:...