Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á ávöxtum og grænmeti?

Haukur Már Helgason og Þorsteinn Vilhjálmsson

Þessi orð eru notuð bæði í fræðilegu samhengi og í daglegu máli, og merkja þá ekki nákvæmlega hið sama. Í fræðimáli táknar orðið ávextir (fruit) það sem vex úr egglegi frævunnar á plöntunni en aðrir ætir hlutar hennar kallast grænmeti (vegetables). Í daglegu tali er tilhneigingin sú að það sem menn neyta án matreiðslu er kallað ávöxtur en það sem þarf sérstaka matreiðslu er kallað grænmeti.

Íslenska orðið ávöxtur merkir samkvæmt orðsins hljóðan "eitthvað sem vex á einhverju" og er það þá heimfært á plöntur. Samsvarandi merking í grænmeti blasir við: grænn matur, jurtafæði. Orðin hafa þó greinilega bæði þróast frá þessum frummerkingum sínum.

Oftast er litið svo á að ávöxtur samsvari erlendum orðum eins og fruit eða frugt en þau eru komin af latneska orðinu fructus sem merkir eiginlega "nautn, það að njóta". Frummerking þessara orða er því allt önnur en í ávextinum og því ekki þess að vænta að hann hafi sömu aukamerkingar (connotations).

Enska orðið sem samsvarar grænmeti, vegetable, er komið úr miðaldalatínu og merkir eiginlega "það sem getur vaxið." Hér er þess því ekki heldur að vænta að aukamerkingar falli saman.

Hin fræðilega skilgreining virðist vera á þann veg að til ávaxta teljist allar þær jurtaafurðir sem vaxið hafa úr egglegi (ovary) frævunnar á plöntu og umlykja fræ hennar. Meðal ávaxta eru þá bananar, tómatar, hnetur, apríkósur og baunabelgir. Rætur, hnýði, fræ, lauf, blómknappar og aðrir ætir hlutar plöntunnar teljast grænmeti.

Ávöxtum er aftur skipt í tvennt: holdávexti og þurrávexti. Holdávextir eru þeir sem við eigum heldur að venjast að nefna ávexti: Appelsínur og kirsuber, bláber, jarðarber, ananas og svo framvegis, að ógleymdum tómötum. Þurrávextir eru til dæmis korn og hnetur.

Hversdagsleg notkun orðanna virðist þó heldur styðjast við meðferð matvælanna: Ef matreiðslu er beitt við afurðina og hún notuð sem hluti til dæmis af aðalrétti er hún heldur nefnd grænmeti. Hitt sem borðað er hrátt og oft sem sjálfstæður réttur nefnist þá ávextir. Dæmi um afurðir sem eru ávextir samkvæmt fræðilega skilningnum en kallast þó grænmeti dagsdaglega eru baunir, agúrkur, eggaldin, maís, paprika og tómatar.

Greinarmunurinn á ávöxtum og grænmeti kemur oft við sögu þegar grænmetisætur skilgreina mataræði sitt, samanber svar Jóhönnu Eyrúnar Torfadóttur hér á Vísindavefnum við spurningunni Fá grænmetisætur öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast?. Þar kemur meðal annars fram að það getur skipt máli fyrir fólk hvort móðurplantan verður fyrir skaða þegar afurðin er tekin.

Höfundar

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

30.5.2000

Spyrjandi

Eyrún Nanna Einarsdóttir

Tilvísun

Haukur Már Helgason og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hver er munurinn á ávöxtum og grænmeti?“ Vísindavefurinn, 30. maí 2000, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=478.

Haukur Már Helgason og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 30. maí). Hver er munurinn á ávöxtum og grænmeti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=478

Haukur Már Helgason og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hver er munurinn á ávöxtum og grænmeti?“ Vísindavefurinn. 30. maí. 2000. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=478>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á ávöxtum og grænmeti?
Þessi orð eru notuð bæði í fræðilegu samhengi og í daglegu máli, og merkja þá ekki nákvæmlega hið sama. Í fræðimáli táknar orðið ávextir (fruit) það sem vex úr egglegi frævunnar á plöntunni en aðrir ætir hlutar hennar kallast grænmeti (vegetables). Í daglegu tali er tilhneigingin sú að það sem menn neyta án matreiðslu er kallað ávöxtur en það sem þarf sérstaka matreiðslu er kallað grænmeti.

Íslenska orðið ávöxtur merkir samkvæmt orðsins hljóðan "eitthvað sem vex á einhverju" og er það þá heimfært á plöntur. Samsvarandi merking í grænmeti blasir við: grænn matur, jurtafæði. Orðin hafa þó greinilega bæði þróast frá þessum frummerkingum sínum.

Oftast er litið svo á að ávöxtur samsvari erlendum orðum eins og fruit eða frugt en þau eru komin af latneska orðinu fructus sem merkir eiginlega "nautn, það að njóta". Frummerking þessara orða er því allt önnur en í ávextinum og því ekki þess að vænta að hann hafi sömu aukamerkingar (connotations).

Enska orðið sem samsvarar grænmeti, vegetable, er komið úr miðaldalatínu og merkir eiginlega "það sem getur vaxið." Hér er þess því ekki heldur að vænta að aukamerkingar falli saman.

Hin fræðilega skilgreining virðist vera á þann veg að til ávaxta teljist allar þær jurtaafurðir sem vaxið hafa úr egglegi (ovary) frævunnar á plöntu og umlykja fræ hennar. Meðal ávaxta eru þá bananar, tómatar, hnetur, apríkósur og baunabelgir. Rætur, hnýði, fræ, lauf, blómknappar og aðrir ætir hlutar plöntunnar teljast grænmeti.

Ávöxtum er aftur skipt í tvennt: holdávexti og þurrávexti. Holdávextir eru þeir sem við eigum heldur að venjast að nefna ávexti: Appelsínur og kirsuber, bláber, jarðarber, ananas og svo framvegis, að ógleymdum tómötum. Þurrávextir eru til dæmis korn og hnetur.

Hversdagsleg notkun orðanna virðist þó heldur styðjast við meðferð matvælanna: Ef matreiðslu er beitt við afurðina og hún notuð sem hluti til dæmis af aðalrétti er hún heldur nefnd grænmeti. Hitt sem borðað er hrátt og oft sem sjálfstæður réttur nefnist þá ávextir. Dæmi um afurðir sem eru ávextir samkvæmt fræðilega skilningnum en kallast þó grænmeti dagsdaglega eru baunir, agúrkur, eggaldin, maís, paprika og tómatar.

Greinarmunurinn á ávöxtum og grænmeti kemur oft við sögu þegar grænmetisætur skilgreina mataræði sitt, samanber svar Jóhönnu Eyrúnar Torfadóttur hér á Vísindavefnum við spurningunni Fá grænmetisætur öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast?. Þar kemur meðal annars fram að það getur skipt máli fyrir fólk hvort móðurplantan verður fyrir skaða þegar afurðin er tekin.

...