Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um kampaskottu?

Jón Már Halldórsson

Kampaskotta (Petrobius brevistylis), sem stundum er kölluð kampafló, er frekar frumstætt, vænglaust skordýr af ættbálki stökkskotta (Archaeognatha). Hún er eina tegund stökkskotta sem fundist hefur hér á landi en hún finnst í öllum landshlutum. Hún lifir einkum á grýttum svæðum í fjörukömbum og sjávarhömrum.



Kampaskottur eru líkar á lit og umhverfið sem þær lifa í. Það getur því verið erfitt að koma auga á þær.

Stökkskottur eru samlitar klöppum og steinum þar sem þær halda til og eiga því auðvelt með að felast og renna saman við umhverfið. Þær leynast oftast inn í glufum og sprungum í stórgrýtinu þar sem dimmt er og rakt. Þær lifa sennilega að mestu á þörungum en þó er það ekki alveg vitað. Þetta eru ekki áberandi skordýr en þó má sjá þær skjótast á milli glufa ef vel er að gáð.

Heimild og mynd: Náttúrufræðistofnun Íslands

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

26.6.2008

Spyrjandi

Katrín Hrund Eyþórsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um kampaskottu?“ Vísindavefurinn, 26. júní 2008. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=47872.

Jón Már Halldórsson. (2008, 26. júní). Hvað getið þið sagt mér um kampaskottu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=47872

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um kampaskottu?“ Vísindavefurinn. 26. jún. 2008. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=47872>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um kampaskottu?
Kampaskotta (Petrobius brevistylis), sem stundum er kölluð kampafló, er frekar frumstætt, vænglaust skordýr af ættbálki stökkskotta (Archaeognatha). Hún er eina tegund stökkskotta sem fundist hefur hér á landi en hún finnst í öllum landshlutum. Hún lifir einkum á grýttum svæðum í fjörukömbum og sjávarhömrum.



Kampaskottur eru líkar á lit og umhverfið sem þær lifa í. Það getur því verið erfitt að koma auga á þær.

Stökkskottur eru samlitar klöppum og steinum þar sem þær halda til og eiga því auðvelt með að felast og renna saman við umhverfið. Þær leynast oftast inn í glufum og sprungum í stórgrýtinu þar sem dimmt er og rakt. Þær lifa sennilega að mestu á þörungum en þó er það ekki alveg vitað. Þetta eru ekki áberandi skordýr en þó má sjá þær skjótast á milli glufa ef vel er að gáð.

Heimild og mynd: Náttúrufræðistofnun Íslands...