Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju segja menn "klukk" þegar þeir ná einhverjum í eltingaleik?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld er sagt frá skollaleik sem einnig var kallaður blindingsleikur þar sem bundið var fyrir augun á þeim sem var skollinn. Leikurinn hefur sennilegast borist hingað frá Danmörku þar sem hann er kallaður blindebuk (‘blindi hafur’). Jón giskar á að klukk sé leitt af þýska orðinu Glück ‘hamingja’ en ekki er það öruggt.

Í skollaleiknum fóru menn með ákveðna þulu í upphafi leiksins þegar þeir heilsuðu skolla. Hún er til í fjölmörgum tilbrigðum en þetta er hjá Ólafi Davíðssyni í umfjöllun hans um leiki (1888–1892:103):
Klukk, klukk, skolli

skellur í hverju horni.

Aldrei skaltu mér ná,

fyrr en í kvöld um sólarlag,

þegar þú drepur hestinn þinn

og þig sjálfan þar á.

Síðan hlupu allir af stað og skolli á eftir.


Hugsanlega tengist klukk í eltingaleik barna sögninni að klukka sem er notuð um sérstakt krunk í hrafni.

Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:479) tengir orðið klukk og sögnina að klukka í merkingunni ‘slá laust til einhvers og segja klukk í skollaleik’ helst sögninni að klukka sem notuð er þegar hrafninn krunkar á tiltekinn hátt’. Þegar þetta hljóð heyrist í hrafninum er sagt að hann sé með vatn í nefi og þykir það boða rigningu. Hljóðið klukk sem menn gefa frá sér í skollaleik hefur hugsanlega þótt minna á hljóðið í hrafninum. Sama sögn, klukke, er til í dönsku um gagg í hænum og er einnig hugsanlegt að klukk og klukka hafi borist þaðan sem tökuorð með leiknum.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík, Orðabók Háskólans.
  • Ólafur Davíðsson 1888–1892. Íslenzkar skemtanir. Í: Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur. II. Kaupmannahöfn, Hið íslenzka bókmentafélag.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

9.9.2008

Spyrjandi

Guðný Rós Ámundadóttir, f. 1990

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju segja menn "klukk" þegar þeir ná einhverjum í eltingaleik?“ Vísindavefurinn, 9. september 2008, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=47895.

Guðrún Kvaran. (2008, 9. september). Af hverju segja menn "klukk" þegar þeir ná einhverjum í eltingaleik? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=47895

Guðrún Kvaran. „Af hverju segja menn "klukk" þegar þeir ná einhverjum í eltingaleik?“ Vísindavefurinn. 9. sep. 2008. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=47895>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju segja menn "klukk" þegar þeir ná einhverjum í eltingaleik?
Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld er sagt frá skollaleik sem einnig var kallaður blindingsleikur þar sem bundið var fyrir augun á þeim sem var skollinn. Leikurinn hefur sennilegast borist hingað frá Danmörku þar sem hann er kallaður blindebuk (‘blindi hafur’). Jón giskar á að klukk sé leitt af þýska orðinu Glück ‘hamingja’ en ekki er það öruggt.

Í skollaleiknum fóru menn með ákveðna þulu í upphafi leiksins þegar þeir heilsuðu skolla. Hún er til í fjölmörgum tilbrigðum en þetta er hjá Ólafi Davíðssyni í umfjöllun hans um leiki (1888–1892:103):
Klukk, klukk, skolli

skellur í hverju horni.

Aldrei skaltu mér ná,

fyrr en í kvöld um sólarlag,

þegar þú drepur hestinn þinn

og þig sjálfan þar á.

Síðan hlupu allir af stað og skolli á eftir.


Hugsanlega tengist klukk í eltingaleik barna sögninni að klukka sem er notuð um sérstakt krunk í hrafni.

Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:479) tengir orðið klukk og sögnina að klukka í merkingunni ‘slá laust til einhvers og segja klukk í skollaleik’ helst sögninni að klukka sem notuð er þegar hrafninn krunkar á tiltekinn hátt’. Þegar þetta hljóð heyrist í hrafninum er sagt að hann sé með vatn í nefi og þykir það boða rigningu. Hljóðið klukk sem menn gefa frá sér í skollaleik hefur hugsanlega þótt minna á hljóðið í hrafninum. Sama sögn, klukke, er til í dönsku um gagg í hænum og er einnig hugsanlegt að klukk og klukka hafi borist þaðan sem tökuorð með leiknum.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík, Orðabók Háskólans.
  • Ólafur Davíðsson 1888–1892. Íslenzkar skemtanir. Í: Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur. II. Kaupmannahöfn, Hið íslenzka bókmentafélag.

Mynd:...