Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær komst Fidel Castro til valda á Kúbu?

Lögfræðingurinn Fidel Castro gerði fyrstu byltingartilraun sína 26. júlí 1953 þegar hann gerði misheppnaða árás á herstöð í Santiago de Cuba.

Eftir árs útlegð í Mexíkó gekk Castro á land í Oriente-héraði á Kúbu ásamt 80 mönnum 2. desember 1956. Flestir þessara manna féllu eða voru handteknir, en eftir rúmlega tveggja ára skæruliðabaráttu Castro og fylgismanna hans lagði einræðisherra Kúbu, Fulgencio Batista, niður völd 1. janúar 1959 og flýði land. Manuel Urrutia var skipaður forseti hinnar nýju stjórnar, en Castro varð yfirmaður hersins.


Fidel Castro í Washington, D.C. 15. apríl 1959.

Í febrúar 1959 varð Castro forsætisráðherra Kúbu og í júlí sama ár var Urrutia ýtt úr stjórninni. Þar með var Castro orðinn óumdeildur leiðtogi Kúbu og hefur hann haldið þeirri stöðu síðan.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Útgáfudagur

30.5.2000

Spyrjandi

Arnar Sigurður Ellertsson, f. 1984

Höfundur

Guðmundur Hálfdanarson

prófessor í sagnfræði við HÍ

Tilvísun

Guðmundur Hálfdanarson. „Hvenær komst Fidel Castro til valda á Kúbu?“ Vísindavefurinn, 30. maí 2000. Sótt 6. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=480.

Guðmundur Hálfdanarson. (2000, 30. maí). Hvenær komst Fidel Castro til valda á Kúbu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=480

Guðmundur Hálfdanarson. „Hvenær komst Fidel Castro til valda á Kúbu?“ Vísindavefurinn. 30. maí. 2000. Vefsíða. 6. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=480>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Anna Agnarsdóttir

1947

Anna Agnarsdóttir er prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ. Meginrannsóknarsvið Önnu eru samskipti Íslands við umheiminn á tímabilinu 1500-1830.