Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvað geta ísbirnir verið lengi í kafi?

JMH

Hvítabirnir (Ursus maritimus) eru ágætis kafarar en kafa þó ekki sérstaklega djúpt. Rannsóknir sem hafa verið gerðar í dýragörðum benda til þess að þeir kafi mest niður á 4,5 metra dýpi, en lítið er þó vitað um hversu djúpt þeir kafa í náttúrunni. Sérfræðingar telja þó að það sé mjög hæpið að þeir fari niður fyrir sex metra dýpi.Hér sést hvítabjörn í kafi.

Ísbirnir geta verið í kafi í allt að tvær mínútur í einu. Þeir kafa oft þegar þeir eru á sundi til að átta sig betur á umhverfinu fyrir neðan sig, leita að bráð eða jafnvel til að fela sig fyrir óvinum.

Heimildir:
  • Domico, T. 1988. Bears of the World. Facts on File. New York.

Mynd: Polar Bear Dive á Flickr.com. Mynd eftir Mark Snelson. Öll réttindi áskilin.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

3.7.2008

Spyrjandi

Örvar Óli Björgvinsson

Tilvísun

JMH. „Hvað geta ísbirnir verið lengi í kafi?“ Vísindavefurinn, 3. júlí 2008. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=48159.

JMH. (2008, 3. júlí). Hvað geta ísbirnir verið lengi í kafi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48159

JMH. „Hvað geta ísbirnir verið lengi í kafi?“ Vísindavefurinn. 3. júl. 2008. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48159>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað geta ísbirnir verið lengi í kafi?
Hvítabirnir (Ursus maritimus) eru ágætis kafarar en kafa þó ekki sérstaklega djúpt. Rannsóknir sem hafa verið gerðar í dýragörðum benda til þess að þeir kafi mest niður á 4,5 metra dýpi, en lítið er þó vitað um hversu djúpt þeir kafa í náttúrunni. Sérfræðingar telja þó að það sé mjög hæpið að þeir fari niður fyrir sex metra dýpi.Hér sést hvítabjörn í kafi.

Ísbirnir geta verið í kafi í allt að tvær mínútur í einu. Þeir kafa oft þegar þeir eru á sundi til að átta sig betur á umhverfinu fyrir neðan sig, leita að bráð eða jafnvel til að fela sig fyrir óvinum.

Heimildir:
  • Domico, T. 1988. Bears of the World. Facts on File. New York.

Mynd: Polar Bear Dive á Flickr.com. Mynd eftir Mark Snelson. Öll réttindi áskilin....