Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Verpa svartþrestir á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Svartþröstur (Turdus merula, e. blackbird) er afar algengur víða í Evrópu en nokkuð nýlegur landnemi á Íslandi. Hann verpti fyrst hér á landi í Reykjavík árið 1969 og reglulega eftir 1991. Eftir síðustu aldamót fór stofninn mjög vaxandi og er svartþröstur nú algengur varpfugl í þéttbýli á Suðvesturlandi. Hann verpir einnig í öðrum landshlutum að Austurlandi og Suðausturlandi undanskildu. Talið er að varpstofninn geti verið nokkur þúsund pör. Svartþrösturinn er staðfugl á Íslandi.

Eins og við er að búast er svartþrösturinn svartur á lit. Það á þó aðeins við um karlfuglinn, kvenfuglinn er brúnmóleitur.

Svartþröstur er litlu stærri en skógarþröstur (Turdus illiacus), sú þrastategund sem landsmenn þekkja best. Karlfuglinn er alsvartur með gul-appelsínugulan gogg og áberandi gulan hring í kringum augun en kvenfuglinn er brúnmóleitur með fölgulan gogg. Ungfuglar eru líkir kvenfuglum í útliti. Svartþrestir eru á bilinu 23 – 29 cm á lengd og vega um 125 grömm.

Svartþrestir finnast um nær alla Evrópu og hafa fuglafræðingar metið heildarstofnstærðina í álfunni einhvers staðar á bilinu 80 til 160 milljónir fugla. Svartþrestir finnast í Norður-Afríku, sunnanverðri Asíu og Ástralíu og einnig á Nýja-Sjálandi en þangað voru þeir fluttir.

Eins og hjá öðrum dýrategundum sem hafa mikla útbreiðslu þá greinist tegund svartþrasta í fjölda undirtegunda. Sú sem hefur numið land á Íslandi nefnist Turdus merula merula og verpir einnig í Færeyjum, á Bretlandseyjum og í norðurhluta meginlands Evrópu allt austur til Úralfjalla.

Þar sem svartþrestir eru afar áberandi í umhverfi Evrópubúa hafa þeir komið við sögu í ýmsum skáldsögum og söngtextum. Sjálfsagt er Blackbird með Bítlunum kunnasta lagið þar sem þeir eru nefndir en textinn hefst á þessum línum:

Blackbird singing in the dead of night,

Take these broken wings and learn to fly

All your life,

You were only waiting for this moment to arise.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

3.9.2008

Síðast uppfært

30.8.2023

Spyrjandi

Þorsteinn Hængur Jónsson, f. 1999

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Verpa svartþrestir á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 3. september 2008, sótt 11. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=48163.

Jón Már Halldórsson. (2008, 3. september). Verpa svartþrestir á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=48163

Jón Már Halldórsson. „Verpa svartþrestir á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 3. sep. 2008. Vefsíða. 11. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=48163>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Verpa svartþrestir á Íslandi?
Svartþröstur (Turdus merula, e. blackbird) er afar algengur víða í Evrópu en nokkuð nýlegur landnemi á Íslandi. Hann verpti fyrst hér á landi í Reykjavík árið 1969 og reglulega eftir 1991. Eftir síðustu aldamót fór stofninn mjög vaxandi og er svartþröstur nú algengur varpfugl í þéttbýli á Suðvesturlandi. Hann verpir einnig í öðrum landshlutum að Austurlandi og Suðausturlandi undanskildu. Talið er að varpstofninn geti verið nokkur þúsund pör. Svartþrösturinn er staðfugl á Íslandi.

Eins og við er að búast er svartþrösturinn svartur á lit. Það á þó aðeins við um karlfuglinn, kvenfuglinn er brúnmóleitur.

Svartþröstur er litlu stærri en skógarþröstur (Turdus illiacus), sú þrastategund sem landsmenn þekkja best. Karlfuglinn er alsvartur með gul-appelsínugulan gogg og áberandi gulan hring í kringum augun en kvenfuglinn er brúnmóleitur með fölgulan gogg. Ungfuglar eru líkir kvenfuglum í útliti. Svartþrestir eru á bilinu 23 – 29 cm á lengd og vega um 125 grömm.

Svartþrestir finnast um nær alla Evrópu og hafa fuglafræðingar metið heildarstofnstærðina í álfunni einhvers staðar á bilinu 80 til 160 milljónir fugla. Svartþrestir finnast í Norður-Afríku, sunnanverðri Asíu og Ástralíu og einnig á Nýja-Sjálandi en þangað voru þeir fluttir.

Eins og hjá öðrum dýrategundum sem hafa mikla útbreiðslu þá greinist tegund svartþrasta í fjölda undirtegunda. Sú sem hefur numið land á Íslandi nefnist Turdus merula merula og verpir einnig í Færeyjum, á Bretlandseyjum og í norðurhluta meginlands Evrópu allt austur til Úralfjalla.

Þar sem svartþrestir eru afar áberandi í umhverfi Evrópubúa hafa þeir komið við sögu í ýmsum skáldsögum og söngtextum. Sjálfsagt er Blackbird með Bítlunum kunnasta lagið þar sem þeir eru nefndir en textinn hefst á þessum línum:

Blackbird singing in the dead of night,

Take these broken wings and learn to fly

All your life,

You were only waiting for this moment to arise.

Heimildir og mynd:

...