Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er átt við þegar menn eru að "bralla" eitthvað?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Sögnin að bralla hefur verið notuð í málinu í nokkrar aldir. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá 16. og 17. öld og flest úr kveðskap. Sögnin merkir annars vegar ‘ólátast, smáhrekkja’ en hins vegar að ‘fást við eitthvað, braska’ jafnvel að ‘vera með leynilegt ráðabrugg’. Stundum er það sem fengist er við eitthvað vafasamt en alls ekki alltaf.

Ef talað er um að bralla eitthvað við einhvern er átt við að gera einhverjum smágrikk. Ef spurt er: ,,Hvað hafið þið verið að bralla, krakkar mínir?“ er átt við ,,hvað hafið þið verið að gera, fást við“, og þá er spurt góðlátlega, en ef sagt er: ,,Hvað hafið þið nú verið að bralla krakkaskammir“ er tónninn reiðilegur og krakkarnir vafalaust gert einhver skammarstrik. Ef sagt er um einhvern: ,,Hann brallaði margt um ævina,“ er oftast átt við að sá hinn sami hafi fengist við margt um ævina, oft brask eða stundum vafasöm viðskipti. Að bralla einhverju í einhvern er að reyna með brögðum að fá einhvern til að gera einhver viðskipti til dæmis.: ,,Hrossaprangarinn brallaði hestinum í auðmanninn.“

Af sögninni er dregið nafnorðið brall ‘hrekkir; brask, ráðabrugg’ og náskylt er orðið brallok í merkingunni ‘brask’. Í Norðurlandamálum eru til skyldar sagnir en merkingin er tengd hávaða eins og í dönsku bralle ‘masa’, nýnorsku bralla ‘hafa hátt, ólátast’ og monti eins og í færeysku brala ‘gorta’.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

27.10.2008

Spyrjandi

Bryndís Leifsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er átt við þegar menn eru að "bralla" eitthvað?“ Vísindavefurinn, 27. október 2008, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=48169.

Guðrún Kvaran. (2008, 27. október). Hvað er átt við þegar menn eru að "bralla" eitthvað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=48169

Guðrún Kvaran. „Hvað er átt við þegar menn eru að "bralla" eitthvað?“ Vísindavefurinn. 27. okt. 2008. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=48169>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er átt við þegar menn eru að "bralla" eitthvað?
Sögnin að bralla hefur verið notuð í málinu í nokkrar aldir. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá 16. og 17. öld og flest úr kveðskap. Sögnin merkir annars vegar ‘ólátast, smáhrekkja’ en hins vegar að ‘fást við eitthvað, braska’ jafnvel að ‘vera með leynilegt ráðabrugg’. Stundum er það sem fengist er við eitthvað vafasamt en alls ekki alltaf.

Ef talað er um að bralla eitthvað við einhvern er átt við að gera einhverjum smágrikk. Ef spurt er: ,,Hvað hafið þið verið að bralla, krakkar mínir?“ er átt við ,,hvað hafið þið verið að gera, fást við“, og þá er spurt góðlátlega, en ef sagt er: ,,Hvað hafið þið nú verið að bralla krakkaskammir“ er tónninn reiðilegur og krakkarnir vafalaust gert einhver skammarstrik. Ef sagt er um einhvern: ,,Hann brallaði margt um ævina,“ er oftast átt við að sá hinn sami hafi fengist við margt um ævina, oft brask eða stundum vafasöm viðskipti. Að bralla einhverju í einhvern er að reyna með brögðum að fá einhvern til að gera einhver viðskipti til dæmis.: ,,Hrossaprangarinn brallaði hestinum í auðmanninn.“

Af sögninni er dregið nafnorðið brall ‘hrekkir; brask, ráðabrugg’ og náskylt er orðið brallok í merkingunni ‘brask’. Í Norðurlandamálum eru til skyldar sagnir en merkingin er tengd hávaða eins og í dönsku bralle ‘masa’, nýnorsku bralla ‘hafa hátt, ólátast’ og monti eins og í færeysku brala ‘gorta’....