Sólin Sólin Rís 05:24 • sest 21:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:09 • Sest 13:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:04 • Síðdegis: 22:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:54 • Síðdegis: 16:10 í Reykjavík

Hvert er latneska heitið á apanum Marcel sem kemur fram í fyrstu þáttaröðinni um Vini eða Friends?

Jón Már Halldórsson og Jón Gunnar Þorsteinsson

Í fyrstu þáttaröðinni af Vinum (e. Friends) kemur apinn Marcel nokkuð við sögu en hann var í eigu persónunnar Ross Geller sem leikinn var af David Schwimmer. Tveir kvenapar tóku að sér hlutverk Marcels í þáttunum og apinn var fyrsti vinurinn sem yfirgaf þáttaröðina fyrir frægð og frama í Hollywood. Aparnir tveir hafa „leikið“ í nokkrum vinsælum kvikmyndum, meðal annars Outbreak (1995), Instinct (1999) og Flintstones II: Viva Rock Vegas (2000).Vinirnir Ross og Marcel á góðri stundu.

Aparnir sem léku Marcel eru af tegundinni Cebus capucinus sem nefnist á ensku 'capuchin monkey' eða 'white-faced capuchin'. Heiti þeirra er dregið af nafni hettumunka (ít. Cappuccini) því þeir hafa svartan koll sem minnir á munkahettu. Hettumunkareglan er ströng grein Fransiskanareglunnar, stofnuð snemma á 16. öld og auk hettunnar söfnuðu munkarnir síðu skeggi, gengu um berfættir í sandölum klæddir brúnum kufli.

Hettuaparnir lifa í þéttum skógum á svæðinu frá norðanverðri Kólumbíu norður til Hondúras í Mið-Ameríku. Þeir eru alætur, éta meðal annars trjábörk, safaríkar jurtir, ávexti, egg, ýmis skordýr og lindýr, svo nokkuð sé nefnt. Þeir lifa í hópum sem samanstanda af 6-20 dýrum, oftast nokkur skyld kvendýr, ungviði þeirra og fáein karldýr.

Hettuaparnir eru afar fjörugir og greindir og eru þess vegna langalgengustu aparnir í skemmtanaiðnaðinum. Þeir eru einnig töluvert notaðir í rannsóknum á greind og gáfnafari, þar sem auðvelt hefur reynst að kenna þeim. Þeir eru álitnir gáfaðastir apa nýja heimsins.Kvendýr og ungi af tegundinni Cebus capucinus í náttúrulegum heimkynnum.

Hettuaparnir eru hins vegar ekki góð gæludýr þar sem þeir aðlagast illa lífi á heimilum fólks. Þeir eiga það til að rífa og tæta húsgögn og verða fljótt taugatrekktir og skapstyggir. Sennilega hefur Marcel verið slæmur á taugum við gerð þáttanna um bandarísku vinina, því fregnir herma að hann hafi pissað í tíma og ótíma á tökustað og auk þess kastað lausamunum í samstarfsfólk sitt. Apar eiga það til að hegða sér á þennan hátt þegar þeir eru illa fyrirkallaðir. Af sambærilegri hegðun apa er meðal annars dregið enska orðatiltækið "to go apeshit" en um það er hægt að lesa nánar í svari á Vísindavefnum við spurningunni Hvað þýðir það nákvæmlega þegar Bandaríkjamenn tala um "to go apeshit"?

Þess má í lokin geta að hettuaparnir eru vinsælustu apar í haldi manna í Norður-Ameríku og Evrópu. Þó tegundin sé ekki í bráðri hættu er allur útflutningur á þeim nú stranglega bannaður.

Heimildir og myndir:

Höfundar

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

7.3.2005

Spyrjandi

Ósk Sigurjónsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Jón Már Halldórsson og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvert er latneska heitið á apanum Marcel sem kemur fram í fyrstu þáttaröðinni um Vini eða Friends?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2005. Sótt 17. ágúst 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=4819.

Jón Már Halldórsson og Jón Gunnar Þorsteinsson. (2005, 7. mars). Hvert er latneska heitið á apanum Marcel sem kemur fram í fyrstu þáttaröðinni um Vini eða Friends? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4819

Jón Már Halldórsson og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvert er latneska heitið á apanum Marcel sem kemur fram í fyrstu þáttaröðinni um Vini eða Friends?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2005. Vefsíða. 17. ágú. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4819>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er latneska heitið á apanum Marcel sem kemur fram í fyrstu þáttaröðinni um Vini eða Friends?
Í fyrstu þáttaröðinni af Vinum (e. Friends) kemur apinn Marcel nokkuð við sögu en hann var í eigu persónunnar Ross Geller sem leikinn var af David Schwimmer. Tveir kvenapar tóku að sér hlutverk Marcels í þáttunum og apinn var fyrsti vinurinn sem yfirgaf þáttaröðina fyrir frægð og frama í Hollywood. Aparnir tveir hafa „leikið“ í nokkrum vinsælum kvikmyndum, meðal annars Outbreak (1995), Instinct (1999) og Flintstones II: Viva Rock Vegas (2000).Vinirnir Ross og Marcel á góðri stundu.

Aparnir sem léku Marcel eru af tegundinni Cebus capucinus sem nefnist á ensku 'capuchin monkey' eða 'white-faced capuchin'. Heiti þeirra er dregið af nafni hettumunka (ít. Cappuccini) því þeir hafa svartan koll sem minnir á munkahettu. Hettumunkareglan er ströng grein Fransiskanareglunnar, stofnuð snemma á 16. öld og auk hettunnar söfnuðu munkarnir síðu skeggi, gengu um berfættir í sandölum klæddir brúnum kufli.

Hettuaparnir lifa í þéttum skógum á svæðinu frá norðanverðri Kólumbíu norður til Hondúras í Mið-Ameríku. Þeir eru alætur, éta meðal annars trjábörk, safaríkar jurtir, ávexti, egg, ýmis skordýr og lindýr, svo nokkuð sé nefnt. Þeir lifa í hópum sem samanstanda af 6-20 dýrum, oftast nokkur skyld kvendýr, ungviði þeirra og fáein karldýr.

Hettuaparnir eru afar fjörugir og greindir og eru þess vegna langalgengustu aparnir í skemmtanaiðnaðinum. Þeir eru einnig töluvert notaðir í rannsóknum á greind og gáfnafari, þar sem auðvelt hefur reynst að kenna þeim. Þeir eru álitnir gáfaðastir apa nýja heimsins.Kvendýr og ungi af tegundinni Cebus capucinus í náttúrulegum heimkynnum.

Hettuaparnir eru hins vegar ekki góð gæludýr þar sem þeir aðlagast illa lífi á heimilum fólks. Þeir eiga það til að rífa og tæta húsgögn og verða fljótt taugatrekktir og skapstyggir. Sennilega hefur Marcel verið slæmur á taugum við gerð þáttanna um bandarísku vinina, því fregnir herma að hann hafi pissað í tíma og ótíma á tökustað og auk þess kastað lausamunum í samstarfsfólk sitt. Apar eiga það til að hegða sér á þennan hátt þegar þeir eru illa fyrirkallaðir. Af sambærilegri hegðun apa er meðal annars dregið enska orðatiltækið "to go apeshit" en um það er hægt að lesa nánar í svari á Vísindavefnum við spurningunni Hvað þýðir það nákvæmlega þegar Bandaríkjamenn tala um "to go apeshit"?

Þess má í lokin geta að hettuaparnir eru vinsælustu apar í haldi manna í Norður-Ameríku og Evrópu. Þó tegundin sé ekki í bráðri hættu er allur útflutningur á þeim nú stranglega bannaður.

Heimildir og myndir:...