Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um maríubjöllur?

Jón Már Halldórsson

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvað borða maríubjöllur?
  • Hvar finn ég upplýsingar um maríubjöllu á netinu?
  • Eru maríuhænur á Íslandi?

Maríubjöllur (Coccinellidae) er í raun sérstök ætt bjalla og innan ættarinnar eru um 4.500 tegundir sem finnast um allt þurrlendi jarðar. Þær eru kúlulaga og eru skjaldvængirnir í skærum litum með svörtum blettum. Fjöldi bletta er gjarnan tegundabundinn og því fer enska tegundaheitið oft eftir því hversu margir blettir eru á skjaldavængjunum, til dæmis 'seven spotted ladybird beetle' eða 'eleven spotted ladybird beetle'.



Nokkrar maríubjöllur.

Flestar tegundir maríubjallna eru rándýr og það sama á við um lirfur þeirra. Tegundirnar lifa oftast á ýmsum tegundum blaðlúsa, lirfum eða öðrum skordýrum sem nærast á jurtum. Þar sem trjálýs geta valdið miklum skaða í trjáræktun og annars konar ræktun eru maríubjöllur góðir bandamenn í því að halda þeim í skefjum. Þéttleiki maríubjallna ræðst mjög af því hversu mikið er af lúsum eða öðrum skordýrum til staðar í umhverfi þeirra.

Maríubjöllur eiga sér þó einnig óvini, meðal annars eru nokkrar tegundir vespna sem nota bjöllulirfur sem forðabúr fyrir sínar eigin lirfur. Vespurnar verpa eggjum í bjöllulirfur og þegar þau klekjast út éta vespulirfurnar bjöllulirfurnar og ná þannig að vaxa og þroskast. Dæmi um þetta er tegundin Pediobius foveolatus sem kemur eggjum sínum fyrir í lirfum mexíkósku baunabjöllunnar (Epilachna varivestis).

Baunabjallan er raunar ólík flestum öðrum maríubjöllum þar sem hún lifir á plöntum og getur valdið gríðarlegu tjóni á baunaplöntum, aðallega í Mexíkó og fylkjunum vestur af Klettafjöllunum í Bandaríkjunum. Það eru bæði lirfan og fullorðnu dýrin sem éta baunaplöntuna, aðallega laufblöðin en einnig vaxtasprotana og blómin og valda á hverju ári miklu tjóni á ræktuninni á ofantöldum svæðum.



a) Lirfa mexíkósku baunabjöllunnar (Epilachna varivestis).
b) Fullorðin bjalla sömu tegundar.

Tvær tegundir maríubjallna lifa hér á landi, maríuhæna (Coccinella undecimpunctata) og maríutítla (Scymus limonii). Nokkrar aðrar tegundir hafa fundist hér en þær hafa sjálfsagt borist með vörum erlendis frá og lifa hér ekki að staðaldri.

Maríuhæna er um 4 mm á lengd með svart höfuð og á skjaldvængjum eru ellefu svartir dílar eins og tegundaheitið undecimpunctata vísar til. Reyndar eru blettirnir undantekningalaust færri hjá íslenskum maríuhænum þar sem þeir hafa runnið saman með þeim afleiðingum að það eru stórar og óreglulegar svartar skellur á skjaldvængjunum.

Maríuhænur í norðanverðri Skandinavíu hafa einnig samvaxnar skellur og hafa menn fært rök fyrir því að samband sé á milli litaafbrigða og veðurfars. Þetta á einnig við um önnur dýr með misheitt blóð en talið er að dýr á suðlægum breiddargráðum séu ljósari en einstaklingar sömu tegundar á norðlægari svæðum þar sem svartur litur gleypir betur sólarljós og sólarljósið er mun takmarkaðra því lengra sem farið er frá miðbaug.

Íslenskar maríuhænur eru venjulega á ferli frá því snemma á vorin (apríl) og fram í september. Þær verpa fyrri hluta sumars og lirfurnar eru fullvaxnar og púpa sig í ágúst. Bjöllurnar skríða úr púpu snemma hausts og leggjast síðan í dvala þegar kólna tekur. Maríuhænur finnast víða í gróðurlendi hér á landi en eru þó algengastar í skóglendi. Þær leita mjög í birki og veiða blaðlýs.

Maríutítla er mun minni en maríuhæna eða aðeins um 2 mm á lengd og með einn aflangan rauðan flekk á hvorum skjaldvæng. Hún finnst á láglendi um allt land.

Á veraldarvefnum er mikill fjöldi síðna um maríubjöllur, bæði þar sem fjallað er almennt um ættina og eins um bjöllur á einstökum svæðum. Heppilegustu leitarorðin eru annað hvort Coccinellidae sem er ættarheitið yfir maríubjöllur eða enska heitið ladybird beetle. Hér fyrir neðan eru tilgreindar tvær síður en áhugasömum lesendum er látið eftir að finna aðrar.

Helstu heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

8.3.2005

Spyrjandi

6. bekkur Ó.S. Seljaskóla
Berglind Númadóttir
Agnar Þór Bjartmars
Halla Jónsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um maríubjöllur?“ Vísindavefurinn, 8. mars 2005, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4822.

Jón Már Halldórsson. (2005, 8. mars). Hvað getið þið sagt mér um maríubjöllur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4822

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um maríubjöllur?“ Vísindavefurinn. 8. mar. 2005. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4822>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um maríubjöllur?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hvað borða maríubjöllur?
  • Hvar finn ég upplýsingar um maríubjöllu á netinu?
  • Eru maríuhænur á Íslandi?

Maríubjöllur (Coccinellidae) er í raun sérstök ætt bjalla og innan ættarinnar eru um 4.500 tegundir sem finnast um allt þurrlendi jarðar. Þær eru kúlulaga og eru skjaldvængirnir í skærum litum með svörtum blettum. Fjöldi bletta er gjarnan tegundabundinn og því fer enska tegundaheitið oft eftir því hversu margir blettir eru á skjaldavængjunum, til dæmis 'seven spotted ladybird beetle' eða 'eleven spotted ladybird beetle'.



Nokkrar maríubjöllur.

Flestar tegundir maríubjallna eru rándýr og það sama á við um lirfur þeirra. Tegundirnar lifa oftast á ýmsum tegundum blaðlúsa, lirfum eða öðrum skordýrum sem nærast á jurtum. Þar sem trjálýs geta valdið miklum skaða í trjáræktun og annars konar ræktun eru maríubjöllur góðir bandamenn í því að halda þeim í skefjum. Þéttleiki maríubjallna ræðst mjög af því hversu mikið er af lúsum eða öðrum skordýrum til staðar í umhverfi þeirra.

Maríubjöllur eiga sér þó einnig óvini, meðal annars eru nokkrar tegundir vespna sem nota bjöllulirfur sem forðabúr fyrir sínar eigin lirfur. Vespurnar verpa eggjum í bjöllulirfur og þegar þau klekjast út éta vespulirfurnar bjöllulirfurnar og ná þannig að vaxa og þroskast. Dæmi um þetta er tegundin Pediobius foveolatus sem kemur eggjum sínum fyrir í lirfum mexíkósku baunabjöllunnar (Epilachna varivestis).

Baunabjallan er raunar ólík flestum öðrum maríubjöllum þar sem hún lifir á plöntum og getur valdið gríðarlegu tjóni á baunaplöntum, aðallega í Mexíkó og fylkjunum vestur af Klettafjöllunum í Bandaríkjunum. Það eru bæði lirfan og fullorðnu dýrin sem éta baunaplöntuna, aðallega laufblöðin en einnig vaxtasprotana og blómin og valda á hverju ári miklu tjóni á ræktuninni á ofantöldum svæðum.



a) Lirfa mexíkósku baunabjöllunnar (Epilachna varivestis).
b) Fullorðin bjalla sömu tegundar.

Tvær tegundir maríubjallna lifa hér á landi, maríuhæna (Coccinella undecimpunctata) og maríutítla (Scymus limonii). Nokkrar aðrar tegundir hafa fundist hér en þær hafa sjálfsagt borist með vörum erlendis frá og lifa hér ekki að staðaldri.

Maríuhæna er um 4 mm á lengd með svart höfuð og á skjaldvængjum eru ellefu svartir dílar eins og tegundaheitið undecimpunctata vísar til. Reyndar eru blettirnir undantekningalaust færri hjá íslenskum maríuhænum þar sem þeir hafa runnið saman með þeim afleiðingum að það eru stórar og óreglulegar svartar skellur á skjaldvængjunum.

Maríuhænur í norðanverðri Skandinavíu hafa einnig samvaxnar skellur og hafa menn fært rök fyrir því að samband sé á milli litaafbrigða og veðurfars. Þetta á einnig við um önnur dýr með misheitt blóð en talið er að dýr á suðlægum breiddargráðum séu ljósari en einstaklingar sömu tegundar á norðlægari svæðum þar sem svartur litur gleypir betur sólarljós og sólarljósið er mun takmarkaðra því lengra sem farið er frá miðbaug.

Íslenskar maríuhænur eru venjulega á ferli frá því snemma á vorin (apríl) og fram í september. Þær verpa fyrri hluta sumars og lirfurnar eru fullvaxnar og púpa sig í ágúst. Bjöllurnar skríða úr púpu snemma hausts og leggjast síðan í dvala þegar kólna tekur. Maríuhænur finnast víða í gróðurlendi hér á landi en eru þó algengastar í skóglendi. Þær leita mjög í birki og veiða blaðlýs.

Maríutítla er mun minni en maríuhæna eða aðeins um 2 mm á lengd og með einn aflangan rauðan flekk á hvorum skjaldvæng. Hún finnst á láglendi um allt land.

Á veraldarvefnum er mikill fjöldi síðna um maríubjöllur, bæði þar sem fjallað er almennt um ættina og eins um bjöllur á einstökum svæðum. Heppilegustu leitarorðin eru annað hvort Coccinellidae sem er ættarheitið yfir maríubjöllur eða enska heitið ladybird beetle. Hér fyrir neðan eru tilgreindar tvær síður en áhugasömum lesendum er látið eftir að finna aðrar.

Helstu heimildir og myndir:...