Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er ilmbjörk auðveld til ræktunar á melum landsins?

Svarið við spurningunni er já. Hins vegar er birki í eðli sínu nokkuð þurftafrek tegund hvað varðar næringarefni í jarðvegi ef hún á að ná sæmilegum vexti og melar eru yfirleitt mjög rýrir. Það er því líklegt að birki verði bæði seinvaxið og smávaxið á melum ef ekkert annað kemur til. Nauðsynlegt er því að nota áburð við gróðursetningu og gott að bera á trén nokkrum sinnum fyrstu árin. Lúpína hjálpar líka mjög upp á næringarástandið.Birki í um 600 metra hæð í Austurdal.

Mynd: Ferðafélag Skagfirðinga.

Útgáfudagur

15.3.2005

Spyrjandi

Árni Eyjólfsson

Höfundur

Þröstur Eysteinsson

skógræktarstjóri

Tilvísun

Þröstur Eysteinsson. „Er ilmbjörk auðveld til ræktunar á melum landsins? “ Vísindavefurinn, 15. mars 2005. Sótt 24. ágúst 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=4838.

Þröstur Eysteinsson. (2005, 15. mars). Er ilmbjörk auðveld til ræktunar á melum landsins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4838

Þröstur Eysteinsson. „Er ilmbjörk auðveld til ræktunar á melum landsins? “ Vísindavefurinn. 15. mar. 2005. Vefsíða. 24. ágú. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4838>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Hrönn Ólína Jörundsdóttir

1978

Hrönn Ólína Jörundsdóttir er sviðsstjóri Mæliþjónustu og rannsóknarinnviða hjá Matís. Hún hefur stundað fjölbreyttar rannsóknir á mismunandi mengun, meðal annars á málmum og þungmálmum í íslensku umhverfi og matvælum, heildarútsetningu Íslendinga fyrir þungmálmum, áhrifum skipasiglinga á viðkvæmum norðurslóðum og magn plastagna sem sleppa út í hafið kringum landið.