Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar vex lambagras?

Lambagras (Silene acaulis) vex um allt Ísland, bæði á hálendi og láglendi. Kjörlendi þess eru melar, valllendi og klettar. Lambagras er afar harðger jurt og er meðal einkennisjurta íslenskrar flóru.


Lambagras (Silene acaulis)

Lambagras vex víða á norðurhveli jarðar. Í Norður-Ameríku vex það í nyrstu héruðum Bandaríkjanna, í Kanada og á Grænlandi. Einnig vex það á Svalbarða, í norðanverðri Evrópu og á helstu fjallasvæðum Evrópu svo sem í Ölpunum, Pýreneafjöllum og Karpatafjöllum. Hins vegar nær útbreiðsla lambagrass ekki alla leið umhverfis norðurpól því plantan finnst ekki í Síberíu.



Útbreiðsla lambagrass.

Íslenskar heimasíður um lambagras:

Heimild og myndir:

Útgáfudagur

17.3.2005

Spyrjandi

Valgerður Einarsdóttir

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvar vex lambagras?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2005. Sótt 9. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=4843.

Jón Már Halldórsson. (2005, 17. mars). Hvar vex lambagras? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4843

Jón Már Halldórsson. „Hvar vex lambagras?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2005. Vefsíða. 9. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4843>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Baldur Þórhallsson

1968

Baldur Þórhallsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Rannsókna- og kennslusvið Baldurs varða smáríki, utanríkisstefnu Íslands, Evrópufræði og alþjóðasamskipti.