Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gerist í líkamanum þegar manneskja tekur of stóran skammt af svefntöflum?

Svefntöflur auka áhrif efnisins GABA, en það er hamlandi taugaboðefni í heilanum sem dregur meðal annars úr öndun. Þess vegna veldur of stór skammtur af svefntöflum því að viðkomandi kafnar.

GABA dregur einnig úr líkamlegri getu og er talið að árlega látist nokkur hópur fólks af völdum slysa sem tengjast svefntöflunotkun. Dæmi um slík slys eru bílslys og föll.

Nánar má lesa um róandi lyf og svefnlyf í grein Þorkels Jóhannessonar á Doktor.is.

Heimild: Apollo Health.

Útgáfudagur

18.3.2005

Spyrjandi

Guðný Svava
Guðmundudóttir

Höfundur

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað gerist í líkamanum þegar manneskja tekur of stóran skammt af svefntöflum?“ Vísindavefurinn, 18. mars 2005. Sótt 25. ágúst 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=4845.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2005, 18. mars). Hvað gerist í líkamanum þegar manneskja tekur of stóran skammt af svefntöflum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4845

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað gerist í líkamanum þegar manneskja tekur of stóran skammt af svefntöflum?“ Vísindavefurinn. 18. mar. 2005. Vefsíða. 25. ágú. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4845>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Jónas R. Viðarsson

1971

Jónas R. Viðarsson er faglegur leiðtogi á sviði Rannsókna og Nýsköpunar hjá Matís ohf. þar sem hann fer fyrir faghóp er kallast „örugg virðiskeðja matvæla“. Rannsóknir Jónasar eru af ýmsum toga og snúa meðal annars að fiskveiðistjórnun, sjálfbærni, úrbótum í virðiskeðjum sjávarafurða og rekjanleika, svo fátt eitt sé talið.