Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að smitast af HIV ef maður kyssir einhvern sem er smitaður?

Gunnar Þór Magnússon

HIV-veiran smitast aðallega á milli einstaklinga gegnum óvarðar samfarir, með sprautum eða sprautunálum, við blóðgjöf, eða frá móður til barns á meðgöngu, við fæðingu eða við brjóstagjöf. Af öllum þeim milljónum HIV-smita sem eru þekkt er aðeins vitað um eitt tilfelli þar sem veiran barst á milli manna með kossum. Í því tilfelli voru báðir einstaklingarnir með sár í munni og veiran barst á milli þeirra með blóðblöndun.

Veiran berst á milli manna gegnum blóð, sæði, sáðvökva, leggangaslím eða brjóstamjólk. Þar sem þessir vessar finnast ekki venjulega í munnum fólks er nær óhugsandi að smitast af HIV við að kyssa smitaðan einstakling, en eins og dæmið að ofan sýnir er það ekki útilokað.

Grænu dílarnir á myndinni eru HIV-veirur.

HIV-veiran hefur fundist í þvagi, tárum og munnvatni sýktra einstaklinga, en þó í mjög litlu magni og engin dæmi eru þekkt um að veiran hafi smitast á milli manna gegnum þá vessa.

Meira má lesa um HIV og alnæmi í svörum við spurningunum Er alnæmi það sama og HIV-veiran? og Getur maður fengið HIV-veiruna við sjálfsfróun?

Heimild og mynd:

Höfundur

Gunnar Þór Magnússon

stærðfræðingur

Útgáfudagur

8.7.2009

Síðast uppfært

19.6.2018

Spyrjandi

Kristey Briet Gísladóttir

Tilvísun

Gunnar Þór Magnússon. „Er hægt að smitast af HIV ef maður kyssir einhvern sem er smitaður?“ Vísindavefurinn, 8. júlí 2009, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=48481.

Gunnar Þór Magnússon. (2009, 8. júlí). Er hægt að smitast af HIV ef maður kyssir einhvern sem er smitaður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=48481

Gunnar Þór Magnússon. „Er hægt að smitast af HIV ef maður kyssir einhvern sem er smitaður?“ Vísindavefurinn. 8. júl. 2009. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=48481>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að smitast af HIV ef maður kyssir einhvern sem er smitaður?
HIV-veiran smitast aðallega á milli einstaklinga gegnum óvarðar samfarir, með sprautum eða sprautunálum, við blóðgjöf, eða frá móður til barns á meðgöngu, við fæðingu eða við brjóstagjöf. Af öllum þeim milljónum HIV-smita sem eru þekkt er aðeins vitað um eitt tilfelli þar sem veiran barst á milli manna með kossum. Í því tilfelli voru báðir einstaklingarnir með sár í munni og veiran barst á milli þeirra með blóðblöndun.

Veiran berst á milli manna gegnum blóð, sæði, sáðvökva, leggangaslím eða brjóstamjólk. Þar sem þessir vessar finnast ekki venjulega í munnum fólks er nær óhugsandi að smitast af HIV við að kyssa smitaðan einstakling, en eins og dæmið að ofan sýnir er það ekki útilokað.

Grænu dílarnir á myndinni eru HIV-veirur.

HIV-veiran hefur fundist í þvagi, tárum og munnvatni sýktra einstaklinga, en þó í mjög litlu magni og engin dæmi eru þekkt um að veiran hafi smitast á milli manna gegnum þá vessa.

Meira má lesa um HIV og alnæmi í svörum við spurningunum Er alnæmi það sama og HIV-veiran? og Getur maður fengið HIV-veiruna við sjálfsfróun?

Heimild og mynd:

...