Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Þegar maður er í megrun eða með lystarstol hvort ræðst líkaminn á fituna eða vöðvana í líkamanum?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Í stuttu máli er svarið við spurningunni það að líkaminn gengur bæði á fitu og vöðvaprótín ef honum er neitað um fæðu í einhvern tíma.

Fita, prótín og sykrur eru orkuefni eða eldsneyti líkamans. Þegar inntaka fæðu (og þar með orkuefna) minnkar við megrun eða föstu þarf líkaminn að nota orkubirgðir sínar til að halda líkamsstarfseminni gangandi. Þessar orkubirgðir eru af mismunandi gerðum og í mismiklu magni í líkamanum.

Það fyrsta sem líkaminn nýtir sér eru sykrurnar. Þær eru geymdar sem fjölsykran glýkógen í lifrinni og einnig svolítið í vöðvunum. Glýkógeni er sundrað í einsykruna glúkósa en það er eina eldsneytið sem heili okkar getur nýtt sér. Glýkógenbirgðir líkamans eru ekki nema um hálft kíló og þegar þær eru uppurnar snýr líkaminn sér að myndun ketónkorna (e. ketone bodies) úr fitu.

Flestir vefir geta með góðu móti notfært sér ketónkorn sem eldsneyti en heilinn er ekki í þeim hópi. Glúkósaþörf heilans gerir það að verkum að líkaminn neyðist til að mynda nýjan glúkósa þegar ekkert er eftir af honum í líkamanum. Það gerir hann ekki með því að breyta fitu í glúkósa heldur með því að ganga á prótín vöðvanna og umbreyta þeim í glúkósa. Með þessu móti helst lífsnauðsynleg heilastarfsemi gangandi en afleiðingin er sú að vöðvarnir rýrna. Ef fastað er lengi getur jafnvel farið svo að önnur prótín en vöðvaprótín séu notuð sem hráefni til glúkósamyndunar og getur það á endanum leitt til dauða.

Á Vísindavefnum er að finna fjölmörg svör um skyld efni, til dæmis:

Heimild: Wikipedia.

Höfundur

Útgáfudagur

22.3.2005

Spyrjandi

Maríanna Þorvarðardóttir, f. 1989

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Þegar maður er í megrun eða með lystarstol hvort ræðst líkaminn á fituna eða vöðvana í líkamanum?“ Vísindavefurinn, 22. mars 2005, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4849.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2005, 22. mars). Þegar maður er í megrun eða með lystarstol hvort ræðst líkaminn á fituna eða vöðvana í líkamanum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4849

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Þegar maður er í megrun eða með lystarstol hvort ræðst líkaminn á fituna eða vöðvana í líkamanum?“ Vísindavefurinn. 22. mar. 2005. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4849>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Þegar maður er í megrun eða með lystarstol hvort ræðst líkaminn á fituna eða vöðvana í líkamanum?
Í stuttu máli er svarið við spurningunni það að líkaminn gengur bæði á fitu og vöðvaprótín ef honum er neitað um fæðu í einhvern tíma.

Fita, prótín og sykrur eru orkuefni eða eldsneyti líkamans. Þegar inntaka fæðu (og þar með orkuefna) minnkar við megrun eða föstu þarf líkaminn að nota orkubirgðir sínar til að halda líkamsstarfseminni gangandi. Þessar orkubirgðir eru af mismunandi gerðum og í mismiklu magni í líkamanum.

Það fyrsta sem líkaminn nýtir sér eru sykrurnar. Þær eru geymdar sem fjölsykran glýkógen í lifrinni og einnig svolítið í vöðvunum. Glýkógeni er sundrað í einsykruna glúkósa en það er eina eldsneytið sem heili okkar getur nýtt sér. Glýkógenbirgðir líkamans eru ekki nema um hálft kíló og þegar þær eru uppurnar snýr líkaminn sér að myndun ketónkorna (e. ketone bodies) úr fitu.

Flestir vefir geta með góðu móti notfært sér ketónkorn sem eldsneyti en heilinn er ekki í þeim hópi. Glúkósaþörf heilans gerir það að verkum að líkaminn neyðist til að mynda nýjan glúkósa þegar ekkert er eftir af honum í líkamanum. Það gerir hann ekki með því að breyta fitu í glúkósa heldur með því að ganga á prótín vöðvanna og umbreyta þeim í glúkósa. Með þessu móti helst lífsnauðsynleg heilastarfsemi gangandi en afleiðingin er sú að vöðvarnir rýrna. Ef fastað er lengi getur jafnvel farið svo að önnur prótín en vöðvaprótín séu notuð sem hráefni til glúkósamyndunar og getur það á endanum leitt til dauða.

Á Vísindavefnum er að finna fjölmörg svör um skyld efni, til dæmis:

Heimild: Wikipedia....