Eru dekkri viðartegundir í heitum löndum og ljósari í kaldari löndum? Eða er reglan „dökkur jarðvegur = dökkur viður“?Litur viðar er hvorki háður veðurfari né jarðvegi. Það vill svo til að flestar trjátegundir í barrskógabeltinu (köldu löndunum) eru með frekar ljósan við en á því eru þó nokkrar undantekningar. Kjarnviðurinn í lerki getur verið býsna dökkur og viður gullregns, sem er algengt garðtré hér á landi, er súkkulaðibrúnn. Þær trjátegundir úr hitabeltinu sem við þekkjum einna best, svo sem tekk og mahoní, eru með dökkan við, en þar eru einnig margar tegundir með ljósan við.
Vaxa dekkri viðartegundir í heitu löndunum?
Útgáfudagur
22.3.2005
Spyrjandi
Skúli Rúnar Jónsson
Tilvísun
Þröstur Eysteinsson. „Vaxa dekkri viðartegundir í heitu löndunum?“ Vísindavefurinn, 22. mars 2005, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4850.
Þröstur Eysteinsson. (2005, 22. mars). Vaxa dekkri viðartegundir í heitu löndunum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4850
Þröstur Eysteinsson. „Vaxa dekkri viðartegundir í heitu löndunum?“ Vísindavefurinn. 22. mar. 2005. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4850>.