Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Vaxa dekkri viðartegundir í heitu löndunum?

Þröstur Eysteinsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Eru dekkri viðartegundir í heitum löndum og ljósari í kaldari löndum? Eða er reglan „dökkur jarðvegur = dökkur viður“?
Litur viðar er hvorki háður veðurfari né jarðvegi. Það vill svo til að flestar trjátegundir í barrskógabeltinu (köldu löndunum) eru með frekar ljósan við en á því eru þó nokkrar undantekningar. Kjarnviðurinn í lerki getur verið býsna dökkur og viður gullregns, sem er algengt garðtré hér á landi, er súkkulaðibrúnn. Þær trjátegundir úr hitabeltinu sem við þekkjum einna best, svo sem tekk og mahoní, eru með dökkan við, en þar eru einnig margar tegundir með ljósan við.



Lerki er dæmi um trjátegund sem vex á norðurslóðum en getur haft dökkan kjarnvið.

Litur viðar ræðst einkum af litarefnum sem trén mynda sjálf og geyma síðan í viðnum. Oft eru þetta efni sem verja viðinn gegn fúa og er dökkur viður því oft betur fúavarinn frá náttúrunnar hendi en ljós viður. Það er þó alls ekki algild regla.

Mynd: Heimasíða Markku Savela - ljósmynd Oleg Kosterin.

Höfundur

Þröstur Eysteinsson

skógræktarstjóri

Útgáfudagur

22.3.2005

Spyrjandi

Skúli Rúnar Jónsson

Tilvísun

Þröstur Eysteinsson. „Vaxa dekkri viðartegundir í heitu löndunum?“ Vísindavefurinn, 22. mars 2005, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4850.

Þröstur Eysteinsson. (2005, 22. mars). Vaxa dekkri viðartegundir í heitu löndunum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4850

Þröstur Eysteinsson. „Vaxa dekkri viðartegundir í heitu löndunum?“ Vísindavefurinn. 22. mar. 2005. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4850>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Vaxa dekkri viðartegundir í heitu löndunum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Eru dekkri viðartegundir í heitum löndum og ljósari í kaldari löndum? Eða er reglan „dökkur jarðvegur = dökkur viður“?
Litur viðar er hvorki háður veðurfari né jarðvegi. Það vill svo til að flestar trjátegundir í barrskógabeltinu (köldu löndunum) eru með frekar ljósan við en á því eru þó nokkrar undantekningar. Kjarnviðurinn í lerki getur verið býsna dökkur og viður gullregns, sem er algengt garðtré hér á landi, er súkkulaðibrúnn. Þær trjátegundir úr hitabeltinu sem við þekkjum einna best, svo sem tekk og mahoní, eru með dökkan við, en þar eru einnig margar tegundir með ljósan við.



Lerki er dæmi um trjátegund sem vex á norðurslóðum en getur haft dökkan kjarnvið.

Litur viðar ræðst einkum af litarefnum sem trén mynda sjálf og geyma síðan í viðnum. Oft eru þetta efni sem verja viðinn gegn fúa og er dökkur viður því oft betur fúavarinn frá náttúrunnar hendi en ljós viður. Það er þó alls ekki algild regla.

Mynd: Heimasíða Markku Savela - ljósmynd Oleg Kosterin....