Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er minnsti froskur í heimi?

Froskategundin Brachycephalus didactylus (e. gold frog) sem á íslensku gæti kallast brasilískur gullfroskur, er gjarnan talin minnst allra froskategunda. Þessi tegund lifir í þéttum regnskógum Amasonsvæðisins, aðallega innan landamæra Brasilíu. Fullorðnir froskar verða mest um 9,8 mm á lengd og er þá átt við hrygglengd með haus en hinir löngu fótleggir sem einkenna froska eru ekki mældir með.Árið 1996 fannst agnarlítl frosktegund á Kúbu sem fengið hefur heitið Eleutherodactylus iberia. Froskar af þessari tegund eru minnstu froskar á norðurhveli jarðar og nálgast það að vera minnstu froskar í heimi.

Önnur tegund sem kallast Eleutherodactylus iberia og lifir í skóglendi á Kúbu kemst líka nálægt því að vera minnsta tegundin. Afar smáir eintaklingar hafa fundist af þeirri tegund, sumir álíka stórir og brasilíski gullfroskurinn en að meðaltali eru þeir örlítið stærri.

Mynd: Penn State Eberly College of Science. Ljósmyndar: M. Lammertink. Sótt 23. 8. 2008.

Útgáfudagur

2.9.2008

Spyrjandi

Kolbeinn Vormsson, f. 1999

Höfundur

Tilvísun

JMH. „Hver er minnsti froskur í heimi?“ Vísindavefurinn, 2. september 2008. Sótt 24. apríl 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=48510.

JMH. (2008, 2. september). Hver er minnsti froskur í heimi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48510

JMH. „Hver er minnsti froskur í heimi?“ Vísindavefurinn. 2. sep. 2008. Vefsíða. 24. apr. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48510>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Rósa Jónsdóttir

1964

Rósa Jónsdóttir matvælafræðingur er faglegur leiðtogi á Rannsókna- og nýsköpunarsviði Matís. Á undanförnum árum hefur Rósa einkum fengist við rannsóknir og nýtingu lífefna og lífvirkra efna úr stórþörungum með áherslu á einangrun og vinnslu flórótannína og fjölsykra.