Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur sá páskasiður að mála egg?

Sigurður Ægisson

Sú hugmynd að veröldin hafi orðið til úr risavöxnu eggi þekktist víða til forna, meðal annars í Egyptalandi, Fönikíu, Grikklandi, Indlandi, Kína, Japan, Mið-Ameríku, Pólynesíu og Finnlandi. Í tengslum við slíkar hugmyndir lögðu Egyptar og Grikkir egg í grafir hinna látnu sem tákn um eilíft líf og í Róm varð til ortðtakið „Omne vivum ex ovo“ sem merkir „Allt líf kemur úr eggi“.

Keltar fögnuðu jafndægri að vori með því að gefa hver öðrum rauðmáluð egg og hið sama gerður Persar. Þau voru etin, en skurnin brotin eða mulin til að hrekja veturinn í burtu.

Kristnin tók þetta upp á 2. öld þegar farið var að minnast og halda upp á upprisuna. Eggið varð tákn grafarinnar sem Jesús hafði verið lagður í á föstudaginn langa, en braust svo út úr á páskadegi. Er fram liðu stundir tóku kristnar þjóðir að mála og skreyta egg á ýmsan veg. Algengasti liturinn varð þó hinn rauði. Hinir tveir voru til staðar í egginu – blóminn sjálfur var gylltur, tákn konungdóms og guðlegs eðlis meistarans, og hvítan merkti sakleysið og hreinleikann. Ekkert vantaði þá nema blóðlitinn – tákn fórnarinnar.

Um tilurð eða upphaf hinna lituðu eggja urðu til helgisagnir. Ein er á þann veg að Símon frá Kýrene, sem aðstoðaði Jesú við að bera krossinn upp að Golgata, hafi verið eggjakaupmaður. Þegar hann kom á búgarð sinn uppgötvaði hann að eggin voru ekki lengur hvít, eins og þau áttu að vera, heldur í öllum regnbogans litum. Önnur saga, ættuð frá Póllandi, er um Maríu Guðsmóður sem bauð hermönnunum við krossinn egg, og bað þá grátandi um að sýna mildi. Tár hennar féllu á eggin og þau urðu doppótt og mynstruð. Enn ein sagan, einnig pólsk, fjallar um Maríu Magdalenu, sem bar egg í körfu á leið til grafarinnar árla páskadagsmorguns; þetta var nesti hennar. Þegar hún ætlaði að neyta þeirra sá hún að þau höfðu breytt um lit, eins og í fyrri dæmunum.



Pysanky - úkraínsk páskaegg.

Nú á tímum eru kristnar þjóðir í Austur-Evrópu fremstar allra við að mála og skreyta egg, og Úkraínumenn sýnu þekktastir. Búlgarir hafa reyndar þann sið að mála engin mynstur á sín egg heldur hafa þau í einum lit, oftast rauðum, en flestar aðrar þjóðir gera eitthvað meira. Oft eru þetta hin mestu listaverk en fyrst og síðast eru eggin notuð í tengslum við helgihald á páskum. Eftir miðnæturmessu og næstu daga á eftir eru þau brotin til að minna á upprisuna og útbrot úr gröfinni lokuðu.

Eitt af því sem ýtti undir vinsældir og framgang páskaeggsins var það að leiguliðar í Mið-Evrópu á miðöldum guldu landeigendum skatt í formi eggja fyrir páska. Nánar er fjallað um það í svari Helgu Sverrisdóttur við spurningunni Hver er uppruni og merking páskaeggsins?

Mynd: BRAMA Traditional Arts - Pysanky (Easter Eggs)

Höfundur

guðfræðingur og þjóðfræðingur

Útgáfudagur

27.3.2005

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sigurður Ægisson. „Hvaðan kemur sá páskasiður að mála egg?“ Vísindavefurinn, 27. mars 2005, sótt 10. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4856.

Sigurður Ægisson. (2005, 27. mars). Hvaðan kemur sá páskasiður að mála egg? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4856

Sigurður Ægisson. „Hvaðan kemur sá páskasiður að mála egg?“ Vísindavefurinn. 27. mar. 2005. Vefsíða. 10. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4856>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur sá páskasiður að mála egg?
Sú hugmynd að veröldin hafi orðið til úr risavöxnu eggi þekktist víða til forna, meðal annars í Egyptalandi, Fönikíu, Grikklandi, Indlandi, Kína, Japan, Mið-Ameríku, Pólynesíu og Finnlandi. Í tengslum við slíkar hugmyndir lögðu Egyptar og Grikkir egg í grafir hinna látnu sem tákn um eilíft líf og í Róm varð til ortðtakið „Omne vivum ex ovo“ sem merkir „Allt líf kemur úr eggi“.

Keltar fögnuðu jafndægri að vori með því að gefa hver öðrum rauðmáluð egg og hið sama gerður Persar. Þau voru etin, en skurnin brotin eða mulin til að hrekja veturinn í burtu.

Kristnin tók þetta upp á 2. öld þegar farið var að minnast og halda upp á upprisuna. Eggið varð tákn grafarinnar sem Jesús hafði verið lagður í á föstudaginn langa, en braust svo út úr á páskadegi. Er fram liðu stundir tóku kristnar þjóðir að mála og skreyta egg á ýmsan veg. Algengasti liturinn varð þó hinn rauði. Hinir tveir voru til staðar í egginu – blóminn sjálfur var gylltur, tákn konungdóms og guðlegs eðlis meistarans, og hvítan merkti sakleysið og hreinleikann. Ekkert vantaði þá nema blóðlitinn – tákn fórnarinnar.

Um tilurð eða upphaf hinna lituðu eggja urðu til helgisagnir. Ein er á þann veg að Símon frá Kýrene, sem aðstoðaði Jesú við að bera krossinn upp að Golgata, hafi verið eggjakaupmaður. Þegar hann kom á búgarð sinn uppgötvaði hann að eggin voru ekki lengur hvít, eins og þau áttu að vera, heldur í öllum regnbogans litum. Önnur saga, ættuð frá Póllandi, er um Maríu Guðsmóður sem bauð hermönnunum við krossinn egg, og bað þá grátandi um að sýna mildi. Tár hennar féllu á eggin og þau urðu doppótt og mynstruð. Enn ein sagan, einnig pólsk, fjallar um Maríu Magdalenu, sem bar egg í körfu á leið til grafarinnar árla páskadagsmorguns; þetta var nesti hennar. Þegar hún ætlaði að neyta þeirra sá hún að þau höfðu breytt um lit, eins og í fyrri dæmunum.



Pysanky - úkraínsk páskaegg.

Nú á tímum eru kristnar þjóðir í Austur-Evrópu fremstar allra við að mála og skreyta egg, og Úkraínumenn sýnu þekktastir. Búlgarir hafa reyndar þann sið að mála engin mynstur á sín egg heldur hafa þau í einum lit, oftast rauðum, en flestar aðrar þjóðir gera eitthvað meira. Oft eru þetta hin mestu listaverk en fyrst og síðast eru eggin notuð í tengslum við helgihald á páskum. Eftir miðnæturmessu og næstu daga á eftir eru þau brotin til að minna á upprisuna og útbrot úr gröfinni lokuðu.

Eitt af því sem ýtti undir vinsældir og framgang páskaeggsins var það að leiguliðar í Mið-Evrópu á miðöldum guldu landeigendum skatt í formi eggja fyrir páska. Nánar er fjallað um það í svari Helgu Sverrisdóttur við spurningunni Hver er uppruni og merking páskaeggsins?

Mynd: BRAMA Traditional Arts - Pysanky (Easter Eggs)...