Eftir þessi fyrstu tvö ár eldist kötturinn á hverju ári álíka og manneskja gerir á fjórum árum. Vísbendingar eru þó um að svokallaðir útikettir eldist helmingi hraðar en kettir sem lifa alla sína tíð innanhús. Ef það reynist rétt er 10 ára gamall inniköttur á við 56 ára gamla manneskju en útikötturinn ætti að vera orðinn vel fullorðinn, eða 88 ára gamall.
Í töflunni hér fyrir neðan má sjá aldur inni- og útikatta í mannárum.
| Mannár | Inniköttur | Útiköttur |
| 1 | 15 | 15 |
| 2 | 24 | 24 |
| 3 | 28 | 32 |
| 4 | 32 | 40 |
| 5 | 36 | 48 |
| 6 | 40 | 56 |
| 7 | 44 | 64 |
| 8 | 48 | 72 |
| 9 | 52 | 80 |
| 10 | 56 | 88 |
| 11 | 60 | 96 |
| 12 | 64 | - |
| 13 | 68 | - |
| 14 | 72 | - |
- Af hverju er sagt að kettir hafi mörg líf?
- Af hvaða dýri er kötturinn kominn?
- Hvað eru til margar tegundir af köttum?
- Hvenær var kötturinn uppgötvaður (sem gæludýr)?
- Hvers vegna mala kettir?
- Cat owners manual. Quirk books. Philadelfia. USA 2004.
- EncycloZine