Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Eru fellibyljir alltaf skírðir kvenmannsnöfnum?

Gunnar Þór Magnússon

Fellibyljir eru bæði skírðir karl- og kvenmannsnöfnum, eins og sjá má með að rifja upp eyðilegginguna sem fellibyljirnir Mitch og Katrina ollu með nokkurra ára millibili í Bandaríkjunum. Reyndar er það rétt hjá spyrjandanum að þetta jafnrétti í nöfnum fellibylja hefur ekki alltaf ríkt, því á tímabili voru þeir aðeins skírðir kvenmannsnöfnum. Tilgangurinn með nafngiftunum er að auðvelda veðurfræðingum að eiga samskipti með upplýsingar um viðkomandi fellibyl, því ef nafnanna nyti ekki við þyrftu veðurfræðingar að styðjast við einhver flóknari kerfi, og þá væri meiri hætta á misskilningi en ella.Fellibylurinn Catarina eins og hann sást frá alþjóðlegu geimstöðinni.

Að gefa fellibyljum nöfn er tiltölulega nýleg hefð í mannkynssögunni. Fyrstu dæmin um þessar nafngiftir eru frá Vestur-Indíum við upphaf 19. aldar, en þá voru fellibyljum gefin nöfn eftir þeim kaþólsku dýrðlingum sem voru kenndir við degina sem fellibylina bar upp á. Við lok 19. aldar tók veðurfræðingurinn Clement Lindley Wragge (1852-1922) upp á því að skíra fellibylji meðal annars eftir goðsagnaverum og stjórnmálamönnum; ef einhver stjórnmálamaður fór í taugarnar á honum þá gat hann lýst viðkomandi þannig í opinberum tilkynningum að hann ráfaði stefnulaust um Kyrrahafið og ylli eyðileggingu hvar sem hann kæmi.

Breiðgata í New Orleans eftir að fellibylurinn Katrina gekk yfir.

Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar voru fellibyljir oft nefndir kvenmannsnöfnum, en nöfnin voru hins vegar ekki ákveðin fyrirfram. Árið 1953 varð breyting á þessu, en þá var ákveðið að gefa fellibyljum nöfn eftir ákveðnu kerfi. Það voru útbúnir nokkrir listar með mannanöfnum og fellibyljir fengu nöfn af þessum listum. Hver listi var endurnýttur á nokkurra ára fresti, en ef einhver fellibylur var sérstaklega stór eða olli talsverðu eignatjóni var hann látinn halda nafninu sínu og nýtt nafn tók stað þess gamla á listanum sem var þá ekki notað aftur. Í dag er grunnhugmyndin í þessu kerfi að mestu enn við lýði en nafnalistarnir eru mismargir og breytilegir eftir svæðum.

Eins og áður sagði voru öll nöfnin á þessum listum kvenmannsnöfn í upphafi. Árið 1978 var karlmannsnöfnum bætt við þannig að jafnvægi kæmist á og nú eru fellibyljum gefin karl- og kvenmannsnöfn til skiptis. Nokkrir af stærri fellibylunum á Atlantshafinu síðustu ár voru Dean, Felix, Katrina og Rita. Nöfn þeirra verða ekki notuð aftur og önnur hafa verið fundin í þeirra stað.

Tengt efni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Höfundur

Gunnar Þór Magnússon

stærðfræðingur

Útgáfudagur

15.9.2008

Spyrjandi

Anton Emil Albertsson

Tilvísun

Gunnar Þór Magnússon. „Eru fellibyljir alltaf skírðir kvenmannsnöfnum?“ Vísindavefurinn, 15. september 2008. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=48633.

Gunnar Þór Magnússon. (2008, 15. september). Eru fellibyljir alltaf skírðir kvenmannsnöfnum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48633

Gunnar Þór Magnússon. „Eru fellibyljir alltaf skírðir kvenmannsnöfnum?“ Vísindavefurinn. 15. sep. 2008. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48633>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru fellibyljir alltaf skírðir kvenmannsnöfnum?
Fellibyljir eru bæði skírðir karl- og kvenmannsnöfnum, eins og sjá má með að rifja upp eyðilegginguna sem fellibyljirnir Mitch og Katrina ollu með nokkurra ára millibili í Bandaríkjunum. Reyndar er það rétt hjá spyrjandanum að þetta jafnrétti í nöfnum fellibylja hefur ekki alltaf ríkt, því á tímabili voru þeir aðeins skírðir kvenmannsnöfnum. Tilgangurinn með nafngiftunum er að auðvelda veðurfræðingum að eiga samskipti með upplýsingar um viðkomandi fellibyl, því ef nafnanna nyti ekki við þyrftu veðurfræðingar að styðjast við einhver flóknari kerfi, og þá væri meiri hætta á misskilningi en ella.Fellibylurinn Catarina eins og hann sást frá alþjóðlegu geimstöðinni.

Að gefa fellibyljum nöfn er tiltölulega nýleg hefð í mannkynssögunni. Fyrstu dæmin um þessar nafngiftir eru frá Vestur-Indíum við upphaf 19. aldar, en þá voru fellibyljum gefin nöfn eftir þeim kaþólsku dýrðlingum sem voru kenndir við degina sem fellibylina bar upp á. Við lok 19. aldar tók veðurfræðingurinn Clement Lindley Wragge (1852-1922) upp á því að skíra fellibylji meðal annars eftir goðsagnaverum og stjórnmálamönnum; ef einhver stjórnmálamaður fór í taugarnar á honum þá gat hann lýst viðkomandi þannig í opinberum tilkynningum að hann ráfaði stefnulaust um Kyrrahafið og ylli eyðileggingu hvar sem hann kæmi.

Breiðgata í New Orleans eftir að fellibylurinn Katrina gekk yfir.

Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar voru fellibyljir oft nefndir kvenmannsnöfnum, en nöfnin voru hins vegar ekki ákveðin fyrirfram. Árið 1953 varð breyting á þessu, en þá var ákveðið að gefa fellibyljum nöfn eftir ákveðnu kerfi. Það voru útbúnir nokkrir listar með mannanöfnum og fellibyljir fengu nöfn af þessum listum. Hver listi var endurnýttur á nokkurra ára fresti, en ef einhver fellibylur var sérstaklega stór eða olli talsverðu eignatjóni var hann látinn halda nafninu sínu og nýtt nafn tók stað þess gamla á listanum sem var þá ekki notað aftur. Í dag er grunnhugmyndin í þessu kerfi að mestu enn við lýði en nafnalistarnir eru mismargir og breytilegir eftir svæðum.

Eins og áður sagði voru öll nöfnin á þessum listum kvenmannsnöfn í upphafi. Árið 1978 var karlmannsnöfnum bætt við þannig að jafnvægi kæmist á og nú eru fellibyljum gefin karl- og kvenmannsnöfn til skiptis. Nokkrir af stærri fellibylunum á Atlantshafinu síðustu ár voru Dean, Felix, Katrina og Rita. Nöfn þeirra verða ekki notuð aftur og önnur hafa verið fundin í þeirra stað.

Tengt efni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

...