Sólin Sólin Rís 11:03 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:22 • Síðdegis: 18:41 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:09 • Síðdegis: 12:39 í Reykjavík

Hversu hratt geta fílar hlaupið?

JMH

Menn hafa lengi velt því fyrir sér hvort fílar hlaupi eða gangi þegar þeir fara hratt yfir. Þegar þeir eru á hraðferð er líkamsbeiting þeirra meira í ætt við hraða göngu en hlaup. Lengi vel var talið að fílsskrokkur þyldi ekki að hlaupa á sama hátt og önnur léttari dýr gera.

Ýmsir náttúrfræðingar hafa þó hrakið þessa staðhæfingu því vitni hafa séð fíla hlaupa eða hreyfa sig þannig að einungis ein löpp snertir jörðu við sérstakar kringumstæður. Þetta gerist til dæmis þegar tarfar gera árás á dýr eða menn sem þeir telja að ógni sér.Afrískur skógarfíll á röskri göngu

Ýmsar mælingar hafa verið gerðar á þessum göngu- eða hlaupahraða. Þannig sýna mælingar frá Asíu að fílar geta náð allt að 24 km hraða á klukkustund, en þeir halda honum ekki nema fáeina tugi metra. Náttúrufræðingar sem hafa lagt það á sig að mæla hraða fíla í náttúrunni telja að fílar fari sjaldnast á meira en 12 til 15 km hraða á klukkustund nema þegar þeir gera árás.

Á Vísindavefnum er að finna fjöldamörg svör um fíla, meðal annars:

Mynd: Smithsonian Zoological Park

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

31.3.2005

Spyrjandi

Einar Emil

Tilvísun

JMH. „Hversu hratt geta fílar hlaupið?“ Vísindavefurinn, 31. mars 2005. Sótt 8. desember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=4864.

JMH. (2005, 31. mars). Hversu hratt geta fílar hlaupið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4864

JMH. „Hversu hratt geta fílar hlaupið?“ Vísindavefurinn. 31. mar. 2005. Vefsíða. 8. des. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4864>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu hratt geta fílar hlaupið?
Menn hafa lengi velt því fyrir sér hvort fílar hlaupi eða gangi þegar þeir fara hratt yfir. Þegar þeir eru á hraðferð er líkamsbeiting þeirra meira í ætt við hraða göngu en hlaup. Lengi vel var talið að fílsskrokkur þyldi ekki að hlaupa á sama hátt og önnur léttari dýr gera.

Ýmsir náttúrfræðingar hafa þó hrakið þessa staðhæfingu því vitni hafa séð fíla hlaupa eða hreyfa sig þannig að einungis ein löpp snertir jörðu við sérstakar kringumstæður. Þetta gerist til dæmis þegar tarfar gera árás á dýr eða menn sem þeir telja að ógni sér.Afrískur skógarfíll á röskri göngu

Ýmsar mælingar hafa verið gerðar á þessum göngu- eða hlaupahraða. Þannig sýna mælingar frá Asíu að fílar geta náð allt að 24 km hraða á klukkustund, en þeir halda honum ekki nema fáeina tugi metra. Náttúrufræðingar sem hafa lagt það á sig að mæla hraða fíla í náttúrunni telja að fílar fari sjaldnast á meira en 12 til 15 km hraða á klukkustund nema þegar þeir gera árás.

Á Vísindavefnum er að finna fjöldamörg svör um fíla, meðal annars:

Mynd: Smithsonian Zoological Park...