Sólin Sólin Rís 07:22 • sest 19:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:47 • Sest 19:34 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Er hægt að smíða vélmenni heima hjá sér?

JGÞ

Það er ekki einfalt mál að smíða vélmenni heima hjá sér. Á íslensku notum við orðið vélmenni um róbota í mannslíki. Vélmenni eru flókin fyrirbæri. Til þess að stjórna þeim þarf yfirleitt tölvu og hugbúnað, því það þarf marga mótora til að knýja hendur, fætur og aðra líkamsparta sem eiga að hreyfast.

Hins vegar gætu flestir smíðað einfaldan róbot heima hjá sér. Aðeins þarf tvo mótora og ljósnema til að búa til róbot sem eltir ljós. Þeir sem hafa áhuga á að setja saman róbot geta til dæmis prófað að setja orðin simple robot inn í leitarvélar á Netinu. Þá ættu þeir að finna síður sem leiðbeina mönnum við smíðina.Bjölluróbotinn (The Beetle Robot) er dæmi um einfaldan róbota.

Fyrsti nútíma róbotinn kom á markað árið 1961. Hann var eins konar gervihandleggur, notaður við bílaframleiðslu í verksmiðjum General Motors. Til er nýyrðið þjarki yfir þannig róbota. Það er ágætis orð enda um mikla vinnuþjarka að ræða. Orðið róbot kom fyrst fyrir í tékknesku leikriti eftir rithöfundinn Karel Čapek frá árinu 1920.

Þetta svar byggir meðal annars á þessum svörum:

Mynd: How to Build a Simple Robot - Beetle Robot á GoRobotics.net. Sótt 14. 8. 2008.

Höfundur

Útgáfudagur

20.8.2008

Spyrjandi

Andri Snær Helgason

Tilvísun

JGÞ. „ Er hægt að smíða vélmenni heima hjá sér?.“ Vísindavefurinn, 20. ágúst 2008. Sótt 26. september 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=48642.

JGÞ. (2008, 20. ágúst). Er hægt að smíða vélmenni heima hjá sér?. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48642

JGÞ. „ Er hægt að smíða vélmenni heima hjá sér?.“ Vísindavefurinn. 20. ágú. 2008. Vefsíða. 26. sep. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48642>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að smíða vélmenni heima hjá sér?
Það er ekki einfalt mál að smíða vélmenni heima hjá sér. Á íslensku notum við orðið vélmenni um róbota í mannslíki. Vélmenni eru flókin fyrirbæri. Til þess að stjórna þeim þarf yfirleitt tölvu og hugbúnað, því það þarf marga mótora til að knýja hendur, fætur og aðra líkamsparta sem eiga að hreyfast.

Hins vegar gætu flestir smíðað einfaldan róbot heima hjá sér. Aðeins þarf tvo mótora og ljósnema til að búa til róbot sem eltir ljós. Þeir sem hafa áhuga á að setja saman róbot geta til dæmis prófað að setja orðin simple robot inn í leitarvélar á Netinu. Þá ættu þeir að finna síður sem leiðbeina mönnum við smíðina.Bjölluróbotinn (The Beetle Robot) er dæmi um einfaldan róbota.

Fyrsti nútíma róbotinn kom á markað árið 1961. Hann var eins konar gervihandleggur, notaður við bílaframleiðslu í verksmiðjum General Motors. Til er nýyrðið þjarki yfir þannig róbota. Það er ágætis orð enda um mikla vinnuþjarka að ræða. Orðið róbot kom fyrst fyrir í tékknesku leikriti eftir rithöfundinn Karel Čapek frá árinu 1920.

Þetta svar byggir meðal annars á þessum svörum:

Mynd: How to Build a Simple Robot - Beetle Robot á GoRobotics.net. Sótt 14. 8. 2008.

...