Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðið ófluga, sem bæði getur verið óbeygjanlegt lýsingarorð og atviksorð, merkir annars vegar ‘mjög hraður’ (lo.) og hins vegar ‘mjög hratt’ (ao.). Notkun atviksorðsins er þó algengari. Dæmi um lýsingarorðið eru ófluga ský á himninum, óðfluga straumur tímans en um atviksorðið eldurinn færðist óðfluga í aukana, jólin nálgast óðfluga.
Óðfluga ský á himni.
Orðið er samsett úr stofni lýsingarorðsins óður í merkingunni ‘hraður, tíður’ og sögninni að fljúga. Hún beygist í kennimyndum fljúga-flaug-flugum-flogið og er –fluga dregið af þriðju kennimynd.
Mynd:
Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðið 'óðfluga' eiginlega?“ Vísindavefurinn, 20. október 2008, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=48688.
Guðrún Kvaran. (2008, 20. október). Hvað merkir orðið 'óðfluga' eiginlega? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=48688
Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðið 'óðfluga' eiginlega?“ Vísindavefurinn. 20. okt. 2008. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=48688>.