Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna fær fólk beinverki þegar það veikist?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Oft þegar við fáum flensu fylgja henni beinverkir. Hvað veldur þeim?
  • Hvað eru beinverkir og hvað veldur sársaukanum?

Beinverkir eru líklega í raun vöðvaverkir (e. myalgia). Þeir og önnur einkenni flensu stafa ekki beint af flensuveirunni sjálfri, heldur eru þau fylgifiskar þess að ónæmiskerfi okkar er að ráða niðurlögum sýkils, til dæmis flensuveirunnar.

Ónæmissvar er flókið viðbragð sem fer í gang þegar sýkill eða annað framandi efni, svokallaður vaki, kemst inn í líkamann. Ónæmiskerfið setur ýmis ferli í gang til að gera þennan framandi hlut óvirkan, eða drepa hann ef hann er lifandi.

Ónæmissvar líkamans er tvöfalt. Annars vegar er svokallað vessabundið ónæmissvar sem felur í sér myndun mótefna sem bindast við flensuviðtaka á frumum okkar og koma þannig í veg fyrir að ósýktar frumur sýkist. Þetta er meginleiðin sem líkaminn notar til að stöðva flensusýkingu. Hins vegar er svokallað frumubundið ónæmissvar sem starfar með því að eyða frumum sem þegar eru sýktar af veiru.

Hin leiðinlegu einkenni flensusýkinga stafa af frumubundna ónæmissvarinu. Svokallaðar T-frumur og stórætur (e. macrophages) ráðast á slímhimnufrumur, sem veiran hefur breytt, og eyða þeim. T-frumurnar og stóræturnar mynda efni sem kallast frumuboðar (e. cytokines), eins og hvítfrumuboða (e. interleukins) og eitilfrumuboða (e. lymphokines), sem ýmist drepa hinar óeðlilegu, sýktu frumur eða lokka aðrar ónæmisfrumur að sýkta svæðinu. Frumubundna ónæmissvarið er kröftugt og leiðir til aukningar á magni frumuboða sem eru forverar bólgusvars og kallast TNF, IFN og IL-6, en styrkur þeirra virðist haldast í hendur við alvarleika sjúkdómseinkenna.



Stórætur (macrophages) mynda meðal annars hvítfrumuboða sem valda verkjum og ofurviðkvæmni tauga.

Vöðvaverkir, þar með taldir svokallaðir beinverkir, stafa af verkun hvítfrumuboða sem eru aðallega myndaðir af stórætunum. Þeir valda sársauka, verkjum, ofurviðkvæmni tauga og fleiru. Sumir hvítfrumuboðar, til dæmis IL-2, valda hitanum sem fylgir flensu og líklega einnig höfuðverkjunum.

Þessir hvítfrumuboðar eru myndaðir í kjölfar margra mismunandi bakteríu- og veirusýkinga og því eru einkenni eins og hiti, vöðvaverkir og höfuðverkir sameiginleg margs konar sýkingum.

Nánar er fjallað um ónæmiskerfið í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig vinnur ónæmiskerfið? Einnig má benda á svar við spurningunni Hvað er bólga?

Mynd: AIDS Information Switzerland

Höfundur

Útgáfudagur

5.4.2005

Spyrjandi

Gustav Haraldsson
Svava Jónasdóttir
Katrín Jónsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna fær fólk beinverki þegar það veikist?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2005, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4869.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2005, 5. apríl). Hvers vegna fær fólk beinverki þegar það veikist? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4869

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna fær fólk beinverki þegar það veikist?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2005. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4869>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna fær fólk beinverki þegar það veikist?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Oft þegar við fáum flensu fylgja henni beinverkir. Hvað veldur þeim?
  • Hvað eru beinverkir og hvað veldur sársaukanum?

Beinverkir eru líklega í raun vöðvaverkir (e. myalgia). Þeir og önnur einkenni flensu stafa ekki beint af flensuveirunni sjálfri, heldur eru þau fylgifiskar þess að ónæmiskerfi okkar er að ráða niðurlögum sýkils, til dæmis flensuveirunnar.

Ónæmissvar er flókið viðbragð sem fer í gang þegar sýkill eða annað framandi efni, svokallaður vaki, kemst inn í líkamann. Ónæmiskerfið setur ýmis ferli í gang til að gera þennan framandi hlut óvirkan, eða drepa hann ef hann er lifandi.

Ónæmissvar líkamans er tvöfalt. Annars vegar er svokallað vessabundið ónæmissvar sem felur í sér myndun mótefna sem bindast við flensuviðtaka á frumum okkar og koma þannig í veg fyrir að ósýktar frumur sýkist. Þetta er meginleiðin sem líkaminn notar til að stöðva flensusýkingu. Hins vegar er svokallað frumubundið ónæmissvar sem starfar með því að eyða frumum sem þegar eru sýktar af veiru.

Hin leiðinlegu einkenni flensusýkinga stafa af frumubundna ónæmissvarinu. Svokallaðar T-frumur og stórætur (e. macrophages) ráðast á slímhimnufrumur, sem veiran hefur breytt, og eyða þeim. T-frumurnar og stóræturnar mynda efni sem kallast frumuboðar (e. cytokines), eins og hvítfrumuboða (e. interleukins) og eitilfrumuboða (e. lymphokines), sem ýmist drepa hinar óeðlilegu, sýktu frumur eða lokka aðrar ónæmisfrumur að sýkta svæðinu. Frumubundna ónæmissvarið er kröftugt og leiðir til aukningar á magni frumuboða sem eru forverar bólgusvars og kallast TNF, IFN og IL-6, en styrkur þeirra virðist haldast í hendur við alvarleika sjúkdómseinkenna.



Stórætur (macrophages) mynda meðal annars hvítfrumuboða sem valda verkjum og ofurviðkvæmni tauga.

Vöðvaverkir, þar með taldir svokallaðir beinverkir, stafa af verkun hvítfrumuboða sem eru aðallega myndaðir af stórætunum. Þeir valda sársauka, verkjum, ofurviðkvæmni tauga og fleiru. Sumir hvítfrumuboðar, til dæmis IL-2, valda hitanum sem fylgir flensu og líklega einnig höfuðverkjunum.

Þessir hvítfrumuboðar eru myndaðir í kjölfar margra mismunandi bakteríu- og veirusýkinga og því eru einkenni eins og hiti, vöðvaverkir og höfuðverkir sameiginleg margs konar sýkingum.

Nánar er fjallað um ónæmiskerfið í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig vinnur ónæmiskerfið? Einnig má benda á svar við spurningunni Hvað er bólga?

Mynd: AIDS Information Switzerland...