Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvaða gróður kemur fyrst upp undan skriðjökli?

Jón Már Halldórsson

Hér á landi hefur gróðurframvinda í kjölfar þess að jöklar hopa verið lítið rannsökuð ólíkt því sem gert hefur verið víða erlendis. Að sögn Sigurðar H. Magnússonar gróðurvistfræðings hefur ekki farið fram nein heildstæð rannsókn á framvindu við jökuljaðra síðan Åke Person rannsakaði breytingar á jarðvegi og gróðri við Skaftafellsjökul skömmu eftir 1960 og byggir því svarið á rannsókn hans.

Þegar Åke Person og nokkrir samstarfsmenn hans frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð voru hér við rannsóknir á Skaftafellsjökli árið 1962 hafði jökullinn hörfað um 1.100 metra frá árinu 1934 og hafði því skapast umtalsvert land og kjöraðstæður til rannsókna á gróðurframvindu við þessar aðstæður.

Rannsóknir Persons bentu til þess að aðeins leið um ár frá því að jökullinn hörfaði og þangað til plöntur numu land. Fyrstu árin er gróðurþekjan ekki mikil en nokkrar tegundir fundust, bæði háplöntur og mosar. Meðal þeirra æðplantna, en svo nefnast plöntur sem ekki teljast til lágplantna, sem voru fyrsta til að nema land var skeggsandi (Arenaria norvegica) sem er harðgerð jurt og vex gjarnan á söndum og melum á láglendi um allt land og upp í allt að 750 metra hæð.



Skeggsandi (Arenaria norvegica) er meðal fyrstu jurta til að nema land þegar jökull hörfar.

Eftir því sem lengra leið frá því að jökullinn hörfaði, námu fleiri plöntur land og þekjan jókst en skeggsandinn hvarf af svæðinu. Þær æðplöntur sem fundust á hinu nýafhjúpaða landi voru músareyra (Cerastium alpinum) og vegarfi (Cerastium fontanum) auk ógreindra tegunda af ættkvíslunum Agrostis og Poa. Mosategundirnar kelduhnokki (Bryum pseudotriquetrum), bólmosi (Funaria hygrometrica) og Pohlia albicans fundust aðeins á fyrsta stigi en hörfuðu síðan undan öðrum jurtum sem námu land síðar.



Músareyra (Cerastium alpinum) er ein útbreiddasta jurt landsins og vex á melum, söndum og þurru mólendi og í hlíðabrekkum.

Höfundur svarsins þakkar Sigurði H. Magnússyni góðfúslega fyrir aðstoð við upplýsingaöflun.

Heimild:

Persson, Å. 1964. The vegetation at the margin of the receding glacier Skaftafellsjökull, Southeastern Iceland. Botaniska Notiser, 117: 323-354.

Myndir:

Hörður Krisinsson - Íslenska plöntuhandbókin.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

6.4.2005

Spyrjandi

Sigrún Lóa

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða gróður kemur fyrst upp undan skriðjökli?“ Vísindavefurinn, 6. apríl 2005. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4871.

Jón Már Halldórsson. (2005, 6. apríl). Hvaða gróður kemur fyrst upp undan skriðjökli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4871

Jón Már Halldórsson. „Hvaða gróður kemur fyrst upp undan skriðjökli?“ Vísindavefurinn. 6. apr. 2005. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4871>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða gróður kemur fyrst upp undan skriðjökli?
Hér á landi hefur gróðurframvinda í kjölfar þess að jöklar hopa verið lítið rannsökuð ólíkt því sem gert hefur verið víða erlendis. Að sögn Sigurðar H. Magnússonar gróðurvistfræðings hefur ekki farið fram nein heildstæð rannsókn á framvindu við jökuljaðra síðan Åke Person rannsakaði breytingar á jarðvegi og gróðri við Skaftafellsjökul skömmu eftir 1960 og byggir því svarið á rannsókn hans.

Þegar Åke Person og nokkrir samstarfsmenn hans frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð voru hér við rannsóknir á Skaftafellsjökli árið 1962 hafði jökullinn hörfað um 1.100 metra frá árinu 1934 og hafði því skapast umtalsvert land og kjöraðstæður til rannsókna á gróðurframvindu við þessar aðstæður.

Rannsóknir Persons bentu til þess að aðeins leið um ár frá því að jökullinn hörfaði og þangað til plöntur numu land. Fyrstu árin er gróðurþekjan ekki mikil en nokkrar tegundir fundust, bæði háplöntur og mosar. Meðal þeirra æðplantna, en svo nefnast plöntur sem ekki teljast til lágplantna, sem voru fyrsta til að nema land var skeggsandi (Arenaria norvegica) sem er harðgerð jurt og vex gjarnan á söndum og melum á láglendi um allt land og upp í allt að 750 metra hæð.



Skeggsandi (Arenaria norvegica) er meðal fyrstu jurta til að nema land þegar jökull hörfar.

Eftir því sem lengra leið frá því að jökullinn hörfaði, námu fleiri plöntur land og þekjan jókst en skeggsandinn hvarf af svæðinu. Þær æðplöntur sem fundust á hinu nýafhjúpaða landi voru músareyra (Cerastium alpinum) og vegarfi (Cerastium fontanum) auk ógreindra tegunda af ættkvíslunum Agrostis og Poa. Mosategundirnar kelduhnokki (Bryum pseudotriquetrum), bólmosi (Funaria hygrometrica) og Pohlia albicans fundust aðeins á fyrsta stigi en hörfuðu síðan undan öðrum jurtum sem námu land síðar.



Músareyra (Cerastium alpinum) er ein útbreiddasta jurt landsins og vex á melum, söndum og þurru mólendi og í hlíðabrekkum.

Höfundur svarsins þakkar Sigurði H. Magnússyni góðfúslega fyrir aðstoð við upplýsingaöflun.

Heimild:

Persson, Å. 1964. The vegetation at the margin of the receding glacier Skaftafellsjökull, Southeastern Iceland. Botaniska Notiser, 117: 323-354.

Myndir:

Hörður Krisinsson - Íslenska plöntuhandbókin.

...