Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 17:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:08 • Sest 04:21 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:27 • Síðdegis: 25:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:40 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju segja allir „talva“ í staðinn fyrir „tölva“?

Guðrún Kvaran

Þegar orðið tölva var búið til var það hugsað sem svokallaður -wôn stofn, það er stofn með -v-i . Mjög fá orð féllu í þennan flokk í málinu til forna og fá teljast til hans nú, reyndar aðeins slöngva, völva og sérnafnið Röskva.

Fáliðaðir orðflokkar hafa tilhneigingu til að laga sig að öðrum orðflokkum og verður þá til tvenns konar beyging. Þannig er það með slöngva, sem í aukaföllum (þf., þgf., ef.) var og átti að vera slöngu, að -v- þröngvaði sér inn í aukaföllin og þær myndir urðu slöngvu, það er, slöngva–slöngu verður slöngva–slöngvu. En gömlu aukafallsmyndirnar slöngu höfðu þau áhrif að til varð hliðarmyndin slanga–slöngu að fyrirmynd orða eins og tala–tölu, kaka–köku, saga–sögu sem ekki höfðu -v- í stofni.

Svipað er að segja um orðið völva sem í aukafalli var völu sem aftur breyttist fyrir áhrif nefnifallsins í völvu, það er, völva–völu verður völva–völvu. Framhaldsbreytingin varð dálítið önnur en í slöngva. Í stað nefnifallsins völva kom fram mynd með -a- fyrir áhrif frá orðum eins og tala, kaka og saga en -v- hélst, það er, valva–völvu. Fyrir kemur að notuð er -v- laus mynd vala, í aukaföllum völu, líklegast fyrir áhrif orðsins vala ‘smábein; steinvala’.

Röskva (í aukaföllum Röskvu) er eina þessara orða sem ekki hefur tekið breytingum sennilega vegna þess að það er einungis notað sem sérnafn.

Orðið tölva er tiltölulega nýtt í málinu eða frá miðjum sjöunda áratugnum. Hugsunin á bak við orðasmíðina var að það beygðist:

nf. tölva

þf. tölvu

þgf. tölvu

ef. tölvu

á sama hátt og slöngva–slöngvu. Nú heyrist í vaxandi mæli nefnifallsmyndin talva og er þar um sams konar áhrif að ræða og í dæminu um valva–völvu. Þótt enn sé mælt með nefnifallsmyndinni tölva er myndin talva eðlileg þróun orðsins sem verður meðal annars fyrir áhrifum frá tala–tölu.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

6.4.2005

Spyrjandi

Ritstjórn, Ómar Smári

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju segja allir „talva“ í staðinn fyrir „tölva“?“ Vísindavefurinn, 6. apríl 2005. Sótt 29. janúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=4873.

Guðrún Kvaran. (2005, 6. apríl). Af hverju segja allir „talva“ í staðinn fyrir „tölva“? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4873

Guðrún Kvaran. „Af hverju segja allir „talva“ í staðinn fyrir „tölva“?“ Vísindavefurinn. 6. apr. 2005. Vefsíða. 29. jan. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4873>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju segja allir „talva“ í staðinn fyrir „tölva“?
Þegar orðið tölva var búið til var það hugsað sem svokallaður -wôn stofn, það er stofn með -v-i . Mjög fá orð féllu í þennan flokk í málinu til forna og fá teljast til hans nú, reyndar aðeins slöngva, völva og sérnafnið Röskva.

Fáliðaðir orðflokkar hafa tilhneigingu til að laga sig að öðrum orðflokkum og verður þá til tvenns konar beyging. Þannig er það með slöngva, sem í aukaföllum (þf., þgf., ef.) var og átti að vera slöngu, að -v- þröngvaði sér inn í aukaföllin og þær myndir urðu slöngvu, það er, slöngva–slöngu verður slöngva–slöngvu. En gömlu aukafallsmyndirnar slöngu höfðu þau áhrif að til varð hliðarmyndin slanga–slöngu að fyrirmynd orða eins og tala–tölu, kaka–köku, saga–sögu sem ekki höfðu -v- í stofni.

Svipað er að segja um orðið völva sem í aukafalli var völu sem aftur breyttist fyrir áhrif nefnifallsins í völvu, það er, völva–völu verður völva–völvu. Framhaldsbreytingin varð dálítið önnur en í slöngva. Í stað nefnifallsins völva kom fram mynd með -a- fyrir áhrif frá orðum eins og tala, kaka og saga en -v- hélst, það er, valva–völvu. Fyrir kemur að notuð er -v- laus mynd vala, í aukaföllum völu, líklegast fyrir áhrif orðsins vala ‘smábein; steinvala’.

Röskva (í aukaföllum Röskvu) er eina þessara orða sem ekki hefur tekið breytingum sennilega vegna þess að það er einungis notað sem sérnafn.

Orðið tölva er tiltölulega nýtt í málinu eða frá miðjum sjöunda áratugnum. Hugsunin á bak við orðasmíðina var að það beygðist:

nf. tölva

þf. tölvu

þgf. tölvu

ef. tölvu

á sama hátt og slöngva–slöngvu. Nú heyrist í vaxandi mæli nefnifallsmyndin talva og er þar um sams konar áhrif að ræða og í dæminu um valva–völvu. Þótt enn sé mælt með nefnifallsmyndinni tölva er myndin talva eðlileg þróun orðsins sem verður meðal annars fyrir áhrifum frá tala–tölu.

...