Sólin Sólin Rís 03:36 • sest 23:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:43 • Sest 19:12 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 16:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:04 í Reykjavík

Hver eru 10 stærstu dýr heims?

Jón Már Halldórsson

Þegar litið er á lista yfir tíu stærstu núlifandi dýr jarðar einskorðast hann við hvali.

Listinn er sem hér segir:

Nr.
Heiti
Þyngd
1.Steypireyður (Balaenoptera musculus)130-150 tonn
2.Norður-Kyrrahafssléttbakur (E. japanica)80-100 tonn
3.Langreyður (Balaenoptera physalus)um 70 tonn
4.Hnúfubakur (Megaptera novaeangliae)um 65 tonn
5.Suður-Kyrrahafssléttbakur (E. Australis)40-80 tonn
6.Búrhvalur (Physeter macrocephalus)45-55 tonn
7.Sléttbakur (Eubalena glacialis)30-50 tonn
8.Gráhvalur (Eschrichtius robustus)30-40 tonn
9.Sandreyður (Balaenoptera borealis)30-35 tonn
10.Balaenoptera brydei (íslenskt heiti vantar)um 26 tonn

Eins og sést er þessi listi flokkunarfræðilega einhæfur. Níu af þessum tíu tegundum eru reyðarhvalir og einn tannhvalur, búrhvalurinn. Fjórar þessara tegunda eru af ættkvíslinni Balaenoptera og þrjár tegundanna af ættkvísl sléttbaka (l. Eubalena).

Rétt er að taka fram að tölur um þyngd í töflunni eru ekki algildar þar sem dæmi eru um enn þyngri einstaklinga af hverri tegund. Til dæmis veiddist sléttbakskýr sem reyndist vera 117 tonn að þyngd!

Balaenoptera brydei var áður flokkuð sem deilitegund brydes hvalsins (B. edeni) en er nú sjálfstæð tegund.

Sex af þessum tíu dýrarisum finnast reglulega innan íslensku efnahagslögsögunnar.Norður-Kyrrahafssléttbakur (B. Japonica) tekur á sig stökk. Þessi tegund er að jafnaði önnur stærsta núlifandi dýrategundin.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um hvali sem hægt er að nálgast með því að slá orðið inn í leitarvélina vinstra megin á síðunni eða með því að smella á efnisorð hér fyrir neðan.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

6.4.2005

Spyrjandi

Nína M. Bessadóttir, f. 1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver eru 10 stærstu dýr heims?“ Vísindavefurinn, 6. apríl 2005. Sótt 27. maí 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=4874.

Jón Már Halldórsson. (2005, 6. apríl). Hver eru 10 stærstu dýr heims? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4874

Jón Már Halldórsson. „Hver eru 10 stærstu dýr heims?“ Vísindavefurinn. 6. apr. 2005. Vefsíða. 27. maí. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4874>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver eru 10 stærstu dýr heims?
Þegar litið er á lista yfir tíu stærstu núlifandi dýr jarðar einskorðast hann við hvali.

Listinn er sem hér segir:

Nr.
Heiti
Þyngd
1.Steypireyður (Balaenoptera musculus)130-150 tonn
2.Norður-Kyrrahafssléttbakur (E. japanica)80-100 tonn
3.Langreyður (Balaenoptera physalus)um 70 tonn
4.Hnúfubakur (Megaptera novaeangliae)um 65 tonn
5.Suður-Kyrrahafssléttbakur (E. Australis)40-80 tonn
6.Búrhvalur (Physeter macrocephalus)45-55 tonn
7.Sléttbakur (Eubalena glacialis)30-50 tonn
8.Gráhvalur (Eschrichtius robustus)30-40 tonn
9.Sandreyður (Balaenoptera borealis)30-35 tonn
10.Balaenoptera brydei (íslenskt heiti vantar)um 26 tonn

Eins og sést er þessi listi flokkunarfræðilega einhæfur. Níu af þessum tíu tegundum eru reyðarhvalir og einn tannhvalur, búrhvalurinn. Fjórar þessara tegunda eru af ættkvíslinni Balaenoptera og þrjár tegundanna af ættkvísl sléttbaka (l. Eubalena).

Rétt er að taka fram að tölur um þyngd í töflunni eru ekki algildar þar sem dæmi eru um enn þyngri einstaklinga af hverri tegund. Til dæmis veiddist sléttbakskýr sem reyndist vera 117 tonn að þyngd!

Balaenoptera brydei var áður flokkuð sem deilitegund brydes hvalsins (B. edeni) en er nú sjálfstæð tegund.

Sex af þessum tíu dýrarisum finnast reglulega innan íslensku efnahagslögsögunnar.Norður-Kyrrahafssléttbakur (B. Japonica) tekur á sig stökk. Þessi tegund er að jafnaði önnur stærsta núlifandi dýrategundin.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um hvali sem hægt er að nálgast með því að slá orðið inn í leitarvélina vinstra megin á síðunni eða með því að smella á efnisorð hér fyrir neðan.

Heimildir og mynd:

...