Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjir voru Serkir?

JGÞ

Orðið Serki er eiginlega samheiti orðsins Mári en það var notað um íbúa Norður-Afríku. Einnig kölluðu menn múslíma í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs Serki.

Serkland var þá land Serkja í Norður-Afríku, Marokkó og Alsír og Serkland hið mikla er Afríka. Orðið Serkland kemur nokkrum sinnum fyrir í Heimskringlu, til að mynda segir þar að áin Tígris falli um Serkland.


Serkir eða Márar úr handriti frá þrettándu öld.

Orðið er sótt í latneska orðið Saraceni en uppruni þess er er ekki ljós. Í Íslenskri orðsifjabók kemur fram að sumir álíti að það sé tengt nafni borgarinnar Sarkel við Don en aðrir við latneska tökuorðið sericum sem merkir silki og eigi þá við þau landsvæði þaðan sem silki barst til Vesturlanda.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

20.1.2009

Spyrjandi

Ramon de la Rosa, f. 1990

Tilvísun

JGÞ. „Hverjir voru Serkir?“ Vísindavefurinn, 20. janúar 2009, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=48809.

JGÞ. (2009, 20. janúar). Hverjir voru Serkir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=48809

JGÞ. „Hverjir voru Serkir?“ Vísindavefurinn. 20. jan. 2009. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=48809>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjir voru Serkir?
Orðið Serki er eiginlega samheiti orðsins Mári en það var notað um íbúa Norður-Afríku. Einnig kölluðu menn múslíma í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs Serki.

Serkland var þá land Serkja í Norður-Afríku, Marokkó og Alsír og Serkland hið mikla er Afríka. Orðið Serkland kemur nokkrum sinnum fyrir í Heimskringlu, til að mynda segir þar að áin Tígris falli um Serkland.


Serkir eða Márar úr handriti frá þrettándu öld.

Orðið er sótt í latneska orðið Saraceni en uppruni þess er er ekki ljós. Í Íslenskri orðsifjabók kemur fram að sumir álíti að það sé tengt nafni borgarinnar Sarkel við Don en aðrir við latneska tökuorðið sericum sem merkir silki og eigi þá við þau landsvæði þaðan sem silki barst til Vesturlanda.

Heimildir og mynd:...