Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta fíll og svín átt afkvæmi saman?

Steinunn Ása Sigurðardóttir og Sara Líf Magnúsdóttir

Einfalda svarið við þessari spurningu er nei. Það er þó vert að skoða aðeins nánar af hverju. Fíll og svín eru í fyrsta lagi ólíkar tegundir. Þrátt fyrir að teljast báðar til spendýra eru þetta afar fjarskyldar tegundir með ólíka líkamsbyggingu og innri starfsemi. Tegundir eru meðal annars skilgreindar sem hópur einstaklinga sem geta eignast saman frjó afkvæmi, það er afkvæmi sem geta sjálf eignast afkvæmi. Þetta þýðir þó ekki að dýr af ólíkum tegundum geti ekki átt afkvæmi saman, en ef þau eru lífvænleg þá eru þau venjulega ófrjó, það er geta ekki sjálf átt afkvæmi.

Ef að fíll og svín gætu eignast afkvæmi myndi það kannski líkjast þessu. Myndin er sett saman af höfundum.

Eins og gefur að skilja geta þó ekki hvaða tegundir sem er eignast afkvæmi saman. Eitt af því sem vert er að skoða til að átta sig á hvort slíkt sé mögulegt er litningafjöldi dýranna. Fíll hefur 56 litninga en svín aðeins 38 litninga, svo það munar átján litningum á þeim. Við æxlun þurfa litningar frá föður og móður að parast saman til að mynda lífvænlega okfrumu sem verður að fóstri. Ósamrýmanlegur litningafjöldi er því ein helsta ástæða þess að fíl og svíni er ómögulegt að eignast saman afkvæmi.

Jafnvel þó að þessi tvö dýr hefðu sama litningafjölda myndu þau mjög ólíklega para sig saman úti í náttúrunni og þyrftu að fá hjálp frá mönnum til þess. Þrátt fyrir að geta eignast afkvæmi saman er flestum tegundum það líffræðilega ómögulegt. Tegundir verða að vera talsvert skyldar til að geta æxlast saman og átt lífvænleg afkvæmi.

Heimild:

Mynd:

Myndin er samsett af höfundum úr eftirfarandi myndum:

Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

25.6.2009

Síðast uppfært

19.6.2018

Spyrjandi

Sigurður Gísli Gíslason

Tilvísun

Steinunn Ása Sigurðardóttir og Sara Líf Magnúsdóttir. „Geta fíll og svín átt afkvæmi saman?“ Vísindavefurinn, 25. júní 2009, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=48850.

Steinunn Ása Sigurðardóttir og Sara Líf Magnúsdóttir. (2009, 25. júní). Geta fíll og svín átt afkvæmi saman? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=48850

Steinunn Ása Sigurðardóttir og Sara Líf Magnúsdóttir. „Geta fíll og svín átt afkvæmi saman?“ Vísindavefurinn. 25. jún. 2009. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=48850>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta fíll og svín átt afkvæmi saman?
Einfalda svarið við þessari spurningu er nei. Það er þó vert að skoða aðeins nánar af hverju. Fíll og svín eru í fyrsta lagi ólíkar tegundir. Þrátt fyrir að teljast báðar til spendýra eru þetta afar fjarskyldar tegundir með ólíka líkamsbyggingu og innri starfsemi. Tegundir eru meðal annars skilgreindar sem hópur einstaklinga sem geta eignast saman frjó afkvæmi, það er afkvæmi sem geta sjálf eignast afkvæmi. Þetta þýðir þó ekki að dýr af ólíkum tegundum geti ekki átt afkvæmi saman, en ef þau eru lífvænleg þá eru þau venjulega ófrjó, það er geta ekki sjálf átt afkvæmi.

Ef að fíll og svín gætu eignast afkvæmi myndi það kannski líkjast þessu. Myndin er sett saman af höfundum.

Eins og gefur að skilja geta þó ekki hvaða tegundir sem er eignast afkvæmi saman. Eitt af því sem vert er að skoða til að átta sig á hvort slíkt sé mögulegt er litningafjöldi dýranna. Fíll hefur 56 litninga en svín aðeins 38 litninga, svo það munar átján litningum á þeim. Við æxlun þurfa litningar frá föður og móður að parast saman til að mynda lífvænlega okfrumu sem verður að fóstri. Ósamrýmanlegur litningafjöldi er því ein helsta ástæða þess að fíl og svíni er ómögulegt að eignast saman afkvæmi.

Jafnvel þó að þessi tvö dýr hefðu sama litningafjölda myndu þau mjög ólíklega para sig saman úti í náttúrunni og þyrftu að fá hjálp frá mönnum til þess. Þrátt fyrir að geta eignast afkvæmi saman er flestum tegundum það líffræðilega ómögulegt. Tegundir verða að vera talsvert skyldar til að geta æxlast saman og átt lífvænleg afkvæmi.

Heimild:

Mynd:

Myndin er samsett af höfundum úr eftirfarandi myndum:

Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009. ...