Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík

Hvernig þýðir maður post-colonialism á íslensku?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Orðið colony þýðir á íslensku nýlenda og hugtakið colonialism kallast nýlendustefna. Það er notað um ásókn ríkja í nýlendur og aðferðir þeirra til að viðhalda völdum sínum þar. Í sögulegu samhengi á nýlendustefnan rætur að rekja til utanríkistefnu evrópskra ríkja í nýlendum í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku frá og með 15. öld.

Fyrrverandi nýlendur hafa verið nefndar eftirlendur á íslensku og samkvæmt því mætti þýða post-colonialism sem eftirlendustefna. Sú þýðing er hins vegar ekki beinlínis rétt því þegar talað er um post-colonialism er orðið frekar samheiti annarra tengdra orða, heldur en að það merki eftirlendustefnu í þeim skilningi að um utanríkisstefnu sé að ræða.

Nýlendur Frakka um aldamótin 1900. Græna svæðið var saman kallað 'Franska Vestur-Afríka', svarta svæðið er Franska lýðveldið og dökkgráa svæðið táknar aðrar nýlendur Frakka.

Oft er post-colonialism notað sem samheiti svonefndra eftirlendufræða (e. postcolonial studies). Þetta er hægt að sjá meðal annars ef orðið er sett í leitarvél Google, þar er það yfirleitt tengt fræðilegri orðræðu. Eftirlendufræði er fræðigrein sem einbeitir sér að menningu og sjálfsmynd fólks í fyrrverandi nýlendum, oft með sérstakri áherslu á þátt tungumálsins.

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

15.4.2005

Spyrjandi

Jóhanna Árnadóttir

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvernig þýðir maður post-colonialism á íslensku?“ Vísindavefurinn, 15. apríl 2005. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4886.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2005, 15. apríl). Hvernig þýðir maður post-colonialism á íslensku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4886

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvernig þýðir maður post-colonialism á íslensku?“ Vísindavefurinn. 15. apr. 2005. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4886>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig þýðir maður post-colonialism á íslensku?
Orðið colony þýðir á íslensku nýlenda og hugtakið colonialism kallast nýlendustefna. Það er notað um ásókn ríkja í nýlendur og aðferðir þeirra til að viðhalda völdum sínum þar. Í sögulegu samhengi á nýlendustefnan rætur að rekja til utanríkistefnu evrópskra ríkja í nýlendum í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku frá og með 15. öld.

Fyrrverandi nýlendur hafa verið nefndar eftirlendur á íslensku og samkvæmt því mætti þýða post-colonialism sem eftirlendustefna. Sú þýðing er hins vegar ekki beinlínis rétt því þegar talað er um post-colonialism er orðið frekar samheiti annarra tengdra orða, heldur en að það merki eftirlendustefnu í þeim skilningi að um utanríkisstefnu sé að ræða.

Nýlendur Frakka um aldamótin 1900. Græna svæðið var saman kallað 'Franska Vestur-Afríka', svarta svæðið er Franska lýðveldið og dökkgráa svæðið táknar aðrar nýlendur Frakka.

Oft er post-colonialism notað sem samheiti svonefndra eftirlendufræða (e. postcolonial studies). Þetta er hægt að sjá meðal annars ef orðið er sett í leitarvél Google, þar er það yfirleitt tengt fræðilegri orðræðu. Eftirlendufræði er fræðigrein sem einbeitir sér að menningu og sjálfsmynd fólks í fyrrverandi nýlendum, oft með sérstakri áherslu á þátt tungumálsins.

Mynd:...