Sólin Sólin Rís 05:47 • sest 21:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:52 • Sest 06:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:29 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:11 • Síðdegis: 20:41 í Reykjavík

Hvort tveggja má rita dygð og dyggð. Hvort er "réttara" og hvers vegna?

Haukur Már Helgason, Hrannar Baldursson og Þorsteinn Vilhjálmsson

Okkur sýnist að þetta sé gott dæmi um þróun tungumálsins og um aukamerkingar í orðum, sem geta meðal annars tengst rithætti. Til skamms tíma var ekki endilega gerður neinn greinarmunur á dygð og dyggð í íslensku en á síðustu árum hafa íslenskir heimspekingar farið að gera greinarmun á þessum tveimur orðum og merkingu þeirra.


Í Íslenskri orðabók Árna Böðvarssonar frá 1983 er eitt flettiorð um það sem hér um ræðir og það er einfaldlega skrifað sem dyg(g)ð þannig að litið er á dygð og dyggð sem tvo jafnréttháa rithætti sama orðs. Skýringin er:

'góður siðferðilegur eiginleiki, siðgæði, mannkostir; trúmennska'
Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar frá 1989 er lýsingarorðið dyggur tengt sögninni að duga og sömuleiðis nafnorðið dyggð sem er eingöngu ritað svo.

Þrátt fyrir slíkar orðsifjar orka rithættirnir sjálfsagt þannig á nútíma lesanda að flestir tengja dygð við að duga en dyggð við dyggur. Þetta hafa heimspekingar síðari ára notfært sér og reynt að koma því á að dygð vísi fyrst og fremst til merkingarinnar fyrir framan semíkommuna í fyrrgreindri skýringu í Orðabók Árna Böðvarssonar ('siðgæði, mannkostir')

Þannig virðist sú hefð vera að festast í sessi og verða marktæk að menn skrifi dygð þegar þeir tengja orðið dug eða mætti, líkt og Aristóteles með gríska orðinu 'Arêté', en dyggð þegar um er að ræða kristnar dyggðir og trúmennsku.

P.S.

Nokkrum dögum eftir að við birtum þetta svar kom út tímaritshefti þar sem fjallað er í nokkrum ritsmíðum fjögurra höfunda um "Dyggðirnar sjö að fornu og nýju." Þrír þessara höfunda skrifa dyggð en einn skrifar dygð og gerir sérstaklega grein fyrir því. Sjá Gottskálk Þór Jensson, "Dygðir Íslendinga: Frá Gesta Adams frá Bremen til deCODE genetics, Inc." Tímarit Máls og menningar, 61. árg. 2000, 2. hefti, bls. 41-68.

Höfundar

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

uppeldisfræðingur og heimspekingur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

6.6.2000

Spyrjandi

Geir Þórarinsson

Efnisorð

Tilvísun

Haukur Már Helgason, Hrannar Baldursson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvort tveggja má rita dygð og dyggð. Hvort er "réttara" og hvers vegna?“ Vísindavefurinn, 6. júní 2000. Sótt 17. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=489.

Haukur Már Helgason, Hrannar Baldursson og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 6. júní). Hvort tveggja má rita dygð og dyggð. Hvort er "réttara" og hvers vegna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=489

Haukur Már Helgason, Hrannar Baldursson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvort tveggja má rita dygð og dyggð. Hvort er "réttara" og hvers vegna?“ Vísindavefurinn. 6. jún. 2000. Vefsíða. 17. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=489>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort tveggja má rita dygð og dyggð. Hvort er "réttara" og hvers vegna?
Okkur sýnist að þetta sé gott dæmi um þróun tungumálsins og um aukamerkingar í orðum, sem geta meðal annars tengst rithætti. Til skamms tíma var ekki endilega gerður neinn greinarmunur á dygð og dyggð í íslensku en á síðustu árum hafa íslenskir heimspekingar farið að gera greinarmun á þessum tveimur orðum og merkingu þeirra.


Í Íslenskri orðabók Árna Böðvarssonar frá 1983 er eitt flettiorð um það sem hér um ræðir og það er einfaldlega skrifað sem dyg(g)ð þannig að litið er á dygð og dyggð sem tvo jafnréttháa rithætti sama orðs. Skýringin er:

'góður siðferðilegur eiginleiki, siðgæði, mannkostir; trúmennska'
Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar frá 1989 er lýsingarorðið dyggur tengt sögninni að duga og sömuleiðis nafnorðið dyggð sem er eingöngu ritað svo.

Þrátt fyrir slíkar orðsifjar orka rithættirnir sjálfsagt þannig á nútíma lesanda að flestir tengja dygð við að duga en dyggð við dyggur. Þetta hafa heimspekingar síðari ára notfært sér og reynt að koma því á að dygð vísi fyrst og fremst til merkingarinnar fyrir framan semíkommuna í fyrrgreindri skýringu í Orðabók Árna Böðvarssonar ('siðgæði, mannkostir')

Þannig virðist sú hefð vera að festast í sessi og verða marktæk að menn skrifi dygð þegar þeir tengja orðið dug eða mætti, líkt og Aristóteles með gríska orðinu 'Arêté', en dyggð þegar um er að ræða kristnar dyggðir og trúmennsku.

P.S.

Nokkrum dögum eftir að við birtum þetta svar kom út tímaritshefti þar sem fjallað er í nokkrum ritsmíðum fjögurra höfunda um "Dyggðirnar sjö að fornu og nýju." Þrír þessara höfunda skrifa dyggð en einn skrifar dygð og gerir sérstaklega grein fyrir því. Sjá Gottskálk Þór Jensson, "Dygðir Íslendinga: Frá Gesta Adams frá Bremen til deCODE genetics, Inc." Tímarit Máls og menningar, 61. árg. 2000, 2. hefti, bls. 41-68.

...