Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Endar geimurinn eða er hann alveg endalaus?

JGÞ

Í þessari spurningu felast nokkrar aðrar, til dæmis þessar: ef geimurinn endar, hvað er þá þar fyrir utan og ef geimurinn er endalaus merkir það þá að hann hafi átt sér upphaf og hvað gerðist þá fyrir upphaf alheimsins? Í svari við spurningunni Mig langar að vita hvort geimurinn er endalaus eða er eitthvað á bak við hann? segir þetta:
Svörin við þessum spurningum eru ekki eins flókin og ætla mætti: EF heimurinn er í raun og veru endanlegur að stærð, þá er ekkert þar fyrir utan, EKKERT, og þá merkja hástafirnir að við munum aldrei geta sagt neitt um það. Eins er hitt, EF aldur heimsins er í raun og veru endanlegur, þá var EKKERT áður en hann varð til, það er að segja ekkert sem við munum nokkurn tímann geta sagt neitt um.
Þeir sem vilja svo halda áfram að velta þessu fyrir sér geta lesið meira í spurningunni Þegar þið segið að "ekkert" sé fyrir utan heiminn ef hann er endanlegur, hvað er þá "ekkert"? Einnig bendum við lesendum á að setja leitarorðið alheimur inn í leitarvél Vísindavefsins.

Spurning Birnu hljóðaði svona:
Mig langar að vita eitt sem enginn hefur geta svarað mér þá sem ég hef spurt. Hvað er fyrir utan geiminn?

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

18.4.2005

Spyrjandi

Teitur Tómas Þorláksson, f. 1995
Hildur Sigurðardóttir, f. 1995
Emma Lind Guðmundsdóttir, f. 1996, Birna

Efnisorð

Tilvísun

JGÞ. „Endar geimurinn eða er hann alveg endalaus?“ Vísindavefurinn, 18. apríl 2005. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4891.

JGÞ. (2005, 18. apríl). Endar geimurinn eða er hann alveg endalaus? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4891

JGÞ. „Endar geimurinn eða er hann alveg endalaus?“ Vísindavefurinn. 18. apr. 2005. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4891>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Endar geimurinn eða er hann alveg endalaus?
Í þessari spurningu felast nokkrar aðrar, til dæmis þessar: ef geimurinn endar, hvað er þá þar fyrir utan og ef geimurinn er endalaus merkir það þá að hann hafi átt sér upphaf og hvað gerðist þá fyrir upphaf alheimsins? Í svari við spurningunni Mig langar að vita hvort geimurinn er endalaus eða er eitthvað á bak við hann? segir þetta:

Svörin við þessum spurningum eru ekki eins flókin og ætla mætti: EF heimurinn er í raun og veru endanlegur að stærð, þá er ekkert þar fyrir utan, EKKERT, og þá merkja hástafirnir að við munum aldrei geta sagt neitt um það. Eins er hitt, EF aldur heimsins er í raun og veru endanlegur, þá var EKKERT áður en hann varð til, það er að segja ekkert sem við munum nokkurn tímann geta sagt neitt um.
Þeir sem vilja svo halda áfram að velta þessu fyrir sér geta lesið meira í spurningunni Þegar þið segið að "ekkert" sé fyrir utan heiminn ef hann er endanlegur, hvað er þá "ekkert"? Einnig bendum við lesendum á að setja leitarorðið alheimur inn í leitarvél Vísindavefsins.

Spurning Birnu hljóðaði svona:
Mig langar að vita eitt sem enginn hefur geta svarað mér þá sem ég hef spurt. Hvað er fyrir utan geiminn?
...