Þar sem orkan er afar lítil miðað við massa eða orku hluta sem við sjáum með berum augum eru engar líkur á því að hún geti valdið neinum stórmerkjum í þeim heimi sem við lifum í og sjáum með berum augum. Engu að síður getur hún valdið áhugaverðum breytingum og hvörfum í heimi öreindanna, og sá er einmitt tilgangur tilraunanna. Við getum lesið "bók náttúrunnar" með ýmsum aðferðum, til dæmis með því að hafa augun opin hvar sem við erum, með því að kynna okkur aðrar "bækur" og beita ýmiss konar tækjum og tólum, tölum og formúlum. Til að svara spurningunni sem hér liggur fyrir má beita margs konar rökum en þau einföldu geta verið alveg eins áhrifarík og hin sem eru flókin og krefjast ef til vill sérfræðiþekkingar og -þjálfunar. Hugsum okkur að ég gangi upp á Ingólfsfjall, finni þar hæfilega stóran stein og ýti við honum svo að hann velti fram af brúninni þar sem engin hætta stafar af honum. Svo kemur Jón Jónsson og snuprar mig fyrir þetta hættulega athæfi; steinninn hefði getað farið alla leið niður á Selfoss. Ég get þá svarað honum með því að gera útreikninga sem mundu sýna að steinninn geti alls ekki farið svo langt við þessar aðstæður. En ég get líka bent Jóni á öll björgin sem eru í hlíðum fjallsins og hafa augljóslega komið úr klettunum fyrir ofan. Steinninn sem ég velti af stað er ekkert öðru vísi en þessi björg að öðru leyti en því að það var mannshöndinn sem ýtti við honum en ekki jarðskjálfti eða rof af öðrum orsökum. Þetta er alveg eins með hraðalinn í CERN. Öreindirnar og jónirnar í honum eru ekkert öðruvísi en aðrar eindir sömu tegundar sem eru meira að segja meðal algengustu öreinda náttúrunnar. Eindirnar í CERN hafa ekki meiri orku en finna má hjá systrum þeirra í geimnum kringum okkur. Ekkert bendir til að slíkar orkumiklar eindir valdi einhverjum stórmerkjum þegar þær rekast á efni. Þessi röksemdafærsla á við um allar hugmyndir eða tilgátur sem settar hafa verið fram um einhvers konar hamfarir af völdum hraðalsins í CERN, hvort sem þær væru í ætt við sprengingar eða svarthol. Þess vegna er ekki minnsta ástæða til að láta hraðalinn í Sviss raska nætursvefni. Mynd:
Þar sem orkan er afar lítil miðað við massa eða orku hluta sem við sjáum með berum augum eru engar líkur á því að hún geti valdið neinum stórmerkjum í þeim heimi sem við lifum í og sjáum með berum augum. Engu að síður getur hún valdið áhugaverðum breytingum og hvörfum í heimi öreindanna, og sá er einmitt tilgangur tilraunanna. Við getum lesið "bók náttúrunnar" með ýmsum aðferðum, til dæmis með því að hafa augun opin hvar sem við erum, með því að kynna okkur aðrar "bækur" og beita ýmiss konar tækjum og tólum, tölum og formúlum. Til að svara spurningunni sem hér liggur fyrir má beita margs konar rökum en þau einföldu geta verið alveg eins áhrifarík og hin sem eru flókin og krefjast ef til vill sérfræðiþekkingar og -þjálfunar. Hugsum okkur að ég gangi upp á Ingólfsfjall, finni þar hæfilega stóran stein og ýti við honum svo að hann velti fram af brúninni þar sem engin hætta stafar af honum. Svo kemur Jón Jónsson og snuprar mig fyrir þetta hættulega athæfi; steinninn hefði getað farið alla leið niður á Selfoss. Ég get þá svarað honum með því að gera útreikninga sem mundu sýna að steinninn geti alls ekki farið svo langt við þessar aðstæður. En ég get líka bent Jóni á öll björgin sem eru í hlíðum fjallsins og hafa augljóslega komið úr klettunum fyrir ofan. Steinninn sem ég velti af stað er ekkert öðru vísi en þessi björg að öðru leyti en því að það var mannshöndinn sem ýtti við honum en ekki jarðskjálfti eða rof af öðrum orsökum. Þetta er alveg eins með hraðalinn í CERN. Öreindirnar og jónirnar í honum eru ekkert öðruvísi en aðrar eindir sömu tegundar sem eru meira að segja meðal algengustu öreinda náttúrunnar. Eindirnar í CERN hafa ekki meiri orku en finna má hjá systrum þeirra í geimnum kringum okkur. Ekkert bendir til að slíkar orkumiklar eindir valdi einhverjum stórmerkjum þegar þær rekast á efni. Þessi röksemdafærsla á við um allar hugmyndir eða tilgátur sem settar hafa verið fram um einhvers konar hamfarir af völdum hraðalsins í CERN, hvort sem þær væru í ætt við sprengingar eða svarthol. Þess vegna er ekki minnsta ástæða til að láta hraðalinn í Sviss raska nætursvefni. Mynd: