Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvernig fluttist enska frá Germönum til Englendinga?

Guðrún Kvaran

Norrænn þjóðflokkur, sem nefndist Englar, ríkti upphaflega á Suður-Jótlandi, í Slésvík og á Holtsetalandi (Holstein). Á 2. öld og fram á 6. öld varð mikil hreyfing á germönskum þjóðflokkum. Meðal þeirra flokka sem færðu sig úr stað voru Englar en þeir, ásamt Jótum og Söxum, lögðu undir sig mestan hluta Englands á 5. og 6. öld eftir Krist. Saxar voru vestur-germanskur þjóðflokkur sem bjó í upphafi þjóðflutninganna austan við Elbu en færði út ríki sitt þar til það náði yfir mest allt Norður-Þýskaland. Þriðji þjóðflokkurinn, Jótar, er upphaflega sagður kominn frá Jótlandi en nákvæmlega hvaðan er umdeilt. Beda prestur (673?-735), sem skrifaði mikla enska kirkjusögu taldi íbúa Kent afkomendur þeirra.

Af nafni Engla og Saxa er dregið heitið Engilsaxar og tungumálaheitið engilsaxneska (fornenska). Það á því upphaflega rætur að rekja bæði til norður- og vestur-germönsku.

Sjá einnig svar Péturs Knútssonar við spurningunni Var engilsaxneska á 14. öld lík þeirri ensku sem nú er töluð í Bandaríkjunum og Bretlandi?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

6.6.2000

Spyrjandi

Sævar Þór Halldórsson, f. 1985

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig fluttist enska frá Germönum til Englendinga?“ Vísindavefurinn, 6. júní 2000. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=490.

Guðrún Kvaran. (2000, 6. júní). Hvernig fluttist enska frá Germönum til Englendinga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=490

Guðrún Kvaran. „Hvernig fluttist enska frá Germönum til Englendinga?“ Vísindavefurinn. 6. jún. 2000. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=490>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig fluttist enska frá Germönum til Englendinga?
Norrænn þjóðflokkur, sem nefndist Englar, ríkti upphaflega á Suður-Jótlandi, í Slésvík og á Holtsetalandi (Holstein). Á 2. öld og fram á 6. öld varð mikil hreyfing á germönskum þjóðflokkum. Meðal þeirra flokka sem færðu sig úr stað voru Englar en þeir, ásamt Jótum og Söxum, lögðu undir sig mestan hluta Englands á 5. og 6. öld eftir Krist. Saxar voru vestur-germanskur þjóðflokkur sem bjó í upphafi þjóðflutninganna austan við Elbu en færði út ríki sitt þar til það náði yfir mest allt Norður-Þýskaland. Þriðji þjóðflokkurinn, Jótar, er upphaflega sagður kominn frá Jótlandi en nákvæmlega hvaðan er umdeilt. Beda prestur (673?-735), sem skrifaði mikla enska kirkjusögu taldi íbúa Kent afkomendur þeirra.

Af nafni Engla og Saxa er dregið heitið Engilsaxar og tungumálaheitið engilsaxneska (fornenska). Það á því upphaflega rætur að rekja bæði til norður- og vestur-germönsku.

Sjá einnig svar Péturs Knútssonar við spurningunni Var engilsaxneska á 14. öld lík þeirri ensku sem nú er töluð í Bandaríkjunum og Bretlandi?

...