Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Skriðdýr eru ekki algeng í Danmörku. Ein tegund snáka sem þar lifir telst vera það eitruð að hún sé mönnum hættuleg. Það er höggormur (Vipera berus) sem reyndar er útbreiddasta snákategundin. Höggormar finnast um alla Skandinavíu, suður til Evrópu, meðal annars er hann tiltölulega algengur í Frakklandi og á Ítalíu. Höggormar eru einnig víða í Austur-Evrópu og Rússlandi, þeir finnast allt austur til Kyrrahafs, lifa í norðurhluta Kína, á Kóreuskaga og líka á Kyrrahafseyjunni Sakhalin sem tilheyrir Rússlandi.
Höggormur er útbreiddasta snákategundin.
Höggormar eru gildvaxnir og að meðaltali um 50 cm á lengd. Í Evrópu eru stærstu höggormarnir í Svíþjóð. Þeir ná allt að 90 cm lengd. Í Danmörku lifa höggormar aðallega í grýttu landi, á heiðum, ræktarlandi og svæðum þar sem skógur hefur verið ruddur.
Engin skráð dauðsföll eru vegna bita höggormsins í Danmörku, svo best sé vitað, enda telst eitrið ekki banvænt heilbrigðu fólki þó þau geti verið afar sársaukafull. Í Svíþjóð eru að meðaltali skráð um 1.200 bit af völdum höggorma, auk þess sem húsdýr og gæludýr verða oft fyrir bitum. Virkni eitursins er tiltölulega lítil miðað við flestar aðrar tegundir höggormaættkvíslar (Viper sp.).
Í Danmörku og Skandinavíu étur höggormurinn aðallega smá spendýr svo sem moldvörpur og mýs auk þess sem hann tekur einnig ánamaðka og aðra smáa landhryggleysingja sem verða á vegi hans.
Engar eitraðar froskategundur lifa í Danmörku.
Mynd:
Jón Már Halldórsson. „Eru einhverjar eitraðar snáka- og froskategundir í Danmörku?“ Vísindavefurinn, 15. október 2008, sótt 9. febrúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=49020.
Jón Már Halldórsson. (2008, 15. október). Eru einhverjar eitraðar snáka- og froskategundir í Danmörku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49020
Jón Már Halldórsson. „Eru einhverjar eitraðar snáka- og froskategundir í Danmörku?“ Vísindavefurinn. 15. okt. 2008. Vefsíða. 9. feb. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49020>.