Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt okkur um andarnefjur?

Jón Már Halldórsson

Andarnefjur (Hyperoodon ampullatus) tilheyra undirættbálki tannhvala (odontoceti) og ætt svínhvala eða nefjuhvala (Ziphiidae). Innan þessarar ættar eru þekktar 21 tegund og er andanefjan sú þriðja stærsta, verður allt að 9 metrar á lengd. Dýrin eru nánast tannlaus nema í skolti karldýranna má finna tveggja til fjögurra cm langar tennur sem eru inni í tannholdinu þangað til hvalirnir eru orðnir rúmlega 15 ára gamlir, þá brjótast tennurnar upp úr tannholdinu.


Andarnefjuhjörð.

Af svínhvölum hér við land er andarnefjan sjálfsagt sú þekktasta. Fæstir hafa eflaust heyrt nefndar aðrar tegundir sem einnig finnast hér, svo sem gáshnallur (Ziphius cavirostris), króksnjáldri (Mesoplodon densirostris) og norðsnjáldri (Mesoplodon bidens). Afar lítið er vitað um vistfræði þessara tegunda.

Helsta útlitseinkenni andarnefju er trýnið sem er mjótt en ennið hátt og kúpt og fær hún nafnið af þessu sérstæða höfuðlagi sem minnir á önd. Oftast er andarnefjan grásvört eða dökkbrún að ofanverðu en ljósari að neðanverðu. Dýrin lýsast oft með aldrinum. Augun eru staðsett rétt fyrir aftan munnvikin og eru öll bægsli afar smávaxin miðað við stærð hvalsins. Bakugginn er aðeins um 30 cm á lengd og liggur aftarlega á dýrinu.

Líkt og aðrir svínhvalir halda andarnefjur sig langt úti á reginhafi, á djúpslóð þar sem dýpið er að minnsta kosti 1.000 metrar. Andarnefjur eru hópdýr og er algengt að sjá þær í litlum hópum, 4 – 10 dýr saman.

Áður fyrr nýttu veiðimenn sér trygglyndi andarnefjunnar gagnvart dýrum úr eigin hjörð. Ef eitt dýr særðist yfirgaf hópurinn það ekki og við andarnefjuveiðar gat því orðið blóðbað, þar sem heilu hjörðinni var slátrað. Andarnefjan er einnig forvitin og kemur iðulega að skipum og syndir með þeim, enda var hún vinsæl veiðibráð norskra hvalfangara. Andarnefjar var nýtt vegna olíunnar í höfði hennar líkt og átti við um búrhvali. Olían var nýtt sem hægðarlyf, áburður og í smyrsl en kjötið var notað í dýrafóður. Andarnefjan var friðuð árið 1977.

Andarnefja var reyndar aldrei veidd í sama mæli og stærri reyðarhvalir og er heildarstofnstærð hennar á hafsvæðinu umhverfis Ísland sennilega fáeinir tugir þúsunda einstaklinga.

Meginheimkynni andarnefjunnar er í austanverðu Atlantshafi á úthafi. Á sumrin má finna andarnefjur allt í kringum landið en þó aðallega á hafsvæðinu milli Íslands og Jan Mayen. Þéttleikinn er mestur nærri lagnaðarísnum fyrir norðan land á vorin og sumrin.


Kort sem sýnir útbreiðslusvæði andarnefjunnar

Andarnefjan sýnir farhneigð og þegar haustið gengur í garð leitar hún suður í höf, á svæði sem eru á sömu breiddargráðu og Miðjarðarhaf en rannsóknir hafa sýnt að hún fer allt suður til Grænhöfðaeyja.

Hvalfangarar tóku eftir því að andarnefjutarfar ferðuðust oftast einförum eða fáir saman í hóp en aldrei með kvendýrunum. Rannsóknir við Nova Scotia hafa engu að síður sýnt að kven- og karldýr mynda sterkt og langvarandi samband.

Líkt og aðrir hvalir af meiði svínhvala er andarnefjan mikill kafari og halda sumir að hún kafi bæði lengur og fari dýpra en sjálfur búrhvalurinn. Sagan segir að andanefjur nokkrar sem voru á flótta undan hvalföngurum hafi verið 120 mínútur í kafi. Þegar þær komu loks aftur upp á yfirborðið hafi þær varla blásið úr nös!

Langmikilvægasta fæða andarnefjunnar eru blekfiskar. Á hafsvæðinu austur af landinu er það aðallega dílarsmokkur (Gnotus fabricii) og hér við land er beitusmokkur (Todoarodes saqittatus) einnig afar mikilvæg fæða. Hún étur einnig síld (Clupea harrengus), krossfisk og aðra botnlæga sjávarhryggleysingja.

Heimildir:
  • Harrison, S., D. Bryden. 1988. Whales, Dolphins and Porpoises. New York, New York: Facts on File Publications.
  • Sigurður Ægisson, Jón Ásgeir í Aðaldal og Jón Baldur Hlíðberg. 1997. Íslenskir hvalir fyrr og nú. Forlagið.
  • Whitehead, H., A. Faucher, S. Gowans, S. McCarrey. 1997. Status of the Northern Bottlenose Whale, Hyperoodon ampullatus, in The Gully, Nova Scotia. The Canadian Field-Naturalist, 111: 287-292.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

17.9.2008

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt okkur um andarnefjur?“ Vísindavefurinn, 17. september 2008, sótt 4. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49089.

Jón Már Halldórsson. (2008, 17. september). Hvað getið þið sagt okkur um andarnefjur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49089

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt okkur um andarnefjur?“ Vísindavefurinn. 17. sep. 2008. Vefsíða. 4. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49089>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt okkur um andarnefjur?
Andarnefjur (Hyperoodon ampullatus) tilheyra undirættbálki tannhvala (odontoceti) og ætt svínhvala eða nefjuhvala (Ziphiidae). Innan þessarar ættar eru þekktar 21 tegund og er andanefjan sú þriðja stærsta, verður allt að 9 metrar á lengd. Dýrin eru nánast tannlaus nema í skolti karldýranna má finna tveggja til fjögurra cm langar tennur sem eru inni í tannholdinu þangað til hvalirnir eru orðnir rúmlega 15 ára gamlir, þá brjótast tennurnar upp úr tannholdinu.


Andarnefjuhjörð.

Af svínhvölum hér við land er andarnefjan sjálfsagt sú þekktasta. Fæstir hafa eflaust heyrt nefndar aðrar tegundir sem einnig finnast hér, svo sem gáshnallur (Ziphius cavirostris), króksnjáldri (Mesoplodon densirostris) og norðsnjáldri (Mesoplodon bidens). Afar lítið er vitað um vistfræði þessara tegunda.

Helsta útlitseinkenni andarnefju er trýnið sem er mjótt en ennið hátt og kúpt og fær hún nafnið af þessu sérstæða höfuðlagi sem minnir á önd. Oftast er andarnefjan grásvört eða dökkbrún að ofanverðu en ljósari að neðanverðu. Dýrin lýsast oft með aldrinum. Augun eru staðsett rétt fyrir aftan munnvikin og eru öll bægsli afar smávaxin miðað við stærð hvalsins. Bakugginn er aðeins um 30 cm á lengd og liggur aftarlega á dýrinu.

Líkt og aðrir svínhvalir halda andarnefjur sig langt úti á reginhafi, á djúpslóð þar sem dýpið er að minnsta kosti 1.000 metrar. Andarnefjur eru hópdýr og er algengt að sjá þær í litlum hópum, 4 – 10 dýr saman.

Áður fyrr nýttu veiðimenn sér trygglyndi andarnefjunnar gagnvart dýrum úr eigin hjörð. Ef eitt dýr særðist yfirgaf hópurinn það ekki og við andarnefjuveiðar gat því orðið blóðbað, þar sem heilu hjörðinni var slátrað. Andarnefjan er einnig forvitin og kemur iðulega að skipum og syndir með þeim, enda var hún vinsæl veiðibráð norskra hvalfangara. Andarnefjar var nýtt vegna olíunnar í höfði hennar líkt og átti við um búrhvali. Olían var nýtt sem hægðarlyf, áburður og í smyrsl en kjötið var notað í dýrafóður. Andarnefjan var friðuð árið 1977.

Andarnefja var reyndar aldrei veidd í sama mæli og stærri reyðarhvalir og er heildarstofnstærð hennar á hafsvæðinu umhverfis Ísland sennilega fáeinir tugir þúsunda einstaklinga.

Meginheimkynni andarnefjunnar er í austanverðu Atlantshafi á úthafi. Á sumrin má finna andarnefjur allt í kringum landið en þó aðallega á hafsvæðinu milli Íslands og Jan Mayen. Þéttleikinn er mestur nærri lagnaðarísnum fyrir norðan land á vorin og sumrin.


Kort sem sýnir útbreiðslusvæði andarnefjunnar

Andarnefjan sýnir farhneigð og þegar haustið gengur í garð leitar hún suður í höf, á svæði sem eru á sömu breiddargráðu og Miðjarðarhaf en rannsóknir hafa sýnt að hún fer allt suður til Grænhöfðaeyja.

Hvalfangarar tóku eftir því að andarnefjutarfar ferðuðust oftast einförum eða fáir saman í hóp en aldrei með kvendýrunum. Rannsóknir við Nova Scotia hafa engu að síður sýnt að kven- og karldýr mynda sterkt og langvarandi samband.

Líkt og aðrir hvalir af meiði svínhvala er andarnefjan mikill kafari og halda sumir að hún kafi bæði lengur og fari dýpra en sjálfur búrhvalurinn. Sagan segir að andanefjur nokkrar sem voru á flótta undan hvalföngurum hafi verið 120 mínútur í kafi. Þegar þær komu loks aftur upp á yfirborðið hafi þær varla blásið úr nös!

Langmikilvægasta fæða andarnefjunnar eru blekfiskar. Á hafsvæðinu austur af landinu er það aðallega dílarsmokkur (Gnotus fabricii) og hér við land er beitusmokkur (Todoarodes saqittatus) einnig afar mikilvæg fæða. Hún étur einnig síld (Clupea harrengus), krossfisk og aðra botnlæga sjávarhryggleysingja.

Heimildir:
  • Harrison, S., D. Bryden. 1988. Whales, Dolphins and Porpoises. New York, New York: Facts on File Publications.
  • Sigurður Ægisson, Jón Ásgeir í Aðaldal og Jón Baldur Hlíðberg. 1997. Íslenskir hvalir fyrr og nú. Forlagið.
  • Whitehead, H., A. Faucher, S. Gowans, S. McCarrey. 1997. Status of the Northern Bottlenose Whale, Hyperoodon ampullatus, in The Gully, Nova Scotia. The Canadian Field-Naturalist, 111: 287-292.

Myndir:...