Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver voru Bellerófon og Kímera?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Bellerófon var barnabarn Sísyfosar konungs í Korintuborg sem er kunnastur fyrir að hafa hlotið þann dóm í undirheimum að velta upp á hæð þungum steini sem rann alltaf niður áður en upp á brúnina var komið. Bellerófon hét áður Hipponous en hlaut nafnið Bellerófontes eftir að hafa vegið skrímslið Bellerus. Síðar varð hann bróður sínum að bana og flúði þá frá Korintuborg.

Anteia, drottning Próteifs konungs, varð ástafangin af Bellerófoni en hann vildi ekki þýðast hana. Hún reiddist því og sakaði hann um að hafa táldregið sig. Próteifur bað þá Ióbates föður Anteiu um að koma kappanum fyrir kattarnef. Honum hugkvæmdist að láta Bellerófon vinna bug á óvættinum Kímeru sem hafði eldspúandi ljónshaus, geitarhöfuð á miðjum búknum og höggormshala.

Bellerófon leitaði ráða hjá spámanninum Políeidusi sem ráðlagði honum að temja vængjaða hestinn Pegasus. Bardagi Bellerófons og Kímeru fór þannig fram að kappinn reið Pegasusi og skaut örvum að forynjunni úr lofti og tróð síðan blýi upp gin hennar. Þegar Kímera spúði eldi að Bellerófoni bráðnaði blýið og rann logandi niður í maga skepnunnar sem fékk bráðan bana.



Hluti af mósaíkmynd sem sýnir Bellerófon ríða Pegasusi fyrir ofan Kímeru.

Kímera átti að hafa verið alin upp af Amisódarusi konungi til að herja á óvini hans og gríska skáldið Hesíod (8. öld f. Kr.) segir að hún hafi verið afkvæmi Tífons og Echidnu sem áttu einnig hundinn Kerberos og aðra óvætti.

Ióbates kunni Bellerófoni litlar þakkir fyrir sigurinn á Kímeru og fékk honum fleiri illviðráðanlegar þrautir. Bellerófon leysti úr þeim öllum en var nóg boðið þegar hallarverðir konungs sátu fyrir honum og reyndu að ráða hann af dögum. Þá bað hann sjávarguðinn Póseidon, sem sumir töldu vera faðir kappans, að sökkva löndum Ióbatesar. Ekki tókst að fá Bellerófon ofan af ætlunarverki sínu fyrr en hópur kvenna bauð honum blíðu sína en þá fór kappinn hjá sér, hljóp í burtu og öldur Póseidons fylgdu honum á brott.

Eftir þetta tókust sættir með Bellerófoni og Ióbatesi. Samkvæmt gríska skáldinu Pindari (um 520- um 438 f. Kr.) voru endalok Bellerófons mikill harmleikur. Hann ofmetnaðist af frægðarverkum sínum og reyndi að fljúga á Pegasusi upp á tind Ólymposfjalls þar sem guðirnir bjuggu. Seifur sendi flugu til að stinga skáldafákinn sem jós og prjónaði og varpaði knapanum af baki. Hann féll til jarðar í þyrnirunna og ráfaði síðan um jörðina lamaður, blindur og einmana og forðaðist félagsskap manna.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

20.4.2005

Spyrjandi

Pétur Már Sigurjónsson, f. 1989

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver voru Bellerófon og Kímera?“ Vísindavefurinn, 20. apríl 2005, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4915.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2005, 20. apríl). Hver voru Bellerófon og Kímera? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4915

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver voru Bellerófon og Kímera?“ Vísindavefurinn. 20. apr. 2005. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4915>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver voru Bellerófon og Kímera?
Bellerófon var barnabarn Sísyfosar konungs í Korintuborg sem er kunnastur fyrir að hafa hlotið þann dóm í undirheimum að velta upp á hæð þungum steini sem rann alltaf niður áður en upp á brúnina var komið. Bellerófon hét áður Hipponous en hlaut nafnið Bellerófontes eftir að hafa vegið skrímslið Bellerus. Síðar varð hann bróður sínum að bana og flúði þá frá Korintuborg.

Anteia, drottning Próteifs konungs, varð ástafangin af Bellerófoni en hann vildi ekki þýðast hana. Hún reiddist því og sakaði hann um að hafa táldregið sig. Próteifur bað þá Ióbates föður Anteiu um að koma kappanum fyrir kattarnef. Honum hugkvæmdist að láta Bellerófon vinna bug á óvættinum Kímeru sem hafði eldspúandi ljónshaus, geitarhöfuð á miðjum búknum og höggormshala.

Bellerófon leitaði ráða hjá spámanninum Políeidusi sem ráðlagði honum að temja vængjaða hestinn Pegasus. Bardagi Bellerófons og Kímeru fór þannig fram að kappinn reið Pegasusi og skaut örvum að forynjunni úr lofti og tróð síðan blýi upp gin hennar. Þegar Kímera spúði eldi að Bellerófoni bráðnaði blýið og rann logandi niður í maga skepnunnar sem fékk bráðan bana.



Hluti af mósaíkmynd sem sýnir Bellerófon ríða Pegasusi fyrir ofan Kímeru.

Kímera átti að hafa verið alin upp af Amisódarusi konungi til að herja á óvini hans og gríska skáldið Hesíod (8. öld f. Kr.) segir að hún hafi verið afkvæmi Tífons og Echidnu sem áttu einnig hundinn Kerberos og aðra óvætti.

Ióbates kunni Bellerófoni litlar þakkir fyrir sigurinn á Kímeru og fékk honum fleiri illviðráðanlegar þrautir. Bellerófon leysti úr þeim öllum en var nóg boðið þegar hallarverðir konungs sátu fyrir honum og reyndu að ráða hann af dögum. Þá bað hann sjávarguðinn Póseidon, sem sumir töldu vera faðir kappans, að sökkva löndum Ióbatesar. Ekki tókst að fá Bellerófon ofan af ætlunarverki sínu fyrr en hópur kvenna bauð honum blíðu sína en þá fór kappinn hjá sér, hljóp í burtu og öldur Póseidons fylgdu honum á brott.

Eftir þetta tókust sættir með Bellerófoni og Ióbatesi. Samkvæmt gríska skáldinu Pindari (um 520- um 438 f. Kr.) voru endalok Bellerófons mikill harmleikur. Hann ofmetnaðist af frægðarverkum sínum og reyndi að fljúga á Pegasusi upp á tind Ólymposfjalls þar sem guðirnir bjuggu. Seifur sendi flugu til að stinga skáldafákinn sem jós og prjónaði og varpaði knapanum af baki. Hann féll til jarðar í þyrnirunna og ráfaði síðan um jörðina lamaður, blindur og einmana og forðaðist félagsskap manna.

Heimildir og mynd:

...