Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Vitið þið um einhverja vefi um dýralíf í Sýrlandi?

Jón Már Halldórsson

Dýralíf í Mið-Austurlöndum má muna sinn fífil fegurri enda hafa þurrkar og uppblástur leikið svæðið grátt, auk þess sem rányrkja mannsins hefur verið stunduð þar í þúsundir ára. Þegar heimildir um dýralíf á tímum Krists eru lesnar sést hversu miklar breytingar hafa orðið á dýralífi Mið-Austulanda fram til okkar daga.

Sýrland er engin undantekning á þessu. Dýralíf þar er frekar takmarkað og stærri spendýrategundir finnast aðeins á fáeinum stöðum. Eyðimerkurmyndun, ofbeit búfénaðar og vatnsmengun eru allt þættir sem hafa haft neikvæð áhrif á villt dýralíf í landinu. Auk þess hefur verulega gengið á skóga Sýrlands en skógar þekja nú aðeins um 3% lands og eru þeir aðallega bundnir við fjalllendi.

Meðal helstu villtu spendýra Sýrlands eru úlfar, hýenur, skógarbirnir, íkornar, refir, sjakalar og nokkrar tegundir dádýra. Þessar tegundir eru fyrst og fremst bundnar við skóga upp til fjalla. Dýr sem einungis lifa í eyðimerkum eru til dæmis stökkmýs, gasellur, fjölmargar tegundir eðlna og snáka. Hins vegar eru afar litlar líkur á því að ferðamenn sjái þessi dýr þar sem heimkynni þeirra eru ekki í alfaraleið. Hins vegar eru alltaf góðar líkur á því að sjá ránfugla á borð við fálka og erni sem svífa hátt yfir fjöllunum í leit að bráð.



Úlfar frá Suðvestur-Asíu eru minnstu einstaklingar úlfategundarinnar.

Í Sýrlandi má einnig finna tegund asískra strúta auk þess sem flamingóar halda þar til við örfá vötn.

Ef ferðamaður á leið um þetta land og ætlar sér að skoða dýr þá eru mestar líkur á því að hann sjái bara múlasna og úlfalda auk flugna á borð við moskítóflugur, kryppur, vespur og sandflugur.

Af bókum eða vefsíðum um dýralíf í Sýrlandi er fátt um fína drætti en þó má benda á fátæklega umfjöllun á eftirfarandi síðum:

Mynd: datadubai.com

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

22.4.2005

Spyrjandi

Dagný Stefánsdóttir, f. 1988

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Vitið þið um einhverja vefi um dýralíf í Sýrlandi?“ Vísindavefurinn, 22. apríl 2005. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4917.

Jón Már Halldórsson. (2005, 22. apríl). Vitið þið um einhverja vefi um dýralíf í Sýrlandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4917

Jón Már Halldórsson. „Vitið þið um einhverja vefi um dýralíf í Sýrlandi?“ Vísindavefurinn. 22. apr. 2005. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4917>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Vitið þið um einhverja vefi um dýralíf í Sýrlandi?
Dýralíf í Mið-Austurlöndum má muna sinn fífil fegurri enda hafa þurrkar og uppblástur leikið svæðið grátt, auk þess sem rányrkja mannsins hefur verið stunduð þar í þúsundir ára. Þegar heimildir um dýralíf á tímum Krists eru lesnar sést hversu miklar breytingar hafa orðið á dýralífi Mið-Austulanda fram til okkar daga.

Sýrland er engin undantekning á þessu. Dýralíf þar er frekar takmarkað og stærri spendýrategundir finnast aðeins á fáeinum stöðum. Eyðimerkurmyndun, ofbeit búfénaðar og vatnsmengun eru allt þættir sem hafa haft neikvæð áhrif á villt dýralíf í landinu. Auk þess hefur verulega gengið á skóga Sýrlands en skógar þekja nú aðeins um 3% lands og eru þeir aðallega bundnir við fjalllendi.

Meðal helstu villtu spendýra Sýrlands eru úlfar, hýenur, skógarbirnir, íkornar, refir, sjakalar og nokkrar tegundir dádýra. Þessar tegundir eru fyrst og fremst bundnar við skóga upp til fjalla. Dýr sem einungis lifa í eyðimerkum eru til dæmis stökkmýs, gasellur, fjölmargar tegundir eðlna og snáka. Hins vegar eru afar litlar líkur á því að ferðamenn sjái þessi dýr þar sem heimkynni þeirra eru ekki í alfaraleið. Hins vegar eru alltaf góðar líkur á því að sjá ránfugla á borð við fálka og erni sem svífa hátt yfir fjöllunum í leit að bráð.



Úlfar frá Suðvestur-Asíu eru minnstu einstaklingar úlfategundarinnar.

Í Sýrlandi má einnig finna tegund asískra strúta auk þess sem flamingóar halda þar til við örfá vötn.

Ef ferðamaður á leið um þetta land og ætlar sér að skoða dýr þá eru mestar líkur á því að hann sjái bara múlasna og úlfalda auk flugna á borð við moskítóflugur, kryppur, vespur og sandflugur.

Af bókum eða vefsíðum um dýralíf í Sýrlandi er fátt um fína drætti en þó má benda á fátæklega umfjöllun á eftirfarandi síðum:

Mynd: datadubai.com ...