Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Af hverju er vatnið í Bláa lóninu svona blátt?

Bárður Sigurgeirsson og Jón Hjaltalín Ólafsson

Á vefnum Cutis.is er umfjöllun um Bláa lónið og psoriasis eftir læknana Bárð Sigurgeirsson og Jón H. Ólafsson. Þar er einnig stuttlega gerð grein fyrir myndun lónsins og er umfjöllunin hér á eftir stytt útgáfa af þeim hluta greinar þeirra félaga.

Bláa lónið varð til sem affallsvatn frá Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi árið 1976. Reykjanesskaginn er fyrst og fremst samsettur úr gljúpu hrauni og er hraunið ekki þéttara en svo að það hleypir sjó í gegnum sig. Djúpt í iðrum jarðar eru katlar sem eru fullir af jarðsjó en það er blanda af sjó og ferskvatni í hlutföllunum um það bil (65/35%). Efnasamsetning jarðsjávarins breytist við það að efni losna úr aðliggjandi bergi, sem er mjög kísilríkt. Efnastyrkur kísils (e. silicon) hundraðfaldast (430 mg/kg) við þetta, en hins vegar fellur magnesín (magnesium) út og styrkur þess minnkar um það bil þúsundfalt.



Litur Bláa lónsins stafar af því að kísilsameindir í vatninu dreifa bláu ljósi meira en öðru á svipaðan hátt og sameindir lofthjúpsins þegar þær gera himininn bláan.


Við Svartsengi eru borholur sem ná nokkur hundruð metra niður í neðanjarðarkatla og er hitastigið þar um 240° C. Jarðsjó er veitt upp á yfirborðið gegnum þessar borholur. Gufan sem myndast er notuð til að drífa gufuhverfla sem framleiða rafmagn en vökvinn er hins vegar notaður til að hita kalt ferskvatn sem síðan er veitt til byggða á Suðurnesjum og notað til húshitunar.

Að þessu loknu er jarðsjónum dælt út yfir aðliggjandi hraunbreiðu. Þegar hér er komið sögu er hitastig jarðsjávarins um 70° og eru það um það bil 900 rúmmetrar sem dælt er út yfir hraunbreiðuna á hverri klukkustund. Mestur hluti jarðsjávarins rennur ofan í gljúpt hraunið, en töluverður hluti gufar upp. Þegar jarðsjórinn kólnar ofurmettast vökvinn af kísli og langar keðjur af kísilsameindum myndast. Þessar kísilsameindir falla að lokum út og mynda hvíta leðju sem gestir Bláa lónsins kannast við.

Leðjan lokar sprungum í hrauninu og þéttir botninn, sem stuðlar enn frekar að myndun lóns. Styrkur kísils er um 140 mg/kg, en það eru einmitt þessar kísilsameindir í vökvanum sem dreifa ljósinu sem á lónið fellur þannig að blár litur myndast og af því dregur Bláa lónið nafn sitt.

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund

Höfundar

húðsjúkdómalæknir

sérfræðingur í húð- og kynsjúkdómum

Útgáfudagur

22.4.2005

Spyrjandi

Elva Ásgeirsdóttir
Andri Ásgeir Adolfsson

Tilvísun

Bárður Sigurgeirsson og Jón Hjaltalín Ólafsson. „Af hverju er vatnið í Bláa lóninu svona blátt? “ Vísindavefurinn, 22. apríl 2005. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4919.

Bárður Sigurgeirsson og Jón Hjaltalín Ólafsson. (2005, 22. apríl). Af hverju er vatnið í Bláa lóninu svona blátt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4919

Bárður Sigurgeirsson og Jón Hjaltalín Ólafsson. „Af hverju er vatnið í Bláa lóninu svona blátt? “ Vísindavefurinn. 22. apr. 2005. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4919>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er vatnið í Bláa lóninu svona blátt?
Á vefnum Cutis.is er umfjöllun um Bláa lónið og psoriasis eftir læknana Bárð Sigurgeirsson og Jón H. Ólafsson. Þar er einnig stuttlega gerð grein fyrir myndun lónsins og er umfjöllunin hér á eftir stytt útgáfa af þeim hluta greinar þeirra félaga.

Bláa lónið varð til sem affallsvatn frá Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi árið 1976. Reykjanesskaginn er fyrst og fremst samsettur úr gljúpu hrauni og er hraunið ekki þéttara en svo að það hleypir sjó í gegnum sig. Djúpt í iðrum jarðar eru katlar sem eru fullir af jarðsjó en það er blanda af sjó og ferskvatni í hlutföllunum um það bil (65/35%). Efnasamsetning jarðsjávarins breytist við það að efni losna úr aðliggjandi bergi, sem er mjög kísilríkt. Efnastyrkur kísils (e. silicon) hundraðfaldast (430 mg/kg) við þetta, en hins vegar fellur magnesín (magnesium) út og styrkur þess minnkar um það bil þúsundfalt.



Litur Bláa lónsins stafar af því að kísilsameindir í vatninu dreifa bláu ljósi meira en öðru á svipaðan hátt og sameindir lofthjúpsins þegar þær gera himininn bláan.


Við Svartsengi eru borholur sem ná nokkur hundruð metra niður í neðanjarðarkatla og er hitastigið þar um 240° C. Jarðsjó er veitt upp á yfirborðið gegnum þessar borholur. Gufan sem myndast er notuð til að drífa gufuhverfla sem framleiða rafmagn en vökvinn er hins vegar notaður til að hita kalt ferskvatn sem síðan er veitt til byggða á Suðurnesjum og notað til húshitunar.

Að þessu loknu er jarðsjónum dælt út yfir aðliggjandi hraunbreiðu. Þegar hér er komið sögu er hitastig jarðsjávarins um 70° og eru það um það bil 900 rúmmetrar sem dælt er út yfir hraunbreiðuna á hverri klukkustund. Mestur hluti jarðsjávarins rennur ofan í gljúpt hraunið, en töluverður hluti gufar upp. Þegar jarðsjórinn kólnar ofurmettast vökvinn af kísli og langar keðjur af kísilsameindum myndast. Þessar kísilsameindir falla að lokum út og mynda hvíta leðju sem gestir Bláa lónsins kannast við.

Leðjan lokar sprungum í hrauninu og þéttir botninn, sem stuðlar enn frekar að myndun lóns. Styrkur kísils er um 140 mg/kg, en það eru einmitt þessar kísilsameindir í vökvanum sem dreifa ljósinu sem á lónið fellur þannig að blár litur myndast og af því dregur Bláa lónið nafn sitt.

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund...