Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:24 • Sest 14:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:18 • Síðdegis: 21:34 í Reykjavík

Eru geimverur með stóran og grænan haus?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Við þekkjum, að minnsta kosti enn sem komið er, aðeins þær „geimverur“ sem byggja jörðina, það er að segja allar lífverurnar hér á jörðinni. Einungis fáar þeirra eru með stóran og grænan haus.

Við getum vissulega vel hugsað okkur að til séu geimverur utan jarðar, það er að segja lifandi verur á reikistjörnu einhvers staðar langt úti í geimnum. Langlíklegast er að þá væru margar tegundir lífs á reikistjörnunni, svipað og er hér á jörðinni. Hins vegar er engin sérstök ástæða til að ætla að þessar lífverur mundu vera neitt svipaðar lífverum hér á jörðinni í útliti.

Kannski er einhver ein tegund á tiltekinni reikistjörnu sem er í einhverjum skilningi „duglegri“ en aðrar, til dæmis þannig að einstaklingar af þessari tegund fari að stunda ferðalög um geiminn. Við getum hins vegar ekkert um það sagt hvernig slíkir ferðalangar mundu líta út.

Þegar við hugsum okkur geimverur með einhverju tilteknu útliti þá er það kannski fyrst og fremst af því að við þurfum á því að halda til að geta hugsað um þetta. Rithöfundar sem skrifa skáldsögur um geimverur utan jarðar þurfa að gefa þeim eitthvert tiltekið útlit og þá hafa sumir valið stóran og grænan haus. En í raun og veru vitum við alls ekki neitt um þetta. Ef við höldum að við eigum eftir að hitta geimverur á næstunni er best að gefa sér ekki neitt fyrir fram um útlit þeirra!

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

25.4.2005

Spyrjandi

Sigurdur P. Pálmi

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Eru geimverur með stóran og grænan haus?“ Vísindavefurinn, 25. apríl 2005. Sótt 8. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=4927.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2005, 25. apríl). Eru geimverur með stóran og grænan haus? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4927

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Eru geimverur með stóran og grænan haus?“ Vísindavefurinn. 25. apr. 2005. Vefsíða. 8. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4927>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru geimverur með stóran og grænan haus?
Við þekkjum, að minnsta kosti enn sem komið er, aðeins þær „geimverur“ sem byggja jörðina, það er að segja allar lífverurnar hér á jörðinni. Einungis fáar þeirra eru með stóran og grænan haus.

Við getum vissulega vel hugsað okkur að til séu geimverur utan jarðar, það er að segja lifandi verur á reikistjörnu einhvers staðar langt úti í geimnum. Langlíklegast er að þá væru margar tegundir lífs á reikistjörnunni, svipað og er hér á jörðinni. Hins vegar er engin sérstök ástæða til að ætla að þessar lífverur mundu vera neitt svipaðar lífverum hér á jörðinni í útliti.

Kannski er einhver ein tegund á tiltekinni reikistjörnu sem er í einhverjum skilningi „duglegri“ en aðrar, til dæmis þannig að einstaklingar af þessari tegund fari að stunda ferðalög um geiminn. Við getum hins vegar ekkert um það sagt hvernig slíkir ferðalangar mundu líta út.

Þegar við hugsum okkur geimverur með einhverju tilteknu útliti þá er það kannski fyrst og fremst af því að við þurfum á því að halda til að geta hugsað um þetta. Rithöfundar sem skrifa skáldsögur um geimverur utan jarðar þurfa að gefa þeim eitthvert tiltekið útlit og þá hafa sumir valið stóran og grænan haus. En í raun og veru vitum við alls ekki neitt um þetta. Ef við höldum að við eigum eftir að hitta geimverur á næstunni er best að gefa sér ekki neitt fyrir fram um útlit þeirra!...